Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Page 7

Fálkinn - 11.09.1963, Page 7
Fótaraki og húsaleiga. Háttvirta blað. Það er margt furðulegt sem fyrir mann getur komið á lífs leiðinni, svo furðulegt að ótrú- legt má kalla. Ég ætla hér að segja frá atviki sem nýlega kom fyrir mig um leið og mér datt í hug að leita ráða hjá ykkur. Ég hef alla mína ævi verið reglusamur og dagfarsprúður maður. Ég hef frá því ég fór að hafa vit til, lagt mig í framkróka um að ganga ekki á rétt samborgarans að nokkru leyti. Ég reyki mjög lítið og vín bragða ég sára- sjaldan á ári hverju. Undan- farin átta ár hef ég haft á leigu herbergi vestur í bæ en þar sem húsráðendur fluttu úr bænum nú í sumar fór ég á stúfana að leita mér að öðru herbergi. Eftir nokkra leit fékk ég að lokum heibergi í Austurbænum ekki mjög fjarri Miðbænum. Ég vil taka það fram áður en lengra er haldið að mér og fólki því sem ég leigði hjá undanfarin átta ár, féll í alla staði vel hvort við annað og aldrei kom nokkur hlutur sá fyrir að skugga bæri þar á. Er nú skemmst frá því að segja að ég flyt inn í þetta nýja húsnæði mitt, og uni all- vel högum minum. Kunni ég mæta vel við húsráðendur að öðru leyti en því að nokkuð voru þau partý sækin ef svo má til orða taka. Var þá iðu- lega söngur uppi framundir morgun og ekki alltaf hægt um svefn. Eitt sinn var mér boðið þarna í partý en ég þáði ekki þar sem ég átti að fara í vinnu daginn eftir. Þótti mér mjög miður að geta ekki tekið þessu boði því mér virt- ist að þessi samkvæmi væru jafnan hin skemmtilegustu. Svo er það að fyrir nokkr- um dögum kemur húsráðand- inn til mín og segir að hann þurfi að ræða við mig lítil- fjörlegt mál. Var hann að sjá mjög vandræðalegur og átti greinilega erfitt að koma orð- um að því sem hann vildi segja. Að lokum gat mér þó skilist svo mikið að hann vildi segja að ég væri svo fótrakur að vandræði stæðu af. Kom mér þetta mjög furðulega fyr- ir sjónir því mér vitanlega var ég ekki fótrakur umfram aðra menn. Sagði húsráðandi að þessi fótraki minn væri svo megn að daun legði um íbúðina og konan hefðist lítt við um daga. Fór hann þess á leit við mig að ég reyndi að kippa þessu í lag og það sem allra fyrst. Kvað hann sér þykja þetta leiðinlegt að þurfa að finna þannig að því að ég væri í alla staði hinn ágætasti leigjandi — að undanskildum fótrakanum. Ég kvað ekki nema sjálfsagt að ég kippti þessu í lag og kvöddumst við svo með virkt- um. Og nú sný ég mér til ykkar og leita ráða. Mér vitanlega er ég ekki fótrakari en aðrir menn. Ég fer mjög reglulega í bað og geng aldrei lengi í sömj sokkunum. Og nú spyr ég ykkur hvað á ég að gera? Húsaleiguinaður. Svar: Þetta er greinilega annaS en skemmtilegt og viö látum samúS okkar i Ijós. Ef þú er þrátt fyrir attt fótrakur — og þaS umfram aSra menn — þá eru til mörg ráö viö slíku. Þú skalt gera ferö þína x eitthvert apótekiö og vita livaö þeir eiga þar fyrir þig. En venó aO annuð liggi aö batcx þessu máli og fyrir þaö skaltu grafast. Sláttur og sláttumennska. Pósthólf Fálkans, Reykjavík.. Ég sá það í einhverju blaði nú fyrir skömmu að sláttur mundi hafa gengið vel undan- farið hjá hinum raunverulegu „túristum" í sumar. Væri það að þakka aukinni peninga- veltu. í eina tíð var svo að orð- ið sláttur var eingöngu notað um túnaslátt en með breyttum lifnaðarháttum þjóðarinnar og aukinni peningaveltu jókst merking orðsins. Nú er svo komið að blöðin flytja hey- skaparfréttir af báðum víg- stöðum túnaslætti og slætti fyrir einni. Það getur sem sagt farið svo að maður lesi í ein- hverju dagblaðanna að túna- sláttur í Þingeyjarsýslu hafi gengið vel og þurrkur hafi verið góður og jafnframt að hinn slátturinn hafi gengið að óskum og er þá auðvitað ekki að spyrja um þurrkinn. Nú var það ekki tekið fram í fyrrgreindri frétt hvort þetta hefði verið fyrri eða seinni sláttur en gaman hefði ég að vita hvort væri. Ef ég á að vera hreinskil- inn þá kann ég illa við að orðið sláttur sé notáð í ann- arri merkingu en í sambandi við túnaslátt. Það hlýtur að vera til eitthvað það orð að nota megi í st.aðinn. Með þökk fyrir birtinguna. Einn sem eklsi slær. Svar: Okkur er ókunnugt xim hvort þetta hefur veriö fyrri eöa seinnisláttur. Þó vceri merkilegt ef þessir menn sem viö er átt heföu slegiö aöeins einu sinni. Um siöari hluta bréfsins skaltu sjá sjálfur fyrst þér er letta svona mikiö áhugamál. Svar til Diddu. Okkur er þvi miöur alls ó- kunnugt um þetta mál. Þaö má meira en vel vera aö þú hafir rétt fyrir þér og er þaö vonandi þin vegna. Viö getum því miöur ekki bent þér á neinn aöila tem gæti skoriö xir þessax-i deilu yklc- ar og því bezt fyrir ykkxir aö semja um jafntefli og láta þetta exigxn áhrif hafa á vinskapinn. Fixnxn liundruö króxiur eru hvort sem er lítils viröi x samaxxburði viö gööa vixiáttu. Þú ættir aö laga shriftina en réttrituxiin var góö. ef þú ert ekki fótrakxir getxr UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJÖNASILKI CERES, REYKJAVlK FALKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.