Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Side 21

Fálkinn - 16.03.1964, Side 21
einbeitt sér og hún fékk sér snarl og fór síðan út í búð til að reyna að ná í viðgerðarmann til að gera við viftuna. Þegar hún kom aftur uppgötvaði hún að smóking-skyrtan hafði gleymzt og hún varð að gera sér aðra ferð með hana og kom titrandi af kulda til baka. XXX Allt virtist leggjast á eitt til að knýja hana til að taka tilboði Tims. Ekki hafði hún ennþá minnzt á það við Jónatan tilefnið hafði ekki gefizt enn. Beizk og bitur rétti hún út hendina eftir símanum. Ef hún gerði út um málið sjálf upp á eigin spýtur yrði Jónatan að fallast á hugmyndina. Hann mundi aðeins vinna við það, því hún yrði glaðari og ánægð- ari í sambúð eftir en áður. En þá minntist hún þess að síminn var í ólagi. Brátt mundi Jane koma aftur, hún hefði rétt tíma til að fara út og biðja um viðgerðarmann og flýtti sér á reiðhjóli. Húsið skildi hún eftir ólæst. Næsti almenningssími var líka í ólagi svo ekki var um annað að ræða en fara á pósthúsið. Það voru langar biðraðir fyrir framan öll símahólfin en loks kom röðin að henni. Það kom í ljós að ekki yrði hægt að fá gert við símann strax. Það hafði syrt í lofti og himininn var ógnandi. Ef hún hefði heppnina með sér gæti hún náð heim áður en Jane kæmi. En óheppnin elti hana, umferðin tafði svo fyrir henni og þegar hún loks sveigði inn á götuna þar sem þau bjuggu heyrði hún ásakandi háa rödd sem kallaði: — Mamma! Mamma! Hvað er orðið af þér? Jane stóð við dyrnar og grét. Sue stökk af baki og faðmaði barnið að sér, sem farið var að hágráta. Það hristist af ekka- sogum og kulda, og hjúfraði sig að mömmu sinni. — Hvar varstu mamma? Inni var allt í myrkri og þú varst hvergi nokkurs staðar! Ég hélt að búið værí að ræna þér. Hún gat ekki að sér gert að brosa og spurði: — Hver held- urðu að léti sér detta í hug að ræna mér! — Það var alveg eins og í sjónvarpinu! Dyrnar opnar og þú hvergi. Þú ert vön að læsa. — En hér er ég heil á húfi, ástin mín litla, við skulum koma inn og hita okkur bolla af tei. XXX Það leið á löngu áður en Jane jafnaði sig. Sue hugleiddi hversu þungbært það yrði fyrir barnið að koma að tómum kofanum daglega úr því það fékk svona á hana í eitt skipti. Svo datt henni í hug að hún yrði að fá einhvern til að hugsa um litlu telpurnar tvær. Kannski frú Brand gæti hugsað um þær þar til hún kæmi heim úr vinnunni? Samt sem áður vék efinn ekki úr huga hennar. Nú var Jane búin að ná sér. — Komdu og hjálpaðu mér að hreinsa arininn svo við getum látið loga glatt þegar pabbi kemur heim. Brátt logaði glatt í arninum og eldurinn kastaði birtu yfir gljáfægð húsgögnin. — Svona, nú skulum við hafa sérlega gott í dag og drekka teið hér inni. Teið var tilbúið þegar Carol kom inn blá af kulda. Sue sá það af brjóstviti sinu að eitthvað bjátaði á en hún var nógu vel gefin til að spyrja einskis, vissi að dóttirin mundi trúa henni fyrir erfiðleikunum nógu snemma. Komdu inn, barnið mitt og taktu af þér skóna og fáðu þér te með okkur við arininn. Að öðru jöfnu hefði hún æpt af gleði en þess í stað af- þakkaði hún kurteislega og kvaðst enga matarlyst hafa. Allt í einu flóðu augun í tárum, svo þaut hún í fangið á Sue. — Það er Tahy, það er komin ný stelpa og nú vill Tahy ekkert með mig hafa lengur! Sue strauk hana um kollinn og minntist þess hvað þvílík vinslit gátu valdið sárum kvölum á þessum aldri. — Veiztu bara hvað! Ef vinur manns yfirgefur mann, þá eru þeir ekki þess virði að vera vinur manns og þá er bara gott að vera laus við þá. — En mér líkar vel við Tahy, sagði telpan og grúfði sig í fang mömmu sinnar, en mér finnst svo gott að hafa þig, Framhald á bls. 28. \-y\ ■- ■' ; ' •• <** ^W, ■ || II :/•■ ■■■

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.