Fálkinn - 31.08.1964, Page 25
Við vönigeymslu Eimskips í Borgartúni. — Ég má ekki
hleypa neinum hingað inn fyrir, fyrr en menn mæta til
vinnu á morgnana og mér hafa verið gefin fyrirmæli um
að skipta mér ekkert af þeim sem eru á vappi hér utan
við, sagði Ingibjartur Jónsson.
ið hér óviðkomandi, en þeir koma stundum seint á
nóttunni strákamir, ef þeir hafa verið að keyra út á
landið.
— Ertu búinn að vera í þessu lengi?
— Já, ætli það séu ekki 20 ár. Ég var fyrst vakt-
maður á Klöppinni, en svo fór ég hingað inneftir.
— Og hvernig kanntu við þetta?
— O, mér er nú farið að finnast þetta heldur leiðin-
legt og hef verið að hugsa um að hætta þessu senn hvað
líður.
— Ertu utan af landi?
— Já, ég er af Suðurnesjunum, en er löngu fluttur
hingað í bæinn. Var lengi á togurum, en hætti því í
stríðsbyrjun. Það gat verið bölvað púl að vera á togur-
unum hér áður fyrr.
— Er nokkuð reimt hérna?
— Nei, ekki aldeilis. Hér er ekki reimt.
Hann fylgir okkur að hliðinu opnar fyrir okkur og
við höldum í burtu.
Næsti áfangastaður var vörugeymsla Eimskip Við
Borgartún. Það var ekki útlit fyrir að gott væri að
komast inn þeim megin svo við fórum upp í Sigtúnið.
Þar virtust betri aðstæður því spýtur voru þar utan
við og með því að reisa þær upp var mögul'eiki á inn-
göngu.
Fyrir innan hliðið, milli skemmanna var skúr, og
þegar ég blístraði einu sinni sást strax hreyfing þar. Sá
sem þar var á stjái kom samt ekki út fyrir en þegar
við héldum áfram að hringsóla þarna fyrir utan kom
hann út og kallaði til okkar, hvað við vildum.
— Kurteisisheimsókn.
— Hér á enginn erindi fyrr en menn mæta til vinnu.
Mér hafa verið gefin ströng fyrirmæli’ um að skipta
mér ekkert af þeim sem eru á stjái þarna utan við, og
hleypa engum i'nn. Þeim fyrirmælum held ég, og þótt
ég sé ékkert tortrygginn í ykkar garð, komið þið ekki
innfyrir. Maður verður að halda þessar reglur.
Hann hafði gengið út að hliðinu meðan á þessari ræðu
stóð og var nú andspænis hinum megin við hliðið.
— Hvaða klukku ertu með um hálsinn?
— Þetta er klukka sem ég verð að setja í samband
á vissum stöðum hér innan girðingar, svo það sjáist að
ég hafi gengið hér um.
— Er rólegt. hérna hjá þér?
— Já, fyrir utan skyldustörfin er rólegt. Hingað
koma engir nema menn á morgnana til vinnu sinnar.
Annað hafa menn hér ekkert að erinda.
— Ertu búinn að vera hérna lengí?
— Síðan 8. nóvember.
— Ertu héðan úr bænum?
— Nei, ég er fæddur í Bolungarvík og var lengi á
ísafirði og stundaði sjó. Svo flutti ég suður á Akranes
1950 og 1959 flutti ég hingað í bæinn.
— Er nokkuð reimt hérna?
— Nei, ekki hef ég orðið var við það. Ég hef aldrei
orðið var við neinn reimleika og trúi ekki á slíkt. Þó
var ég lengi á bát, sem sagt var að margt sæist á, og
menn yrðu þar ýmislegs varir. En ég varð aldrei var
við neitt og þeir sem ekkert vissu
um þessa reimleika urðu heldur
aldrei varir við neitt. Það voru að- .
, . . , — Þið hafio
ems þeir, sem vissu, sem emhvers ,, . _
. ekkert að gera
urðu varir. * * u *
— Hvað heitir þú? me.ð að Y'ía hvað
— Ingibjartur Jónsson. cg e, !’ ®.ag 1
sa i Voku.