Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Qupperneq 6

Fálkinn - 16.03.1964, Qupperneq 6
Um þéringar. Kæri Fálki. Það hefur mikið verið rætt og ritað um þéringar hin síðari ár og margt komið fram í því máli. Þeir munu miklu fjöl- mennari, sem vilja leggja niður þéringar enda hafa þeir sterk- ari rökin sín megin í þessu máli. Þar sem mér finnst aldrei of mikið skrifað um þetta mál til þess að kveða þéringamenn í kútinn þá vil ég leggja hér nokkur orð í belg og segja eina sögu í leiðinni. Um daginn var ég á ferð í höfuðborginni og fór þá m. a. í verzlun eina. Þar afgreiddi mig ung stúlka, mikið máluð og með uppsett hár eins og þær eru gjarna. Auk þessa hafði hún greinilega tekið miklu ást- fóstri við tyggigúmmið sitt og lagði sig alla fram til að kjamsa og smjatta á því. Þessi aum- ingja stúlka hefur sjálfsagt ætlað að sína mér fyllstu kurt- eisi enda líklega verið fyrir- skipað af yfirmönnum sinum að sýna viðskiptavinum sínum fyllstu kurteisi. Einn liðurinn í þessu hjá stúlkunni var að þéra mig. Það hefði hún átt að láta ógert bæði vegna þess að það vil ég síður — en auðvitað vissi hún það ekki — og eins vegna þess og það varðaði okkur; hún kunni ekki að þéra. Áranguri- inn af þessu basli hennar varð sá að hún þúaði og þéraði í öðru hverju orði. Þetta varð heldur leiðinlegt á að hlýða. Ég segi þessa sögu af stúlk unni aðeins til að sýna þann hrærigraut, sem er í þessum efnum núna. Þéringar er gamall arfur, sem við ættum tafarlaust að leggja niður. Hér á landi er sem betur fer lítill stéttarmunur og þess vegna óþarfi að vera að burðast með þennan óþverra. Áður en ég læt lokið þessu spjalli mínu vildi ég ræða nokkuð um blaðið. Mér hefur oft fundist það gott hjá ykkur og vona að svo verði í fram- tíðinni. Svo ég ræði sérstak- lega um síðasta blað þá fannst mér greinarnar um Reynis- hverfi og minkaveiðarnar mjög skemmtilegar. Forsiðan af kap- ellunni á Núpsstað þótti mér góð, ein sú bezta. Að svo mæltu sendi ég ykkur mínar beztu kveðjur. Maður að norðan. Svar: ÞaO er meO þéringar eins og, bjórinn aö sitt sýnist hverjum. Þetta mál liefur mikiö veriö rcett hér í Pósthólfinu áöur, og sjálfsagt veröur einhver til aö svara þessu bréfi manns aö noröan. Um umferðina. Kæri Fálki. Vegna greinarinnar um um* ferðina vildi ég gjarnan segja nokkur orð um þetta sama mál. Nú er mikið um það rætt hér á landi taka upp hægri- handarakstur. Svona breyting mun kosta okkur stór fé og að mínu áliti er hún óþörf. Það er hægt að gera ýmislegt annað í þessum efnum en þetta. Hvernig væri t. d. að borgar- stjórnin léti setja upp bið- skyldumerki eða stanz merki á hverju götuhorni í borginni. Þessar vangaveltur um hver á réttinn á götuhornunum þegar engin merki eru er sveitalegar og á ekki að eiga sér stað, nema kannski á hestaslóðum uppi á fjöllum. Ástandið er alveg voðalegt eins og t. d. á götum eins og Langholtsveginum, Rauðarárstíg, Sogavegi og fleiri stórgötum hér í borginni. Hinir gangandi hegða sér oft mjög illa í umferðinni. Einkum á þetta við eldra fólk. Það æðir út á götuna án þess að líta til hægri eða vinstri og ætti það þó að vita betur í þessum efn- um. Skólarnir eru eitthvað að reyna að kenna börnunum um- ferðarreglurnar en það hlýtur auðvitað að ganga misjafnlega vegna framkomu hinna full- orðnu í þessum efnum. Það dugir ekki að segja við börnin svona eigið þið að ganga og þetta eigið þið að gera, en brjóta það svo sjálfur svo börn- in sjái til. Það verður að byrja á þeim fullorðnu í þessum efn- um, annars náum við aldrei ár- angri. Að lokum vildi ég taka það fram að um margt er ég ekki sammála höfundi greinarinnar, sem ég nefndi áðan. Mér finnst margt í þeirri grein, sem ekki fær staðizt. Með beztu kveðjum r. e. : Um bjórinn. Háttvirti Fálki. Það hafa í undanförnum Póst- hólfum alltaf verið að birtast bréf um svokallað bjórmál og hefur þar eins og við mátti búast sýnst sitt hverjum. Fyrir mér liggur þetta mál ákaflega ljóst fyrir. Það kemur ekki ann- FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.