Fálkinn - 16.03.1964, Qupperneq 19
þess að leita skjóls.
Margir urðu illa úti af
kalsárum og oftlega
varð að taka hendur
og fætur af þeim sem
harðast voru leiknir,
skurðtækin ekki önnur
en rýtingur og skæri,
vitaskuld var engin
leið að deyfa eða svæfa
sjúklinginn, þó heyrð-
ist enginn æmta né
skræmta, það var talin
skömm að kveinka sér.
í minni herdeild
voru 1600 manns, þar
af voru 284 stúlkur.
þær urðu að vinna öll
sömu verk og karl-
mennirnir, stóðu við
hlið þeirra í eldlín-
unni unz yfir lauk og
auk þess urðu þær að
vinna öll störf sem
ætluð eru kvennmönn-
um, gera við fata-
garma, elda og sjóða,
útvega í matinn. Þegar
stríðinu lauk eftir 4
ár, þá vorum við 41
stúlka, sem eftir lifð-
um, hinar voru falln-
ar . ..
Börn og unglingar
sóttu mjög að komast
í flokk skæruliðanna
í heimaþorpi mínu komu
ítalskar hersveitir fyrstar á
vettvang í stríðsbyrjun og
hernámu héraðið. ítalir voru
litlir hermenn en miklir á
lofti og höfðu viðhöfn í flest-
um hlutum. Á morgni hverj-
um þrömmuðu þeir um bæ-
inn með lúðrablæstri og
námu staðar á aðaltorginu
þar sem þeir drógu að hún
ítalska fánann og hljóm-
sveitin lék hergöngulög
meðan athöfnin fór fram
með pomp og prakt.
Nokkrir drengir tóku sér
stöðu fyrir framan hljóm-
sveitina, sakleysislegir á
svip og sugu sítrónur, virtu
fyrir sér það sem fram fór.
ítalirnir ömuðust alls ekki
við drengjunum, voru þvert
á.'móti kátir og glaðir yfir
þeim áhuga, sem þeir sýndu.
En í miðjum klíðum fór
músikin öll út um þúfur,
lúðrablásturinn varð falskur
og lognaðist út af, ítalirnir
komu ekki upp nokkru pípi
úr hljóðfærunum. Þeir botn-
uðu ekkert í því hvernig á
þessu stóð og það fór á sömu
lund tvo morgna í röð.
En þriðja morguninn höfðu
starf okkar fólgið í því að
kenna þeim og leiðbeina, veita
þeim almenna menntun. Við
settum víða upp skóla og reynd-
um að veita börnunum þann
yl, sem þau þörfnuðust eftir
ástvinamissinn.
Við bjuggum við stöðuga
hættu og áttum sífellt á hættu
að missa lífið. Þó var það ekk-
ert hjá því að falla lifandi í
hendur óvinanna. Einkum fyrir
okkur stúlkurnar, við vissum
hvað beið okkar... Ég sá
hrottalega leikin lík ungra
stúlkna sem gripnar höfðu ver-
eigingirni viku fyrir samhjálp
og félagsanda.
Og ekki má gleyma hlut-
verki unglinganna. Þeir gerðu
sér að vísu enga grein fyrir
gangi heimsmála, þau vildu að-
eins gera sömu hluti og full-
orðna fólkið. Þau urðu brátt
snillingar í því að leika á Þjóð-
verjana, komust í samband við
fólk sem átti að flytja í fanga-
búðir, færðu þeim matarpakka
og seldu frímerkjasöfn sín til
að kaupa vistir handa skæru-
liðum. Það voru engin takmörk
fyrir uppátækjum þeirra.
ið af Þjóðverjum og svívirt-
ar áður en þær voru skotnar.
Ég særðist eitt sinn og var
skilin eftir ein míns liðs,
um annað var ekki að ræða
mörg dægur bjó ég við stöð-
ugan ótta um að Þjóðverj-
ar fyndu mig og þá yrði ekki
að sökum að spyrja.
Við horfðumst í augu við
dauðann dag hvern í fjögur
ár. Það varð þó ekki til að
buga okkur, þvert á móti,
beztu eiginleikarnir komu í
ljós og með okkur myndaðist
órjúfandi tengsl bræðralags
og samvinnu. Sérhyggja og
og þau komu að miklu
liði. Það var eftirtekt-
arvert að börn sem
misst höfðu foreldra
sína af völdum stríðs-
ins, og ef til vill þurft
að yfirgefa brennandi
heimili sitt, þau komu
flest á okkar fund. Við
tókum þeim vel enda
urðu þau að miklu
gagni við ýmis störf
og öðrum þræði var
þeir komizt að raun um hvr 1
ósköpunum olli og þá voru
strákarnir teknir og hýddi \
Þegar hljómsveitarmenr.-
irnir horfðu á strákana sjúga
sítrónurnar fóru munnvatns-
kirtlar þeirra sem sé ósjálf-
rátt að starfa og framleiddu
svo mikið munnvatn að þeir.i
var ókleift að blása í lúó -
ana!
Ég minnist þess einn ;
þegar Önnur alþýðuhersve t
skæruliða átti afmælisda ;,
hátíðahöld fóru fram í því
tilefni í bænum Durvar cg
Tító marskálkur var sjálf-
ur viðstaddur, framkvæmdi
liðskönnun og tók v ð
skýrslu frá foringjum her-
sveitarinnar um ástand
hennar og afrek. Þorpið
stendur í hringlaga kvos og
eru ávalar hæðir og ásar
allt um kring. Þegar athöfn-
in stóð sem hæst verður
vart við þéttan mannhring
upp á hæðunum. Okkur datt
strax í hug að óvinirnir
væru komnir á vettvang og
njósnaflokkur var sendur á
vettvang.
En þarna voru þá drengir
í hundraðatali, vopnaðir tré-
byssum og öðrum tiltækum
vopnum. Þeir höfðu sem sé
myndað sína eigin hersveit
og áttu raunar afmælisdag
og þarna fór einnig fram
liðskönnun og alit tilheyr-
andi. Það varð úr að
drengjahersveitin marséraði
niður í þorpið og Tító sjálf-
ur tók við skýrslu af for-
ingjanum, þeir settust að
hátíðaborðhaldi með full-
orðna fólkinu og það varð
mikið um dýrðir.
Þegar frú Stana Tomase-
vic hafði sagt okkur frá
þátttöku sinni í skæruhern-
aðinum vék hún lítilsháttar
að högum lands síns eftir
stríðið. Þá var ekki fallegt
um að litast í Júgóslavíu.
Landið var lítið annað en
rjúkandi rúst, Þjóðverjar
höfðu sprengt upp allar
brýr, eyðilagt alla vegi, jafn-
að við jörðu 65 af hverj-
um 100 byggingum, brennt
skjalasöfn og skilið listasöfn
eftir í ljósum logum. Þó var
þetta efnalega tap lítið hjá
því afhroði, sem þjóðin hafði
goldið í blóði.
— Blómi þjóðarinnar
hafði fallið, segir frú
Tomasevic, menntamenn,
iðnverkamenn og námsfólk.
Þeir höfðu jafnan staðið í
eldlínunni, verið í fylkingar-
brjósti og orðið að láta lífið.
Bezta fólkið féll, við sem
Framhald á bls. 28.
FÁLKINN 19