Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 28
— Þetta skal Doris svei mér Þá fá að heyra. Ég gekk að kommóðunni og byrjaði að leita að snyrtivörunum mínum. — Það þýðir ekki. Hún segir bara að þér ljúgið. — Þá sýni ég henni. Ég gekk að rúminu og dró teppin til hliðar. Mér til undrunar var ekkert að sjá. John hló aftur. Veggjalýsnar eru of greindar til að bíta sig fastar. Þær skríða burt á dag- inn og köma aftur á nóttunni. — Þá ætla ég að sýna henni þær í kvöld. Hún er greindari en veggjalýsnar. Hún kemur inn með látum og gaura- gangi: Hún er komin að rúminu á undan yður og segir það hátt' að veggjalýsnar heyra það: „Þetta er bezta og hreinasta rúmið í húsinu.“. Svo ber hún í teppin og þegar þér dragið leppin til hliðar, þá eru veggjalýsnar farnar. Hún hefur alið veggjalýsnar vel skal ég segja yður. — Hvað á ég þá að gera? Ég get ekki sofið í þessu rúmi. — Éigið þér nokkra ‘ sápu? — Sápu? '■ — Já, eigið þér sápustykki. Gerir ekkert til, ég á sápu. Þegar þér korhið heim í kvöld, berjið þá á dyrnar hjá mér, áður en þér farið hingað inn og hræðið þær burt. Þá skal ég sýna yður, hvernig maður veiðir veggjalýs. — Gerðuð þér það, þegar þér fluttuð? Hann hló aftur. . • . . — Ekki ég, nei. Ég er hræddari við Doris en veggjalús. Þegar hann var farinn, reyndi ég að snyrta mig. Ég fór að skilja, hversu illa skipulagt fljótræðisverk mitt hefði verið. Ég hafði tekið með mér nokkra kjóla, snyrtivörur og ekkert annað. Ekki mat, ekki sængurföt, ekki einu sinni herða- tré. Ég fór úr hinum velktu fötum og í önnur, sem voru næstum eins velkt. Mér var Ijóst, að ég var neydd til að fara heim og sækja afganginn af eigum mínum, en hæíti við það aftur í hug- anum. Ég skil nú, að ég hafði kvöldið áður verið að því komin að skríða aftur í hið örugga skjól föður míns, já ég vildi ekki beinlínis kalla það kærleik. Ég þurfti einungis að biðia — ef til vill ekki einu sinni það — til að hann léti sig. - Hann myndi hjálpa mér eins og hann hafði oft áður hjálpað mér. — Og eins og áður yrði mér allan tíman ljóst að ég fyndi til stöðugt meira þakklætis til manns, sem ég vildi ekki virða, því að hann var ekki af mínu sauðahúsi. Nei, hið bezta var að flytja til annars staðar, þar sem var hreint og þrifalegt og auðvitað dýrara. Ég keypti Times og las þáttinn „einkamál“ neðst á síðu. í miðjum dálki var auglýsing frá þrem stúlkum, sem óskuðu eftir þeirri fjórðu til að deila íbúðinni með. Ég ákváð að hringja jafnskjótt og ég kæfni í vinnuna. . Yfirmaður minn James Paige var þegar kominn. Hann sat í skrifstofu sinni og talaði í eitt af fjórum 'símatól- um. Hann kinkaði kolli í kveðjuskyni, þegar ég gekk framhjá. Ég fór inn í míná eigin skrifstofu og lokáði hurðirini. Það var þægilegt lítið herbergi og enginn annar en James kom nokkru sinni inn án þess að berja að dyrum. Þar voru húsgögn, skrifborð og sími, ritvél. skjalaskápur,- góður stóll handa mér sjálfri og annar minni harida gest- um, og mikið af smádóti, sem ég átti sjálf. Þetta var mitt litla koriungsríki. í dag hafði það enn meiri þýðingu fyr- ir mig en ella, því að ég vissi, að ég myndi miss’a það. Á skrifborðinu var allt á tjá og tundri 'eins og venjulega. Ég raðaði bréfunum í möppu og tíndi saman smásnepla frá James með upp- lýsingum um gesti gistihússins og setti þá á krókaraðir. Krókarnir voru mín eigin uppfinning. Miðunum var þar raða eftir efni. Okkur James kom yfirleitt vel saman. Hann var mjög raunsýnn. Hann hafði kennt mér allt, sem ég kunni viðvíkj- andi starfinu, og þegar ég var í klípu hjálpaði hann mér út úr henni. Það var ótrúleg tilviljun, sem hafði orðið þess valdandi, að ég fór að vinna í Drummondsgistihúsinu. Ég hafði byrj- að á að leysa einkaritarann af í sumar- fríi. í lok vikunnar barst okkur vitn- eskja um, að hún væri veik og yrði frá störfum um hríð og James bað mig að halda áfram. Hálfu ári seinna var ég hækkuð í tign og gerð að aðstoðarmanni Jámes. Það var bein afleiðing af duttlungum James. Hann hafði verið að skemmta sér kvöld- ið áður og kom tveim tímum of seint með rauðþrútin augu og taugarnar í ólagi. Svo vildi til, að það átti að vera blaðamannafundur um miðjan dag fyrir amerískan milljónamæring og listverka- sala, sem var kominn til að selja nokkr- ar myndir hjá’Christies. Ég hafði gert allt kvöldið áður, þegar James var ekki við, hringt til allra blaðamanna, sem ég gat látið mér detta í hug, að hefðu áhuga, pantað einn af stærri sölunum og pantað mikið af vínföngum og smurðu brauði. Ég var mjög ánægð með byrjendaverk mitt og varð dauð- skelkuð þegar James blótaði mér, sjálf- um sér og listverkasalanum í sand og ösku. Það leiðinlegasta var, að klukkan var hálf tólf. Það var of seint að breyta áætluninni. Við biðum eftir sprenging- unni, sem átti að verða, þegar listverka- salinn myndi skilja, að kokkteilarnir og smurða brauðið myndu gleypa stóran hluta þess, sem Christies gátu fengið fyrir myndir hans. Það hefði líka örugglega orðið sprerig- ing, ef hann hefði ekki ferigið þessa miklu auglýsingu áður en komið var með reikninginn. Næsta kvöld var allt hefðarfólkið saman komið hjá Christies, en það hafði lesið í Daily Express, hvi- líkur ágætis maður listverkasalinn væri. Árangurinn varð sá, að myndir hans voru seldar fyrir metfé og að Jaines kallaði mig snilling og gerði mig að aðstoðarmanni sínum. En brátt yrði þessu öllu lokið hugs- aði ég döpur. Ég leit út yfir garðinn sem var í haustlitunurn og hugsaði að það sem ég sæi mest eftir, væri, að ástanóttin, orsökin til þess hafði ekki verið falleg. Afleiðingarnar hefðu orðið þúsund sinn- um léttbærari, ef mér gæti bara fundizt að þetta væru launin fyrir eitthvað, sem raunverulega færði mér hamingju. . Ég fletti upp 1 Times og lagði hönd á símann til að hringja til íbúðar hinna þriggja stúlkna. En skyndilega datt mér nokkuð í hug. Þegar ég fann til í maganum í morgun, hélt ég að þar væri vínið að verki Nú rann það upp fyrir mér, að þetta væri hluti af morgunvenjunum mínum upp frá þessu. Ef þetta skeði í bað- herbergi, sem ég deildi með öðrum, liði ekki á löngu, að þær færu að líta vöxt minn forvitnum augum. Ég tók höndina af símanum og henti Times í bréfa- körfuna. Sem sagt eigið herbergi í notalegu og snyrtilegu húsi í notalegu snyrtilegu hverfi. En hvar? Og hversu dýrt? Og hversu langur tími myndi líða þangað til fólkið í húsinu færi að glápa á mig? Ekki langur tími. Þrír mánuðir í hæstalagi. Toby & Co. færu ekki að glenna upp skjáina mín vegna. Framh. á bls. 32. 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.