Fálkinn - 16.03.1964, Side 28
Búið ■ blokk
Frarahald al bls. 9.
Þau eru bæði í K.F.U.M og
ákaflega trúuð þó þau taki orð
biblíunnar ekki jafn bókstaf-
lega og ég. Þau eiga að minnsta
kosti ekki nema tvö börn.
Það vill oft verða með þriín-
ar konur að þær hafi gaman
af að tala um náungann.
' Það hefur þessi kona líka.
Ég hef meira að segja frétt
sögur um mig eftir henni frá
Ameríku og mér finnst reglu-
lega vel af sér vikið að hafa
svo víðtæka fréttaþjónustu.
Ef Reuter hefði ekki hætt að
skipta við Moggann hefði ég
bent henni á að leita þangað
um atvinnu. Hún hefði áreiðan-
lega unnið sér inn stórfé.
í hvert einasta skipti, sem
einhver gestur fer héðan frá
mér opnar blessuð þrifna konan
dyrnar sínar.
Alltaf hefur hún eitthvað
yfirskyn. Stundum er hún jafn-
vel að henda hálffullri mjólkur-
hyrnu klukkan hálftvö að
nóttu til.
Það er alveg sama hve vand-
lega ég brýni fyrir gestunum
að ganga vei um til að vekja
ekki þessa svefnstyggu og
vinnusömu konu. Henni tekst
að hafa andvara á sér samt.
Sennilega er blessuð konan
rétt að ljúka við að hreinsa
í stofunni hjá sér svo ekki sé
allt i skít, þegar hún vaknar
morguninn eftir.
Það veldur sjálfsagt svefn-
leysi líka að vera kattþrifin.
Ég veit það því miður ekki,
þvi eins og hún móðir mín
segir er ekki beint hægt að
kalla mig sóða en nostursöm
er ég ekki.
Ég sef líka alltaf mjög vel.
Framhald i næsta blaði.
*
A yztu nöf
Framh. af bls. 21.
ég veit þú ferð aldrei frá mér
Aldrei! Og hvernig mundi
Carol finnast ef mamma færi
frá henni daglega?
XXX
Stuttu eftir klukkan sex
þegar Sue var að undirbúa
kvöldverðinn var hringt dyra-
bjöllunni.
•— Nú hefur pabbi gleymt
lyklinum, sagði hún við Carol,
sem var að lesa lexíui’nar sín-
ar.
En þegar Sue opnaði stóð á
þröskuldinum magur og þung-
lyndislesur maður.
28
— Ó, það ér herra — Jack-
son, ekki satt?
Hún minntist hans óljóst sem
eins of arkitektunum í fyrir-
tæki Jónatans.
— Komið þér inn, það er
svo kalt úti. Ég er hrædd um
að Jónatan sé ekki komkin
aftur. ViJjið þér tala við hann?
Jacksoa kom innfyrir.
— Nei, ég er eiginlega með
skilaboð frá honum. Hann gat
ekki hringt af því síminn var
bilaður og af því ég á leið
íramhjá þá bað hann mig að
skila þvi að hann kæmi ekki
fyrr en klukkan átta. Hann er
upptekinn við áríðandi störf.
—Fallega gert af yður að
koma.
Jackson gægðist inn um
stofudyrnar þar sem arineldur-
inn logaði.
— En notalegt!
— Viljið þér ekki koma og
verma yður við eldinn?
Kannski hafið þér lyst á sjerrí-
glasi ef þér hafið tíma.
— Tja, takk fyrir. Ég er
ekki að flýta mér. Konan
kemur ekki heim fyrr en eftir
klukkutíma.
Hann fylgdi á hæla henni
inn í stofuna, settist og leit í
kringum sig:
— Notalegt hús, ha? Maður-
inn yðar er bráðsnjall arkitekt
og þetta er svo skemmtilega
nýtízkulegt og þó svo heimilis-
legt! Hér er andrúmsloft. En
það veltur allt á íbúum húss-
ins, ekki satt?
Þau röbbuðu saman um hitt
og þetta þar til hann drattaðist
silalega á fætur og þótti sýni-
lega fyrir því að fara.
xxx
Jónatan kom heim rúmlega
átta og hún heyrði fótatak hans
í ganginum. Hann bókstaflega
stökk inn í eldhús og greip
utan um konuna sína og sveifl-
aði henni í kringum sig.
— Guði sé lof! hrópaði hún
og náði varla andanum. Hvað
hefur eiginlega komið fyrir?
Hún hafði ekki séð þennan
gálinn á honum í marga mán-
uði.
Jónatan sleppti henni og
barði á brjóst sér.
— Má ég kynna hinn nýja
hluthafa í fyrirtækinu Pric-
hett, Knox og Merritt!
— Æ, Jónatan! er það svona
dásamlegt?
— Þú veizt, teikningin af
stóru blokkinni sem á að standa
í nýja framtiðarbænum, þeim
leizt svo vel á hana að þeir
hafa boðið mér hlut í fyrir-
tækinu og auka við það nafni
mínu.
Sue faðmaði hann að sér.
— Æ, Sue, sagði milli koss-
anna, — veiztu að þetta er allt
saman þér að þakka!
— Ég? Sue leit steinhissa á
hann.
— Auðvitað! Nú veiztu hvers
vegna ég hef verið þurr á mann-
inn og þögull síðustu mánuðina.
Ég hef beðið í ofvæni eftir
því hvernig málum mínum
reiddi af og varla á heilum
mér tekið. Allt þetta hefur þú
umborið með þögn og þolin-
mæði og sýnt mér einstakt um-
burðarlyndi. Ég hefði aldrei
haldið það út ef þú hefðir ekki
verið þannig stoð mín og stytta!
Sue roðnaði af tilhugsuninni
um hvað gerst hefði ef hún
hefði einmitt nú stigið örlaga-
skrefið.
— Veslings Jackson hefur
fært þér skilaboðin?
— Jú, en hvers vegna „vesl-
ings“ Jáckson?
— Jú, því hann kemur á
hverju kvöldi í auða tóma
íbúð, konan hans er sölustjóri
við eitthvert fyrirtæki og það
mundi leggja feril hennar í
rúst ef hún þyrfti að sinna
heimilisstörfunum. Hann vildi
gjarnan eiga börn en það kæmi
í veg fyrir frama hennar. Sam-
keppnin er hörð.
Hann lyfti höfði hennar blíð-
lega og leit í augu hennar:
— Æ, Sue, ósköp er ég
hamingjusamur.
Hún hallaðist að honum og
andvarpaði. Nú væri loku fyrir
það skotið að hún tæki upp
vinnu utan heimilis, gat nokkuð
verið sælla en það að snúast
í litlum heimi þar sem maður
var nauðsynlegur og elskaður?
— Það ert ekki bara þú sem
ert heppinn, ástin mín, sagði
hún.
Horfst í augu
Framhald af bls. 19.
eftir lifum vorum aðeins meðal-
menn.
Og okkar beið óþrotlegt
verkefni að reisa landið úr
rústum og koma nýrri skipan
á. Miklar framfarir hafa orðið
í landinu frá stríðslokum og þó
eigum við enn margt ógert. Á
skammri stundu urðum við að
iðnvæða landið og betrumbæta
skólakerfið. Nú stunda 160 þús-
und stúdentar nám við háskóla
og verkamönnum sem ekki
hafa tekið stúdentspróf er gert
kleift að stunda háskólanám,
svo fremi þeir standist inntöku-
próf. Iðnaður hefur þróast og
dafnað í Júgóslavíu en land-
búnaðurinn er enn miklu frum-
stæðari og á langt í land tp
að vera samstiga iðnaðinunj.
Það er langt í frá að við séum
ánægð með kjör fóíksins, þótt
unnið sé að því öllum árum að
bæta þau.
Landinu er skipt í sex lýð-
veldi, Serbíu, Króatíu, Sló-
veníu, Bosníu og Herzegóníu,
Svartfjallaland (Montenegro)
og Makedóníu. Tala má um
fimm mismunandi þjóðerni
innan Júgóslavíu og má því
gera sér í hugarlund að til
þess þarf snjalla stjórn að sam-
stilla átakið. En styrjöldin
kenndi fólkinu að standa
saman. Helmingur þjóðarinnar
játast undir grísk-orþódoxa trú,
35 af hundraði eru rómversk-
kaþólskir og 15 af hundraði
aðhyllast múhameðstrú.
Við kveðjum frú Stana Tom-
asevic og þökkum henni viðtal-
ið, hún er á förum til Noregs
þar sem hún hefur aðsetur sitt
sem sendiherra. Fáir eða engir
sendifulltrúar erlendra ríkja,
er heimsótt hafa ísland hafa
vakið eins almenna athygli og
frú Tomasevic, þann stutta
tíma, sem hún dvaldist hér á
landi. Það er ekki eingöngu
vegna þess að hún er kona, ekki
heldur eingöngu af því að hún
á að baki óvenjulegan æviferil,
hún býr yfir persónulegum
töfrum sem kynsystur hennar
mættu öfunda hana af. Hljóð-
lát og prúð í fasi, kvenleg og
þokkafull, hún ber það ekki
með sér að hún hafi um fjög-
urra ára skeið farið með byss-
ur og morðtól. Og þó . .. í
augum hennar bregður stund-
um fyrir hörðum glampa meðan
hún segir sögu sína . ..
iiiAimi
DAGUR
er víðlesnasta blað,
sem gefið er út utan
Revkiavíkur.
BLAÐIÐ DAGUR,
Akureyri.
Áskriftasími 116 7.
DAGUR
Jálkinn flýyur út
FALKINN