Fálkinn - 16.03.1964, Page 26
Heimskunn rödd er þögul í
dag. Negrasöngvarinn Paul
Robeson, sem fyrir áratug eða
svo var einn frægasti söngvari
heimsins, er í dag gamall, von-
svikinn og fátækur maður. Líf
Paul Robeson er ekki hvað sízt
ömurlegt vegna þess, að kyn-
bræður hans, negrarnir, sem
hann hefur barizt fyrir, hafa
brugðizt honum.
— Menn hafa kveðið dóm-
inn upp yfir mér, án þess að
gefa sér fyrst tóm til þess að
hlusta á, hvað ég hafi fram að
færa, sagði Paul Robeson í við-
tali í Lundúnum fyrir nokkru.
— Allir hinir hvitu íbúar
Bandaríkjanna fordæma mig
og kynbræður mínir láta sig
örlög mín engu skipta.
Árið 1947, fyrir aðeins 17
árum, hafði Paul Robeson 100
þúsund dollara á ári fyrir söng
sinn. Þegar árið 1951 höfðu
tekjur hans lækkað niður í
2000 dollara á ári — og í dag
lifir hann næstum eingöngu af
ölmusu. Svo ömurleg eru örlög
mesta negrasöngvara samtíða.r
okkar, Maðurinn, sem söng
„01 Man River“ og túlkaði
Othello Shakespeares svo
snilldarlega, lifir nú skugga-
megin í þjóðfélaginu. Að baki
hans er sundurtætt frama-
braut.
Hvers vegna fór þetta
svona? Hvað gerði Paul Robe-
son svona skakkt?
Paul Robeson var leysingja-
sonur. Hann stundaði nám við
Rutgers háskólann og var' þar
í hópi dugmestu nemenda.
Hann var einnig í fremstu röð
á íþróttavellinum. Ánð 1918
var hann settur í bandaríska
fótboltalandsliðið, en það var
heiður, sem engum negra hafði
fyrr hlotnazt. Ef Paul Robe-
son gerði eitthvað ,,rangt“ á
þessum árum, þá var það að
vera jafn stoltur og viljafastur
og hann var.
Að loknu háskólanámi var
Robeson einhver mest umtal-
aði og dáði maður kynstofns
síns. Hollywood yfirbauð sjálfa
sig til að trygsrja sér bassa-
baryton rödd hans og honum
græddust milljónir dollara með
árunum.
En í dag, árið 1964, er þessi
sami Paul Robeson niðurbrot-
inn maður. Maður hefur aðeins
samúð með þessum manni, sem
margir telja að hafi orðið
fórnardýr hinna öfgafyllstu
hægrimanna í Bandaríkjunum.
En Robeson telur að hann hafi
fyrst og fremst verið svikinn
af sínum eigin kynstofni. Leið-
togar blökkumanna í Banda-
ríkjunum brugðust honum,
þegar hann barðist hvað ákaf-