Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 31
Terese þurrkaði tárvott, öskugrátt andlit sitt með allt of litlum vasaklút. — Guð fyrirgefi mér, kjökraði hún. — Frúin hefur gert svo ósegjanlega mikið fyrir mig, ég elskaði hana, og ég gerði það sem ég gat, til að bjarga lífi hennar. Olga var ekki ættleidd, hún var skilgetið afkvæmi hennar sjálfrar. Fyrir fimm árum giftist frúin bróður mínum. Hann var leikari og hét Paul Lavier. Hjónabandið var mér mjög á móti skapi, því að ég vissi, að bróðir minn var eiturlyfjaneytandi og alveg ábyrgðarlaus maður. Þau eignuð- ust barnið, en annars var hjónabandið óhamingjusamt. Frúin fékk skilnað, þegar Olga var eins árs, og hún fékk viðurkennt foreldravaldið. Paul hélt áfram að gera fráskildri konu sinni miska, og nótt eina brauzt hann inn og hótaði að kyrkja hana. Rétturinn kvað upp þann dóm, að hann væri geðveikur, og hann var tekinn í gæzlu. Terese fó andlitið í höndum sér og sat lengi þegjandi. Það var næstum eins og hún vonaði að sleppa við að segja meira, en að lokum tók hún rögg á sig og hélt áfram, án þess að líta á lögr eglumennina: — Daginn áður en það átti að vera frumsýning á „SvanavatninU", var hringt til mín .. það var bróðir minn. Hann kvaðst verða að tala við mig við fyrsta tækifæri um dálítið — lífs- nauðsynlegt. Ég varð alveg utan við mig og þorði ekki annað en fara til hans. Hann bjó á matsöluhúsinu í Searle Street 16, sem er rétt hjá British Museum. Hann leit næstum óhuganlega út og talaði eins og vitfirringur. Hann sagðist vilja sjá dóttur sína. Ég sagði honum þá, að Olga væri látin fyrir ári síðan. Hann tók æðiskast. Hann bölsót- aðist og hafði í frammi hræðilegustu ásakanir og ógnanir. Það var sök frúar- innar, að Olga var dáin, hvæsti hann. Hún hefði myrt barnið hans, og nú ætlaði hann að myrða hana fyrir vik- ið . . . Ég reyndi að tala um fyrir honum, en það var gersamalega vonlaust. Að lokum gafst ég upp og fór leiðar minn- ar. — Hvers vegna sögðuð þér ekki frú Lisjinski, að bróðir yðar hefði verið látinn laus af geðveikrahælinu, og að þér hefðuð talað við hann? spui’ði Mac- Lean. — Taugar hennar hefðu ekki þolað það ... ekki rétt fyrir frumsýninguna í Lundúnum. Bæði hún og blöðin og á- horfendurnir væntu mikils af henni. Fengi hún að vita, að Paul léki lausum hala og í Lundúnum . . hefði það eyði- lagt sýningu hennar. Það hefði getað orðið sneypuför. Og sneypuför hefur frúin aldrei farið. — Þér hugsuðuð ekki út í það, að nafnlaust bréf hefði líka getað slegið hana út af laginu? — Ég vissi, að það hefði ekki nærri eins mikil áhrif... ekki á sama hátt. Frúin var hugrökk, en eins og allir miklir listamenn, hafði hún skapsmuni. Það versta, sem hefði getað komið fyrir, Framhald á næstu síðu. Anthony Perkins leikur með Brigitte Bardot Anthony Perkins — vin- ir hans kalla hann alltaf Tony — hefur á seinni árum alltaf leikið í mynd- um sínum í Evrópu og það lítur út fyrir, að hann muni halda því áfram. Nýjasta stórfréttin um hann fjallar um það, að hann muni leika á móti sjálfri Brigitte Bardot í næstu mynd sinni, en hún heitir „Hið töfrandi fífl.“ Enska verður töluð í myndinni, en það á að taka hana í París og Brigitte á sem sagt í fyrsta sinn að tala annað mál en sitt eigið móður- mál. Hún er vön að segja, að hún geti ekki talað ensku, en vinir hennar halda því fram, að hún skilji málið að minnsta kosti ágætlega. Broadway-blaðamaður- inn Earl Wilson var ný- lega í París og talaði við Anthony Perkins. Hér á eftir fer samtal þeirra: — Eruð það þér, sem eruð hið töfrandi fífl? — Nei, nei, hvernig dettur yður það í hug? Ég er ef til vill fífl en sú sem er töfrandi er auðvit- að B. B. — Kemur ungfrú Bar- dot fram nakin í mynd- inni? — Við skulum reikna með því. Það væri synd, ef hún gerði það ekki. — Þá sýnið þér yður auðvitað sveipaðan bað- handklæði? Framh. á bls. 38. Anthony Perkins hefur getið sér frægð fyrir leik sinn í evrópskum myndum eða bandarískum mynd- um teknum í Evrópu. Af myndum hans má nefna „PSYCHO“, sem sýnd var í Háskólabíói og „Phae- dra,“ sem sýnd verður í Tónabíói. Nú mun hann í fyrsta skipti leika með Brigitte Bardot og í þeirri mynd leikur jafnframt Ingrid Bergman. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.