Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 13
að líta á allt einu sinni enn. En inn i búðina kom enginn. „Þeir koma samt,“ sagði herra Vorel við sjálfan sig klæddur í stuttan gráan jakka og hvítar klæðisbuxur. Klukkan var sjö. „Bara að fyrstu tekjurnar færu nú að koma,“ sagði hann klukkan átta, kveikti aftur í merskúmspípunni og reykti. Klukkan níu kom hann aftur út í gættina og hugaði að því óþolinmóður, hvort fyrsti viðskiptavinurinn færi nú ekki að koma. f sama bili gekk ung- frú Poldýnka dóttir kapteinshjónanna, upp götuna. Ungfrú Poldýnka var stúlka feitlagin, ekki há vexti, en þétt- vaxin um brjóst og mjaðmir, eitthvað komin yfir tvítugt. Um hana var sagt, að fjórum sinnum hafi hún verið að því komin að giftast, og í ljósum aug- um hennar var kæruleysisglampi, sem kemur í augu allra stúlkna, þegar brúð- guminn iætur um of á sér standa. Hún var dálítið vaggandi í göngulagi og var þar að auki nokkuð sérstæð. Ung- frú Poldýnka hrasaði nefnilega með vissu millibili og tók jafnframt í pils- ið eins og hún hefði stigið í það. í mín- um augum líktist gangur hennar löngu sagnakvæði, sem skiptist í ákveðna kafla eftir skrefafjölda. Augu Vorels staðnæmdust á ungfrú Poldýnku. Ungfrúin kom með körfu í hendi alveg að búðinni. Hún leit á búðina eins og hún væri hissa á einhverju, hnaut um þröskuldinn og stóð svo í gættinni. Hún kom ekki alveg inn og bar vasaklútinn að vitum sér. Herra Vorel tottaði pípuna af ánægju, svo að það var nóg um reyk i búðinni. „Kyssi hönd yðar í auðmýkt, ungfvú. Hvað get ég gert fyrir yður?“ spuvði herra Vorel kurteislega, hörfaði tvö skref og lagði merskúmspípuna á borð- ið. „Tvær merkur af grjónum," sagði ungfrú Poldýnka og snerist á hæli, svo að hún var næstum hálf kornin út úr Herra Vorel lék á hjólum. Hann Framh. á bls. 29. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.