Fálkinn - 31.08.1964, Side 43
Við ókum út úr rigningunni
eftir eina klukkustund, en það
var enn þungt yfir og loftið
var rakt. Ég neyddi mig til
þess að biðja Charles ekki um
að kveikja á miðstöðinni í
bílnum, hnipraði mig aðeins
saman úti í mínu horni.
Þögn Charles gerði mig óró-
lega. Það var eitthvað óttalegt
við hana, sem ég ekki gat gert
mér grein fyrir. Hann horfði
beint framfyrir sig á veginn,
og það voru engin svipbrigði á
andlitinu.
Það leið ekki á löngu þangað
til mér varð ljóst, að þögn
hans var dulin reiði, svo ofsa-
lega að hann gat tæpast haft
stjórn á henni. Það voru engin
ytri merki, sem gerðu mér
þetta ljóst. Ég fann það aðeins
á mér. Ég gat ekki munað eftir
að hafa nokkurn tíma séð hann
svona áður, en samt var eitt-
hvað, sem gerði það að verkum,
að mér kom þetta óþægilega
kunnuglega fyrir.
Þegar fór að dimma, og ég
sá ekki andlit hans lengur,
taldi ég mér trú um, að reiði
hans væri ef til vill horfin.
En allt í einu stöðvaði Char-
les bílinn við gegarkantinn.
Hann sagði með rödd, sem kom
greinilega upp um, hve reiður
hann var enn þá: — Nú, að
hverju komstu svo?
Ég var máttvana og skamm-
aðist mín fyrir að geta ekki
haft stjórn á mér. Ég vildi ekki
tala um það.
Ég sagði hægt: — Ég fékk
staðfestingu á því, að Dorcas
Mallory hefur verið til — og
að hún leit út eins og ég mundi
eftir henni...
Þegar ég þagnaði, sagði
Charles óþolinmóður og stutt-
aralegur: — Nú?
Það leið löng stund, áður en
ég gat neytt mig til þess að
segja: — Hún dó fyrir næstum
fimmtán árum.
Charles þagði. Hann þagði
svo lengi, að ég hélt næstum,
að hann ætlaði ekki að spyrja
að fleiru. En að lokum sagði
hann:
— Hver sagði þér þetta?
— John Winslow.
Ég heyrði, að Charles dró
djúpt að sér andann. — Hefur
þú hitt Winslow? Þegar næsta
spurning hans kom fékk ég á
tilfinninguna, að hann hefði í
rauninni ætlað að segja eitt-
hvað annað. Hvað sagði hann
þér?
— Hann sagði að Dorcas
hefði dáið í sprengjuárás —
kvöldið áður en þau ætluðu að
gifta sig. Ég reyndi að láta
röddina vera rólega og tilfinn-
ingalausa. Faðir hennar dó um
leið.
Charles þagði enn um stund.
Að lokum spurði hann: — Er
Winslow ekki kvæntur?
— Jú, hann á tvö börn.
— Sagðir þú honum, hver
þú ert?
— Nei, það hafði jú enga
þýðingu. . . Allt í einu skyldist
mér, að Charles var að velta
því fyrir sér, hvort ég hefði
sagt John, að ég væri Lisa Lan-
dry. Ég hi’isti höfuðið. — Nei,
það gerði ég ekki.
Við sátum hljóð í nokkrar
mínútur. Fjöldi bíla fór fram-
hjá okkur og ég sá í ljósinu
frá þeim, að Charles hélt sig
hafa yfirunnið reiðina. Hann
var hugsandi á svip. Ég sagði:
— Þú vissir, að Dorcas var
dáin. Hvers vegna sagðir þú
mér það ekki?
Hann svaraði hörkulega: —
Þú trúðir nú, að þú værir hún.
Það hefði tæplega verið til
mikillar hjálpar fyrir þig að
heyra, að Dorcas hafði verið
dáin í fimmtán ár.
Ég skalf. — En þegar ég
spurði þig, sagðist þú ekki hafa
átt nokkurn bróður og . ..
— Adrian Mallory var
fósturbróðir minn. Ég hélt að
það yrði auðveldara fyrir þig
að komast yfir þessa ímyndun,
ef þú héldir, að Adrian og
Dorcas hefðu aldrei verið til.
Hvernig stóð á því að þú fórst
til Alderford?
— Ég sá hótelið — Darlton
Hótel. Og ég rakst á nöfnin í
gestabókinni.
Charles sagði: — Ertu þá
ánægð núna? Eða heldur þú
enn fast við þessar brjálæðis-
legu hugmyndir þínar, að
þú. . .
Ég greip snöggt fram í fyrir
honum: — Ég veit, að ég er
ekki Dorcas Mallory. Láttu
mig í friði, Charles. Ég — ég
veit ekki.. .
— Þá er það ágætt, sagði
Charles. Mér létti, þegar hann
setti bílinn í gang aftur. Ég
vildi ekki tala við hann, ég
fór að skjálfa úr kulda og mér
leið svo illa, að mig langaði
aðeins til þess að vera komin
heim í rúmið mitt. Dorcas
Mallory var dáin, og ég hafði
mitt eigið líf til þess að hugsa
um. Ég var Lisa Landry, ég
var gift Charles og Joanna var
dóttir mín. Ég varð að vera
þakklát fyrir það, sem ég hafði
og hugsa ekki meira um það,
sem ég hefði getað haft. Ég
varð að halda áfram að lifa.
Ég skyldi fara að hugsa um
heimilið mitt, og láta ekki frk.
Rose um allt, ég skyldi um-
gangast fleira fólk, en ég hafði
gert hingað til og reyna að
verða Joanna betri móðir, en
ég fann, að ég myndi hafa ver-
ið; ef til vill gæti ég einnig
komið á betra sambandi við
Charles . ..
Þannig hugsaði ég á leiðinni
heim, en fyrirætlanirnar ent-
ust ekki lengi. Ég varð innkulsa
á heimleiðinni og lá í rúminu
í marga daga. Löngu áður en
ég komst á fætur aftur vissi
ég, að ég myndi ekki geta hald-
ið loforðin, sem ég hafði gefið
sjálfri mér. Það gagnaði ekki
neitt, ég lagði það á mig að
reyna að leika hlutverk Lisu
Landry. Hefði ég aðeins haft
einhvern til þess að hjálpa mér
— en ég hafði aðeins Charles,
og ég gat ekki fengið mig til
þess að trúa honum fyrir því,
sem ég hugsaði um. Og þar að
auki sá ég hann heldur ekki
oft.
Joanna kom til þess að heilsa
okkur um leið og hún kom úr
brúðkaupsferðinni, en hún
geislaði svo af hamingju, að ég
gat ekki fengið mig til þess að
valda henni nokkurri sorg. Ég
gat ekki heldur talað við hana.
Þegar ég var komin á fætur,
fór ég að fara einsömul langar
gönguferðir. Ég gat ekki hugs-
að um nokkuð annað en sjálfa
mig. Ef ég var Lisa Landry, þá
gat ég aldrei hafa verið Dorcas
Mallory — Dorcas, sem legið
hafði í gröf sinni í fimmtán ár.
En væri ég Lisa Landry —
hvernig gat ég þá munað svona
vel eftir Dorcas og lífi hennar?
Ég mundi eftir smáatriðum,
sem enginn annar en Dorcas
sjálf gat hafa vitað um. Var
líka minn líkami Lisu Landry,
en sálin . .. Var það mögulegt,
að sál Dorcas hefði á einhvern
dularfullan hátt tekið sér ból-
festu í líkama Lisu Landry?
Eða var ég hreint og beint að
verða geðbiluð?
Ég horaðist uggvænlega og
gat ekki sofið á nóttunni. Ég
gekk og gekk þangað til ég var
orðin algjörlega örmagna, en
samt gat ég ekki sofnað. Ég
gekk þangað til myrkrið
neyddi mig til þess að fara
heim aftur — til hússins, sem
ég var nú aftur farin að hata
og meira en nokkru sinni fyrr.
Mér fannst allir fylgjast með
mér — það var ekki aðeins
Charles og frk. Rose, sem höfðu
gætur á mér, heldur allt hitt
þjónustufólkið líka ... Hvert
svo sem ég fór, vildi það alltaf
svoleiðis til, að af hendingu
rakst einhver á mig og njósn-
aði svo um mig í laumi. Ég
stakk upp á því við Charles,
að ég færi til læknis. — Ég hef
sofið svo illa síðustu vikurnar,
sagði ég afsakandi.
— Taktu nokkrar svefnpill-
ur.
— En ég held ég þurfi að
tala við lækni, sagði ég
ákveðin.
Charles sagði: — Ég fer til
London eftir nokkra daga, ég
skal fara með þig þá.
— En það er þó læknir í
bænum. Ég' get farið til hans.
— Nei! Svarið kom svo
snöggt, að það hræddi mig
næstum því. Ég vil alls ekki, að
þú farir til hans. Þú verður að
bíða í nokkra daga.
En eftir nokkra daga sagði
Charles, að Lundúnaferðin yrði
að bíða svolítið enn þá, hann
hafði svo mikið að gera. Og
tíminn leið, án þess við kæm-
umst af stað. Ég minnti Charles
hvað eftir annað á þetta, en
hann hafði alltaf einhverja af-
sökun á takteinum. Og ég' hafði
ekki verið nægilega framtaks-
söm til þess að fara sjálf. Svefn-
leysi mitt og matarleysi gjörðu
mig gjörsamlega afllausa. Ég
lifði næstum eingöngu á kaffi,
og ég reykti allt of mikið.
Það voru komnir dökkir
baugar undir augun, ég hafði
horazt og hárið var orðið stíft
og hætt að glansa. Joanna
byrjaði að verða óróleg. — Þú
lítur hræðilega út! Hvers vegna
ferðu ekki til læknis?
— Faðir þinn ætlar að fara
með mig einhvern daginn.
Þetta er mest, vegna þess að ég
sef svona illa, sagði ég með
afsökunartón.
Þaðan í frá reyndi ég að
sneiða hjá henni til þess að
komast hjá að svara spurning-
unum. Ég kom því svo fyrir,
að ég var ekki heima, þegar
hún ætlaði að koma. Það var
auðveldara að vera glaðleg og
hressileg, þegar ég bara talaði
við hana í síma.
Charles sagði ekki neitt. Ég
trúi því ekki, að hann hafi
komizt hjá því að sjá, hve
mikið ég hafði breytzt, en hann
sagði ekkert. Nú var hann far-
inn að verða heima hvert ein-
asta kvöld, þegar ég kom heim
úr gönguferðum mínum. Hann
sat þægilega í stólnum og las
blöðin á meðan ég gekk fram
og aftur um húsið í eyrðarleysi
og reykti hverja sígarettuna á
fætur annarri, og gat aldrei
verið kyrr.
Framh. í næsta blaði.
*