Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 33
— í gær. — Hvert? — í íbúð í Chelsea. — Jæja þá, gert er gert. Þú ert nógu gömul til að vita, hvað Þú ert að gera. Gleymdu ekki að láta mig hafa síma- númerið. — Get ég þá fengið frí síðdegis? — Mér heyrðist þú segja, að þú vær- ir þegar flutt. Já, já, farðu bara. Ég þori að veðja, að þú átt eftir að iðrast þessa. Hann vissi ekki, hvað hann hafði mikið á réttu að standa. Þegar ég lædd- ist inn í hús pabba síðdegis og sá alla hina kunnuglegu hluti, var eins og hin- ar sterku hendur vanans gripu í mig. Tilfinningin um þetta tilgangsleysi, að fara frá þessu öllu, einmitt á þeirri stundu lífsins, þegar ég þarfnaðist þess meira en nokkru sinni fyrr — hún kom aftur núna, sterkari en áður. Ég gekk um húsið og horfði löngunar- augum á allt, og spurði sjálfa mig hvernig ég hefði getað farið leiðar minn- ar í gær án þess að líta aftur. Það var hræðilegt að fara aftur til Fulham. Allar eðlisávísanir mínar gerðu uppreisn gegn hugmyndinni. Og samtímis fór ég að safna því saman, sem ég ætlaði að fara með, myndina, nokkur herðatré, bækur og skrautmuni úr svefnherberginu, handklæði og lök .. Skyndilega minntist ég fólksbílsins, sem beið. Ég fann gamla pappírskörfu og setti allt í hana. Þegar ég var búinn að koma henni í bílinn, hljóp ég gegn- um húsið og út í garð, — garð pabba, stolt hans og gleði — og sleit upp nokkr- ar krystantemur. Á leiðinni aftur gegn- um húsið, stal ég fallegum öskubakka úr gleri, tveim vínglösum, ofnskermin- um og loks pappírskörfu, gluggatjöld- um, sem voru nýkomin úr þvotti og stóru persnesku teppi. sem hafði legið Kæri Astró! Mig langar til að biðja þig að spá fyrir mig um framtíðina. Ég hef skrif- að þér tvisvar áður og beðið eftir hverju blaði með mikilli eftirvæntingu, en aldrei fengið svar. En kæri Astró, er nokkur leið að þú myndir nú vilja svara mér í blaðinu sem kemur út 26. júní. Ég er fædd klukkan eitt eftir hádegi. Mig langar til að fá bent á mína verri eiginleika og hvernig er bezt að forðast þá. Hvers konar atvinna mundi henta mér helzt? Hvernig er skapgerð mín? Vinsamlegast sleppið fæðingar- degi, mánuði, ári og stað. Með fyrirfram þökk, Dagfríður. Svar til Dagfríðar. Því miður reyndist ekki kleift að svara bréfi þínu í því blaði, sem þú óskaðir eftir, en ég vona að það komi að fullum notum þótt svarið berizt þér ekki fyrr en nú. Þú óskar sérstaklega eftir að getið sé um verri eiginleika þína, en þeir verða varla taldir alvarlegs eðlis. Þeir verða helzt taldir vera hin neikvæðu í forstofunni, svo lengi sem ég mundi. Ég hafði ekki ætlað mér að taka það, en ég mundi eftir hinum sprungna lin- oleumdúk og svo hafði ég bara skyndi- lega vafið það saman og tekið það með mér. Upphæðin fyrir leigubílinn hlaut að vera orðin geysihá, en ég neyddist til að skrifa miða til pabba og skýra honum frá því, hver hefði tekið hlutina. Elsku pabbi! Ég jór heim meðan þú varst úti til að þú slyppir við að hitta mig. Éf hef tekið nokkra hluti í nýja lierbergið mitt, sem er illa búið hús■ gögnum, að mestum hluta á ég þetta nema teppið og gluggatjöldin og nokkra smáhluti, sem þú munt ekki sakna. Ef þú vilt fá þá aftur eða ef þú vildir hafa samband við mig af einhverjum ástœðum, þá er heimilisfang mitt hérna. Ég las það yfir, sem ég hafði skrifað og skrifaði yfir heimilisfangið. Svo skrifaði ég það aftur efst. Ég gat ekki þolað hugsunina um það, að vera alveg sambandslaus við hann. Þegar ég sat í leigubílnum, hugsaði ég í fyrsta sinn um vini mína. Ég hefði að minnsta kosti átt að láta pabba vita, hvað hann ætti að segja, ef þeir hringdu. En svo fann ég til beizkju yfir því að mér hafði verið vísað á dyr. Það er hans sök, að ég er ekki heima, hugs- aði ég. Hann verður að ráða fram úr þessu eins og honum sýnist. Á leiðinni aftur til Fulham stanzaði ég til að kaupa mat og Ijósaperur. Ég var ánægð með sjálfa mig, sökum þess að ég hafði sigrazt á freistingunni og gladdist yfir hugsuninni um hið bág- borna herbergi, sem brátt átti að lag- færa. Það var fyrst þegar við stönzuð- um fyrir framan húsið og bílstjórinn sagði: áhrif sólmerkis þíns, sem er merki Tví- buranna. Þér mun hætta til að hafa helzt til mörg járn í eldinum og þannig verður þér of lítið úr verki. Það sem ætlast er til að fólk læri í lífinu, sem fætt er undir þessu sólarmerki er ein- beitni, þó ekki of mikil. Það sem ég á við er að gott er að hafa svo sem tvenns konar verkefni með höndum, en helzt ekki fleiri. Sólin er í tiunda húsi þannig að allar líkur eru til þess að þú eigir eftir að komast til talsverðra metorða í lífinu. Þegar geisli tíundahúss fellur í merki Tvíburanna eru meiri líkur fyrir að ævistarfið verði þannig að fremur þurfi andlegra og greindargóðra hæfileika við heldur en líkamlegan kraft. Alls konar skrifstofustörf mundu hæfa vel. Einnig mundi þér fara vel úr hendi að starfa f smásöluverzlunum, sérstaklega þeim sem selja bækur. Það rikir tiltölulega gott jafnvægi í skapgerð þinni og þú hefur ríkar til- hneieinpar til að hucsa mikið um hlut- ina og átt yf'”leitt auðvll með að gera þér grein fyrir öllum aðstæðum. — Er það hérna? — að lneysti mín, sem var byggð á sandi, hrundi til grunna. Þegar ég kom inn með síðustu birð- ina, kom ég auga á Doris. — Og hvað er þetta, ef ég má spyrja, sagði hún tortryggin. — Bara nokkrir hlutir að heiman, sagði ég. Hún beygði sig niður og þuklaði gluggatjöldin, sem voru mjúk og þykk og í fallegum litum. — Hvað er þetta? — Gluggatjöld, sagði ég. — Það eru gluggatjöld fyrir herberg- inu, það eru gluggatjöld í hverju einasta herbergi í húsi mínu. Hún virtist mjög móðguð. — Hvers vegna komið þér hingað með fleiri gluggatjöld, stóra þunga hluti eins og þetta? Þau draga bara að sér óþrifnaðinn það gera þau. Ég sleppti því, að segja, að það myndi mér líka og tautaði bara eitthvað um, að þau héldu hitanum inni. Hún stundi önuglega og byrjaði að skoða hitt drasl- ið. Lökin sluppu í gegn, en þegar hún tók upp eitt af vínglösunum, vöknuðu með mér slæmar grunsemdir. — Hvað ætlið þér að gera við þetta? — Drekka úr þeim, sagði ég og stillti mig. Hún hnussaði fyrirlitningarlega og sagði, að hún vildi ekki, að leigjendur drykkju í herbergjunum, og hvað ætti ég svo sem að gera við glös? Henni lík- aði ekki við gesti, sem heimsæktu hverj- ir aðra. Hún horfði á matvælin og sagð- ist vona, að ég eldaði ekki of mikinn mat, því að þá bærist þefur um húsið. Auk þess vildi hún ekki hafa veggina útataða í feiti. Svo uppgötvaði hún teppið. — Hvað er að því sem fyrir er?. Systir mín hefur saumað það með eigin Framh. á bls. 36. Máninn í ellefta húsi bendir til þess að þú eigir auðvelt með að eignast vini, en sá galli er á gjöf Njarðar að þeir standa sjaldan lengi við. Þú ættir því ekki að reiða þig um of á stuðning vin.“ þinna, því þeir munu flestir hverfa frá þér þegar þeir hafa fengið það út úr þér sem hægt er. Ég geri ráð fyrir að þér leiki forvitni á að vita hvenær líkur eru mestar fyrir giftingu. Það er á 21, og 22. aldursári þínu og þá verður um að ræða mann, sem er nokkru eldri heldur en þú og afstöðurnar benda til að hjónabandið gangi allt að óskum. Talsverðav horfur eru á því að þú eigir eftir "ð ferðast til útlanda í skemmtife ð Er> bað getur dregizt að úr því verði fram undir þrítúgs aMu>"- inn ... rx ej F/ _____II <i 1 >1 C

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.