Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 26
Hann fékk mig til að setjast í hæg- indastólinn, fjaðrirnar voru ekki eins óþægilegar og þær litu út fyrir að vera. — Á ég að kveikja á gasinu? Það er þægilegra að hafa það kveikt. Hann þreifaði utan við sig á vösunum. — Eigið þér eldspýtur? — Nei, sagði ég. Hann var skyndilega gripinn grun- semd, því að hann spurði: — Reykið þér ekki? — Nei, sagði ég aftur. — Fjandinn sjálfur, sagði hann dap- ur. — Ég reiknaði með, að þér ættuð sígarettu. Ég er alveg blankur. Ég reyni við John Hann spratt upp og hvarf fyrir horn- ið. Augnabliki síðar heyrði ég rödd hans gegnum millivegginn bg dýpri rödd svaraði. Hann kom strax aftur með eld- stokk og tvær sígarettur. — Kæri gamli John, hann svíkur mig aldrei, sagði hann og kveikti á gasinu. — Hver er það, sem býr þarna? spurði ég og benti á millivegginn. — Það er John, sagði hann eins og það segði allt. — Já, það skil ég, en hvernig er hann? — Ágætur náungi. — Hann barði í vegginn hjá mér áður en þér komuð upp. — Tja, það er nú hans veggur líka. — Tja, en hvers vegna bankaði hann? — Veit það ekki. Hvers vegna getið þér ekki spurt hann sjálfan? — Hann kíkti í gegnum gluggann. Ég talaði lágt, en Toby svaraði í eðli- legri tónhæð. — Sjálfsagt hefur hann langað til að sjá. hvernig þér lituð út. — Ég varð hræðilega hrædd. Hann hló. — Að heyra bankið, líta upp og sjá stóru augun . . — Það voru ekki svo mjög hin stóru augu, haldur svarta andlitið í kringum þau. — Kærið yður kollótta um John gamla. Hann er bara eðlilega forvitinn. Hann getur ekki frekar neitað sér um að kíkja á yður frekar en api getur neitað sér um að taka eitthvað nýtt og rann- saka það. — Já, og þegar hann hefur náð taki á því, þá vill hann auðvitað smakka á því. Toby hló aftur. Hlátur hans var smit- andi. Það fóru viprur um mín eigin munnvik. Þetta var óvenjuleg tilfinn- ing eftir heila viku, þetta, að fá næst- um löngun til að hlæja. — Þér gerið yður alrangar hugmynd- ir um hann. Hann gerir ekki flugu mein. Hann hefur svo stórar og rosalegar hendur að maður heldur, að hann sé fær um að brjóta hrygginn í manni eins og ekkert sé. og þegar maður tekur svo í höndina á honum, þá tekur hann svo varlega. Þér ættuð að sjá hann handleika eitthvað viðkvæmt — já, egg til dæmis. Hann er fyrsta flokks mat- sveinn, þér verðið að fá hann til að búa til eggjaköku einhvern tíma. Hann getur líka saumað. — Því trúi ég ekki. Hann hækkaði röddina. — John. Úr herberginu við hliðina kom strax hávært svar. — Er það ekki satt, að þú kunnir að sauma? hrópaði Toby. — Jú, jú. — Þarna sjáið þér, sagði Toby og teygði sig eftir vínflöskunni. — Ógeðs- leg súpa. Hvers vegna drekkið þér slíkt? Hann hellti í glösin. Mér fannst það ekki sem verst, ég hélt það myndi renna vel niður. — Þér eruð ekki neyddur til að drekka það, sagði ég. — Jæja, það drepur mig nú ekki, sagði hann þolinmóður og hellti í. — Þetta er dálítið klístur. Mér þykja þurr vín góð. Eru þér nokkur vinþekkj- ari? — Nei, sagði ég. — Ég get séð, að þér fallið vel í hlutverk hinnar leyndardómsfullu konu. Það er allt í lagi mín vegna. Hann andvarpaði. — Ég ætti að taka til við vinnuna aftur. Það var kominn skrið- ur á mig, þegar ég heyrði yður banka. Nú líður langur tími, þangað til ég kemst aftur af stað. Hann horfði ásakandi á mig eins og það væri mín sök. Mig langaði til að spyrja, hvað hann skrifaði, en minntist þess nógu snemma, að ég ætlaði ekki að láta það koma mér við. — Þér eruð virkilega indsglar, sagði hann skyndilega. — Hvað heitið þér? — Jane, sagði ég. — |>að var undarlegt. Önnur vændis- konan heitir Jane, sagði hann. — Hin heitir Sonja. Hefur Doris sagt nokkuð um þser. — Hún minntist á þær. — Það verður maður, að segja Doris gömlu til lofts. Hún er heiðarleg og hreinskilin, þegar um slíkt er að ræða. Við sjáum þær annars aldrei, þær hafa sér inngang. — Hvernig getið þér þá vitað, hvað þær heita? — Karlmenn hringja og spyrja eftir þeim, og þá verðum við að taka skila- boð til þeirra. Og svo heyrir maður samtölin, auðvitað. Það geri ég að minnsta kosti. — Með hverju afsakið þér yður þá? — Ég afsaka mig ekki. Ég gat bara ekki látið það vera. Ég get varla látið vera að lesa annarra manna bréf. Það er atvinnusjúkdómur hjá rithöfundum. Forvitni held ég. — Er það spennandi fólk, sem hring- ir til yðar? — Það skal ég koma í veg fyrir. — Nú brostuð þér, sagði hann skyndi- lega. — Nú skal ég sýna óvenjulegan sál- 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.