Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Side 23

Fálkinn - 16.03.1964, Side 23
IMokkur sundurlaus orð um mannskeppnuna á mælikvarða eldgosa og eldgos á mælikvarða mannskepnunnar Mannskepnan þykist hafa búið tryggilega um sig á jörðinni þau milljón ár sem hún hefur dreift sér hér um hagana. Við búum ekki leng- ur í hellum og holum, ofur- seldir duttlungum höfuð- skepna og höfum ekki leng- ur reiða guði yfir höfðum okkar. Járnbent steinsteypa og tvöfalt kúdógler veitir okk- ur ákjósanlega einangrun og vörn gegn mislyndum veðurguðum, bóingþotur og hundrað hestafla bjúkkar hafa brúað þær fjarlægðir, sem áður voru óyfirstígan- legar, vítamín og hormónar, sjúkrasamlög og skóhlífar eru okkar líftrygging og samkomulagsumleitandi stjórnmálamenn hafa leyst guðina af hólmi. Hafragrauturinn okkar er tilbúinn á réttum tíma og morgunútvarpið minnir okk- ur á staðfastleik nútíma- þjóðfélags, allt fylgir sett- um reglum og fyrirfram ákveðnu kerfi, hvort sem í hlut eiga strætisvagnar eða verðbólgan. Mikið hefur maðurinn á sig lagt til þess að búa sér þennan þægilega, örugga, sjálfstýrða heim. Það er langt um liðið frá því við nöguðufn trjábörk og áttum í höggi við villidýr með beinflísar einar að vopni. Nú er wiltons gólfteppi undir fótum og tiu ára garantí á öllum hlutum. Og þá skyndilega opnast jörðin og glóandi eldur og eimyrja vellur úr iðrum hennar, jarðskurnin titrar og eldingar leiftra í skýjum,, leikur hár hiti um himinn sjálfan. Það kemur kannski stanz í mannskepnuna þar sem hún er að festa flibbahnappinn fyrir framan spegilinn; þvílík tíðindi virðast ættuð úr forneskju og lítið eiga skylt okkar nútímaþjóðfélagi þar sem allt fæst með af- borgunarskilmálum. Við erum minnt á þá óþægilegu staðreynd að maður- inn er þrátt fyrir allt ekki nema spendýr, að mestu farið úr hárunum og orðið illa tennt, rófulaust spendýr sem fyrir einhverrar fordildar sakir hefur farið að ganga upprétt á tveimur fótum. Við höfum ekkert garantí upp á lífstíðarábúð mannkynsins hér á jörðu, herra jarð- Mökkurinn rís hratt og þykknar óðum. 23 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.