Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 35
□TTD DG BRUÐUR SÆKDNUNGSINS írkHi Áætlun Ottós virtist hafa mistekizt gjörsamlega. Kveikt hafði verið í víkingaskipinu og eins og ráð var fyrir gert, og Norð- mennirnir höfðu yfirgefið kastalann til að reyna að bjarga skipi sínu. Ari og menn hans inni í kastalanum höfðu ekki getað náð í Karen, þar sem Eðvald og menn hans stóðu í vegi. Ottó og Danni höfðu verið teknir til fanga. ,,Við höfum handtekið tvo menn nálægt kastala okkar, herra Áki,“ sagði einn hermann- anna. Þessar fréttir fengu Ottó tii að gleyma augnablik kvöl- unum í öxlinni.. Kastali okkar! Þetta hlýtur að vera aðals- maðurinn, sem Sigurður Víkingur hafði rekið af landi sinu. Kannski, hugsaði Ottó, getur áætlun min heppnazt enn þá. „Mönnum yðar hafa orðið á mikil mistök," sagði Ottó brosandi." Þeir héldu að ég væri einn af Norðmönnunum, sem sátu um kastalann og skutu á mig. f raun og veru var ég bara að reyna að ginna víkingana frá kastalanum til að bjarga manneskju, sem þeir hafa í haldi þar.“ Hann beið skelfdur eftir svari Áka ... „Þú reynir að ginna Norðmennina frá kastaianum?" spurði Áki undrandi? „Og heppnaðist það?“ „Ég vona það,“ svaraði Ottó, og sagði söguna um bruna skipsins. „Svo að það ættu að vera fáir, ef nokkrir menn i kastalanum mínum núna,“ hrópaði Áki til manna sinna. „Ég ætti að geta tekið Sigurhæðir án bardaga." „Hvernig veiztu, að Norðmennirnir hafa farið til skips síns?“ spurði hann. „Ef þeir hafa það ekki þá væri mjög hættulegt að fara inn í kastalann." Ottó fylltist meðaumkun gagnvart þessum hugiausa manni. „Ef frændi minn og menn hans eru títki á þeim stað, sem við ákváðum að hittast, en hestar hans eru þar, þá hlýtur hann að vera í kastalanum og Norðmennirnir hljóta að vera farnir." „Við skulum fara strax, æpti Áki. „Áður en víkingarnir koma aftur.“ Ottó og Danni voru leystir og látnir hafa hesta sína aftur. Danni tók örina úr öxl Ottós og batt um sár hans eins og hann bezt gat. Stuttri stundu síðar lagði hópurinn af stað í átt að ..Sigurhæðum" undir leiðsögn Ottós og Danna ... Fáfnir hafði einnig verið kyrr á „Sigurhæðum." Hann var alveg áhugalaus um örlög víkingaskipsins... Völd og auður voru aðalmarkmið hans í lífinu og þessu var hann öruggur með að ná, ef hann gæti gerzt milligöngumaður, milli hinna huglausu og aðalsmannanna og Norðmannanna. Ef Sigurður Víkingur og mennirnir, sem hann b.jóst við að kæmu á hverju augnabliki, ákvæðu að taka málin í eigin hendur, þá myndi honum Fáfni vera ofaukið. Þetta varð að hindra, hvað, sem það kos-taði „Eí Áki eyðileggur ekki allt," tautaði Fáfnir fullur fyrirlitningar. Hann ákvað að hann yrði að fara strax, því að hann mátti engan tíma missa. Skyndilega heyrði hann daufan hávaða i íjariægð. „Það hljómar eins og eitthvað sé að,“ tautaði hann og helt í áttina til hávaðans. Hann komst brátt að því, að innrásar- iiðið, sem hann mætti væri þarna komið til að taka Karen .. . og að eldurinn hefði aðeins verið kveiktur til að fá liðið út ur kastalanum. „Ef Karen kemst undan, mun Sigurður ekki hlusta á mig lengur," urraði Fáfnir um leið og hann þaut til herbergis Karenar. Skömmu síðar birtist hann og rak óttaslegna ''t”'k- una á undan sér með rýtinginn við bak henna^ «í5 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.