Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Síða 8

Fálkinn - 16.03.1964, Síða 8
r Ég meikaði mig í framan, málaði á mér varirnar, túber- aði á mér hárið. Ég fór í sparikápuna og setti á mig fína rauða hattinn. Svo hljóp ég út á strætis- vagnabiðstöðina. Ég fór beint á afgreiðslu Vísis og setti auglýsingu í smá- auglýsingarnar þar. Það er nefnilega skolli gott að auglýsa í Vísi. Ég hef mikla reynslu af því síðan ég var að selja og kaupa barnavagna. Ég ætlaði nefnilega aldrei að eignast börn í bráð og því seldi ég alltaf vagriinn, þegar ég fékk mér kerru. Enda átti ég fjóra vagna handa fimm börnum. Ég var ekki í neinum vafa um það, hvernig auglýsingin ætti að hljóða: Handsnúinn halíukrani ósk- ast. Verður að vera lítill. Það voru engin vandræði r.ieð svona stórar svalir. Ég gat sem bezt fengið mér þvotta- körfu og nylonreipi og hífað alla hrúguna upp. Hvað munaði mig um fáeina vöðva í viðbót? Ég á hvort eð er bara handsnúna saumavél. Strákunum leizt vel á þessa hugmynd. Þeir urðu satt að segja stórhrifnir, þegar ég sagði þeim frá henni. „Heldurðu að það komi ekki blaðamenn og taki af okkur myndir þar sem við svífum í loftinu?“ spurðu þeir. Ég mátti svo sem vita það að þeir gengjust upp við eitt- hvað álíka. Ég man eftir því, þegar ég gekk með litlu stelp- una. Þá sagði Gísli við mig: „Mamma, heldurðu það yrði ekki gaman ef þú ættir kettling í staðinn fyrir barn?“ „Nei,“ sagði ég og varð skelf- ingu lostin. „Já, en mamma hugsaðu þér. Þú yrðir fræg. Þú kæmist í öll blöðin!“ Ég hef aldrei verið mikið fyrir frægðina — sennilega var það til að losna við blaðaum- talið, sem ég átti barn en ekki kettling. Strákarnir hafa að minnsta kosti ekki fundið betri útskýr- ingu. Elsku maðurinn minn hló hinsvegar. „Það svarar enginn svona fáránlegri auglýsingu,“ fussaði hann. Og því miður hefur elsku maðurinn minn alltaf á réttu að standa. Minnsta kosti þegar ég er annars vegar. 4. kafli. Maðurinn á móti. Ég á eftir að lýsa fyrir ykkur fólkinu, sem byggir blokkina mína ásamt mér. Sjálfri mér þarf ég ekki að lýsa. Maðurinn, sem býr á móti mér er svolítið skrítinn. Hann er einn af þessum mönnum, sem aldrei horfir í augun á manni. Eiginlega horfir hann alltaf á tærnar á skónum sínum. Fyrst hélt ég að maðurinn á móti væri óframfærinn, en svo komst ég að því að það er ekki rétt. Hann er lífhræddur. Ég veit ósköp vel, að það hljómar einkennilega að segja að maðurinn stari alltaf á skóna sína vegna þess eins að hann er lífhræddur maður, en það er samt satt. Þessi maður, sem heitir Jón G. Jónsson hefur nefnilega verið hræddur við að vera líf- hræddur síðan hann var smá- patti og börnin í hans bekk gerðu grín að honum fyrir líf- hræðsluna. Þess vegna hefur hann gert sitt bezta til þess að halda þessu leyndu fyrir öllum og þá ekki sízt fyrir konunni sinni, sem þolir ekki veikt fólk. „Það svarar enginn svona fáránlegri auglýsingu.“ Svona sífelld hræðsla veldur vitanlega taugaveiklun og aum- ingja Jón G. Jónsson hagaði sér eins og fleira taugaveiklað fólk. Hann reykti tvo til þrjá pakka af Camel á dag. En svo las hann í Vísi, að það væri sama sem sjálfsmorð að reykja sígarettur. Pípur eru hinsvegar hættulausar. Jón G. Jónsson fór að reykja pípu. En fólkið í henni veröld er illa innrætt. Allir stríddu aum- ingja Jóni á því að hann væri svo hræddur við lungnakrabb- ann að hann þyrði ekki að reykja Camel. Og Jón var hræddur við að fólk áliti að hann væri hrædd- ur við að reykja Camel. Þetta var heljarmikill víta- hringur. „Ég reyki til að spara,“ sagði Jón G. Jónsson. Og svo settist hann niður og velti því fyrir sér, hvernig hann gæti bezt sannað að hann reykti pípu til að spara. Svarið lá vitanlega í aug- um uppi. Hann varð að sýna það í verki. Það var til dæmis alveg upp- lagt að reykja stubbana, sem konan hans henti í öskubakk- ana. Það myndi ekki spara svo lítið. Og eftir þetta sáust aldrei sígarettustubbar f öskubökk- unum hans Jóns G. Jónssonar. Þar sást aðeins aska, eld- spýtur og bréfmiðar. Þetta varð hreinasta árátta á honum Jóni. Ef litla dóttir hans henti tveim stubbum í

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.