Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 21
gripum, sem hún gat fengið. Og hún átti morð fjár. í þrjátíu ár keypti og safnaði, hin dugmikla frú, sem var fegurðardýrk- andi, í draumahöllina sína, sem oft var kölluð „Litlu Versalir“. Silkiteppi, hús- gögn, málverk og sjaldgæfa gripi krækti frú Mendl í í hinum mikla fjölda niður- níddra halla í Frakklandi, eigendurn- ir voru í fjárþröng og neyddust til að skipta á erfðagripum og peningum. Fjöldi þekkts fólks hefur dvalizt í hinum íburðarmiklu gistiherbergjum frú Mendl, þar á meðal hertogafrúin af Windsor. Það var reyndar í sjálfu brúðkaupsferðalaginu. Og herbergi þeirra eru nú einkabústaður La Callas eins og hin gestrisna frú hafði útbúið þau handa konunginum fyrrverandi og brúður hans. Eftir að hafa lagt hart að sér við listina, getur hún nú hvílt í silki- rúmi í konunglegu umhverfi. Baðher- bergið er risastórt og skreytt silkiklædd- um stólum og málverkum eftir gamla meistara. Silkigluggatjöld og dýr pers- nesk teppi koma hér í staðinn fyrir plasthengi og gúmmímottur. Lítil borðstofa fylgir einnig hinni konunglegu íbúð, og við gerum ráð fyr- ir, að eitthvað, sem líkist eldhúsi sé í nágrenninu, þar sem söngkonan getur fengið sér gulrófur eða eina appelsínu. Hún getur ekki leyft sér að borða mikið, ef hún vill halda sínum góða vexti. Hún getur gengið ófeimin um garð- inn. Frá veginum sést aðeins stórt hús í stíl Louis XVL, bílskúrinn og barinn. Og öll herlegheitin eru bara 20 mín. akstur frá miðborg Parísar. Ekki hefur verið skýrt frá húsaleigunni, en senni- lega er hún samboðin skötuhjúunum Onassis og Callas. ðinum í móttökusalnum. Hér nutu fyrstu „Vindsorarnir“ hveitibrauðsdaga sinna. Skrautlegur danssalurinn er klæddur röndóttu veggfóðri. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.