Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 17
— Hafið þér nokkra hugmynd um, hvers vegna þér hafið fengið slíkt bréf? — Alls ekki. Áður fyrr átti ég óvini, en það er langt siðan — Viljið þér segja mér dálítið um sjálfa yður? bað MacLean. — Ég veit að frúin er rússnesk. — Ég fæddist í Úkraínu, en kom þegar barn að aldri til Moskvu sem nemandi við ballettskóla ríkisins. Fyrir sjö árum fór ég ásamt rússneskum leikflokki til Bandaríkjanna. Við dönsuðum í New York og Chicago. Ég kunni svo vel við mig í Bandaríkjunum, að ég ákvað að stinga af og snúa ekki aftur til Moskvu með félögunum. Ég faldi mig hjá vini, sem hafði fyrir löngu flúið frá Rússlandi. Bandaríska stjórnin veitti mér hæli, og ég er orðin bandarískur ríkis- borgari. Síðan hefur hamingjan brosað við mér. í kvöld á ég að dansa í fyrsta sinn í Englandi. — Hafið þér áður orðið fyrir tilræði eða ofbeldishótunum? Frúin hugsaði sig um. — Það er ekki svo auðvelt að svara þeirri spurningu, sagði hún að lokum. — Þegar ég kom fram í Vestur-Þýzka- landi í fyrra, ók vörubifreið kvöld nokkurt á bifreið mína. Bílstjórinn minn beið bana samstundis, en sjálf slapp ég með nokkrar skrámur og brotinn handlegg. Vörubíllinn hvarf, og það hefur aldrei verið upplýst, hver ók honum. — Yður var ekki hótað fyrirfram eða send aðvörun við það tækifæri? — Nei. .. frúin hristi höfuðið. — Hvernig lítið þér á þetta bréf, sem þér hafið nú fengið? — í hreinskilni sagt — það gerir mig óstyrka. En auð- vitað neyðist ég til að dansa í kvöld. Það er löngu uppselt. Mjög dugleg dansmær hefur æft hlutverk mitt, svo að hún getur hlaupið í skarðið, ef nauðsyn krefur, en það er óhugs- andi að láta hana gera það á sjálfri frumsýningunni. Án þess að vilja gorta, verð ég að segja, að það er ég, sem fólkið kemur til að sjá. — Það er hverju orði sannara, tók MacLean undir. — Reyndar getur bréfið líka verið dýrt spaug eða skrifað til 17 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.