Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Síða 26

Fálkinn - 07.08.1963, Síða 26
Leyndarmál hjúkrunarkonunnar FRAMHALDSSAGA EFTBR EVA PETERS hjúkrunarkonum af fullum krafti. — Hvað áttu við? Hann virtist önugri en hann eiginlega hafði ætlað sér að vera, og hún lyfti annari augnabrún- inni. Ég hafði í huga hjúkrunarkonuna, sem þú ókst með burt á fleygiferð. — Inga, ég þarf að fara á fund í læknafélaginu. Annars keyrði ég hana bara niður í bæ, af því að við áttum samleið. — Vertu ekki að koma með vandræða- legar útskýringar. Svo að þú vilt ekki sleppa læknafélaginu vegna mín. — Ég get það ekki. Ég hef lofað að koma þangað. Strax og ég er búinn fer ég heim að sofa. Ég á erfiðan dag fram- undan á morgun. Hún stóð á fætur og gekk að skrif- borðinu. Er hún beygði sig áfram, sá hann móta fyrir þrýstnum brjóstum hennar undir þröngri peysunni. — Ég get komið heim til þín seinna, ef þú vilt, Mark, sagði hún lágt. — Það er svo langt síðan við vorum saman eitt kvöld. Ég er svo leið á fólki. — Ekki í kvöld, Inga, sagði hann. — Ég er þreyttur. Einhvern tíma seinna. Guði sé lof að hún skilur, hugsaði hann, að hún er klók og skynsöm og hugsar um mig á sama hátt og ég hugsa um hana, án nokkurrar brennandi ástríðu. Svo lítið þekkti hann hana eftir öll þessi ár, að honum hafði aldrei dottið það í hug, að Inga Wester elskaði hann og var ákveðin í að gera hann að eigin- manni sínum fyrr eða síðar. Þess vegna skildi hann ekki, að hann á þessu augna- bliki vakti eyðileggjandi afbrýðisemi með henni. Konan mín og ég vorum að tala um hana Moniku litlu í gær. Karlsen verk- fræðingur með hinn flókna botnlanga rétti úr sér á koddanum og horfði á Cristel með hinum Ijósbláu augum sínum. — Við töluðum um að taka hana í fóstur. Við eigum engin börn, og við höfum talað um það fyrr án þess að við höfum gert nokkuð meira úr því. En þetta með stúlkubarnið hefur konan mín næstum fengið á heilann. Hún get- ur ekki slitið hugann frá þessu vesal- ins barni, sem er svo einmana. Cristel tautaði eitthvað og rótaði í hlutunum á náttborðinu og reyndi að hylja andlitið. Var ekki eitthvað annað, sem þau gátu talað um, en Monika? Síð- ustu daga höfðu allir talað um hana, alveg frá þeim tíma, að blöðin fengu vitneskju um fortíð hennar. Það var ekkert tækifæri til að gleyma því eitt augnablik, að hún var hér í sama húsi. 26 — Hvaða líkur teljið þér á því, að við fáum að taka hana í fóstur. Hafið þér heyrt læknana segja nokkuð? — Nei, en það hafa þeir heldur ekki svo mikið með að gera, sagði Christel eins og satt var, — Það er víst barna- verndarnefnd, sem hefur með það að gera að svo miklu leyti, sem ég veit. Þér getið talað við systur Mögdu, því að hún er vön að vita allt svona lagað. Hún flýtti sér burt. Nei, ekki hann, hugsaði hún. Hann var góður og um- hyggjusamur, en Monika hennar mátti ekki lenda hjá þessum miðaldra hjón- um með allt sitt hjal og þröngsýni sína. Monika hennar, sem var svo töfrandi, svo góð og þolinmóð, jafnvel þótt hún væri veik og deildin þarna niðri elsk- aði hana svo mikið að það var aðeins hennar eigið eðli, sem hindraði, að hún spilltist af dálætinu. Inni í hjúkrunarkvennaherberginu hallaði hún sér að veggnum og lokaði augunum. í þúsundasta sinn vaknaði þessi spurn- ing með henni: Voru nokkrar líkur til þess, að hún gæti fengið Moniku? Ef hún gengi fram og segði sannleik- ann um sig og Moniku myndi hún þá fá barnið? Eða myndu þeir refsa henni, draga hana fyrir rétt, af því að hún hafði einu sinni hlaupið frá barni sínu? Hún hafði ef til vill misst réttinn yfir dóttur sinni að eilífu, af því að hún hafði ekki tekið á sig ábyrgðina í það sinn? Já, það var víst svona. Þegar hún lét hana frá sér, var það að eilífu og það var ekki nein von lengur. Það eina sem myndi ske, væri, að hún yrði rekin frá spítalanum. Hvernig gæti nokkur látið hana hjúkra gömlum og sjúkum, hana, sem einu sinni hefði gert svona mikið. Hún yrði strikuð út af listanum yfir hjúkrunarkonur og mynd hennar og saga hennar fengi þá meðferð í blöð- unum, að hún gæti aldrei látið sjá sig framar. Og Moniku myndi hún samt sem áður ekki fá. Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera? Hún tautaði spurninguna í hálfum hljóðum eins og hún hafði gert jafnskjótt og hún var orðin ein þessa síðustu daga. Og þegar einn eða annar tók á sama augnabliki í hurðina, kipptist hún sakbitin við og hreyfði sig í áttina að vatnskrananum til að sýna, að hún hefði ástæðu til að vera þar. — Cystir Cristel, þér lítið þreytulega út. Það var systir Magda, sem stóð í dyr- unum og virti fyrir sér hið föla andlit hennar með áhyggjusvip. — Hyernig stendur á því? Líður yður ekki vel? Er það kannske fyrsta ofkæl- ing haustsins? Þér hafið fleiri sjúklinga á fyrstu deild. — Nei, þakka yður fyrir, mér líður ágætlega. Ég er aðeins dálítið þreytt, en það eru nú víst allar. — Þetta er of snemma hausts til að vera þreytt. Við gefum yður nokkrar sprautur, og þá verðið þér kannske betri. Bíðið við, hvers vegna kom ég ann- ars hingað inn? Jú. Viljið þér gera einangrunarher- bergið í stand? Biðjið systur Anne- Marie að hjálpa yður, við fáum sjúkl- ing neðan úr skurðstofu. Hún gekk á eftir systur Mögdu út í ganginn. Þær rákust næstum á Mark Randers, sem kom gangandi og stikaði stórum. Sloppurinn var fráhnepptur og hann leit út fyrir að vera æstur. Hann leit fram hjá Cristel eins og hann hefði ekki séð hana og horfði á systur Mögdu. — Er það ég, sem þér eruð að leita að? sagði systir Magda. — Ég hélt að þér væruð að framkvæma aðgerð núna. — Eftir hálftíma. Við höfum setið í klukktíma niðri hjá sjúkrahússtjórn- inni ásamt tveim konum frá barna- verndarnefnd og rætt um Moniku Malm. Það kemur mér ekki beinlínis við, en þar sem ég nú hef verið til þess kall- aður, er ég hræddur um að þau hafi mig með í framkvæmdum líka. Þau vildu fá að vita, hve lengi hún ætti að vera hér og hvort nokkuð væri í veg- inum með það, að byrja að skipuleggja framtíð barnsins strax. Fólkið stendur jú í biðröð til að fá vesalings barnið, og þau vildu gjarna hraða málinu. — Og hvað sögðuð þér? — Ég bað þau um að vera róleg. Það er betra, að við höldum henni hér dá- lítið lengur en er læknisfræðilega nauðsynlegt heldur en hún fari beint til nýs heimilis. Hún þarfnast tíma til að jafna sig. Enginn veit, hveru mikið þetta hefur fengið á hana, jafnvel þótt svo líti út sem hún hafi náð sér vel. Björner á geðlækningadeildinni er á sama máli og ég. Hann vill helzt, að þau bíði í eitt ár, en spurningin er, hvar hún á að vera á meðan. Venjulegt barnarheimili er ekki gott heldur. Þá datt mér 1 hug staður, sem þér fóruð með mig á fyrir nokkrum árum, Fryk- berg, Frykström — hvað hét það? — Frykberg, og það er til enn þá. Það er náttúrlega hugmynd. Þeir gætu auðvitað tekið á móti henni, ef þér haldið, að það sé rétt. — Við skulum að minnsta kosti hafa það bak við eyrun. Eg vildi bar vita, hvort þeir tækju sérstaklega við börn- um. Það er hugsanlegt að: .... FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.