Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 29
Ilerra Vorel — Framhald al bls. 13. mældi tvær merkur, bætti nærri hálfri við og lét í pappírspoka. Honum fannst hann ekki eiga að þegja: „Ég vona að þér verðið ánægðar, ungfrú, stamaði hann. Gjörið — þér svo vel!“ „Hve mikið?“ spurði ungfrú Pol- dýnka eins og hún hálf héldi niðri í sér andanum og hóstaði í klútinn. „Fjóra skildinga. Kyssi hönd yðar í auðmýkt. Heppnin verður með mér, fyrst fyrsti viðskiptavinurinn er fög- ur ungfrú.“ Ungfrú Poldýnka starði á hann kulda- lega. Þessi ókunni smásali. Hann gæti svo sem verið fullánægður með hana Anuse, vinnukonu sápugerðarmannsins, og leyfir sér bara. — Hún svaraði ekki og hljóp út. Herra Vorel neri saman höndunum. Hann leit aftur út á götuna og kom auga á betlarann Vojtísek. Augnabhki síðar stóð Vojtísek á þröskuldinum með húfuna sína í hendinni. „Hérna er skildingur," sagði Vorel, „komið svo á hverjum miðvikudegi." Vojtísek þakkaði fyrir sig brosandi og fór. Herra Vorel neri aftur saman höndunum og sagði við sjálfan sig: „Mér finnst, að horfi ég á einhvern komi hann inn í búðina. Þetta kemur allt“. En hjá Djúpa kjallaranum stóð dótt- ir kapteinshjónanna ungfrú Poldýnka og sagði við kammerráðsfrúna. „Hjá honum er svo mikil svæla, að allt er þar eins og út úr reykhúsi.“ Og um hádegisbilið, þegar grjóna- súpan var borin á borð, stóð ungfrú Poldýnka á því fastara en fótunum, að af henni væri reykjarbragð og lagði frá sér skeiðina. Um kvöldið var það almannarómur, að búð Vorels væri þvílíkur tóbaks- daunn, að mjölið væri eins og brennt kaffi og grjónin reykt. Upp frá því var herra Vorel aldrei kallaður annað en reykti smásalinn — öilög hans voru ráðin. Herra Vorel var alveg grunlaus. Tekjur fyrsta dagsins voru ekki miklar, allt í lagi með það. Þetta sýndist allt til betri vegar á morgun eða hinn! í vikulokin höfðu honum ekki einu sinni græðzt tveir dalir . . . hvað þá heldur .. Og áframhaldið var eins Enginn ná- grannanna kom og utanbæjarmenn villtust þangað afar sjaldan. Aðeins Vojtísek kom reglulega. Eina huggun herra Vorels var merskúmspípan hans. Því þyngri sem hann varð á brúnina þeim mun mikilfenglegri reykjarstrók- ar komu út úr honum. Kinnar herra Vorels fölnuðu, í ennið komu hrukkur, en merskúmspípan roðnaði æ meir og skein á hana. Lögregluþjónarnir í Sporastræti litu af illgirni inn í búðina á þennan óþreytandi reykingamann; bara hann stigi þó ekkiværi nema einu sinni yfir þröskuldinn og út á götu með pípuna í munninum! Ekki veit ég hvað einn þeirra, herra Novák Framh. á næstu síðu. spíSSS Mtí! NÁTTKJÓLAR og undirfatnaður Heildsölubirgðir; Ö VALDEMARSSON OG HIRST H.F, Sími 38062. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.