Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 10
herbergið. Sjúkraþjálfi hjálpar hon- um og segir honum hvernig hann eigi að bera sig rétt að. Pilturinn er dugiegur og reynir allt hvað hann getur og er hann hefur gengið nokkr- um sinnum fram og aftur sjúkra- þjálfinn með honum, tekur hann sér hvíid og fer í sundlaugina, sem er í öðrum enda kjallarans. „Það er misjafnt, hvað menn æfa sig lengi hér,“ segir Haukur okkur, „sumir verða að vera allt að tveimur tímum í æfingum, en aðrir ekki nema hálftíma. Þess á milli vinna þeir.“ Ung stúlka gengur inn ganginn. Hún styður sig við tvo stafi og ein- beitnin lýsir sér í svipnum. Hún gengur nokkrum sinnum fram og aft- ur og sjúkraþjálfinn leiðbeinir henni. „Þetta er í fyrsta skipti sem hún gengur án þess að hafa spelkur," segir sjúkraþjálfinn. Stúlkan gengur nokkrum sinnum fram og aftur um herbergisgólfið. Síðan segir sjúkraþjálfinn henni, að leggjast upp á bekk. Þar tekur hún að styrkja fótvöðva hennar. Þjálfun sjúklinganna hér er ekki eingöngu fólgin í því að þjálfa vöðva þeirra heldur og útskrifa þá þaðan sem sjálfstæða menn, sem geta stað- ið á eigin fótum. Við þekkjum öll plastvörurnar, sem búnar eru til á Reykjalundi. Börnin 10 Er við gægjumst inn í eitt herbergið, sjáum við pilt, sem er að ganga þar í eins konar grind og nýtur hjálp- ar sjúkraþjálfarans, Jóns Langelytte. leika sér að plastleikföngum, láta plastbílana bruna í sandkössunum, eða moka upp í plastfötur með plast- skóflum. En á meðan börnin leika sér að plastleikföngum í sandkassanum, þá úðar húsbóndinn garðinn sinn með plastslöngu frá Reykjalundi. Samt er fleira unnið hér á Reykja- lundi en plastáhöld. Hér er trésmíða- verkstæði og járnsmíðaverkstæði. 1 sambandi við þessa starfsemi alla er starfræktur hér iðnskóli, sem starf- ar á veturna og ýmiss konar önnur kennsla. Hver sjúklingur, sem hér er verður að vinna einhvern hluta dagsins. Það er einn þáttur í endur- þjálfuninni. Við göngum um stund um stofn- unina. 1 sundlauginni er líf og fjör. Stúlka er að æfa sig að ganga. Við staðnæmumst í einu. herberginu við tæki, sem er eins og dýptarmælir. Við spyrjum hvaða tæki þetta sé og Haukur segir okkur, að það sé not- að til að mæla viðbragð tauga. 1 öðrum enda kjallarans er svo- lítill salur. Haukur segir, að þeir hafi ætlað að setja þar billjardborð eða eitthvað, sem sjúklingar gætu dund- að við í tómstundum. Mikil aðsókn hefur verið að þess- ari deild, síðan hún tók til starfa í marz síðast liðnum. En teknir eru eingöngu þeir sjúklingar, sem mest þurfa þess með. Yfirlæknir deildar- innar er Oddur Ölafsson, en auk hans og Hauks eru sérfræðingar kvaddir til, þegar þurfa þykir. Hliðstæð starfsemi og hér er rekin, hefur verið að Sjafnargötu 14 í Reykjavík. Þar rekur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra æfingarstöð. Var þeirri starfsemi komið á fót eftir lömunarveikifaraldur mikinn, sem gekk hér á landi árið 1956. Enginn efast um gildi slíkra stofnana og er ekki hægt að segja annað, en öll skilyrði séu góð hér á landi og skiln- ingur fyrir því, hvers öryrkjar þurfa með. Við höfum lokið göngu okkar um þjálfunarstöðina, og göngum því FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.