Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 7
Eftir JÓIM GÍSL4S0N UIMDARLEG IJÓS Á JÓLUM 1 Allt frá fyrstu sögu hefur fólk veitt því athygli, að kring- um jafndægur á vetri og vori, verða ýmiss konar undarleg fyrirbæri í náttúrunni. Og á stundum gátu þau orðið þannig, að þau gáfu fyrirboða og sýn inn í framtíðina. En til að skynja og skilja slíkt, þurfti jafnt kunnáttu og nána snertingu við náttúruna. Náttúruvitrir menn hafa alltaf verið til, en hæfi- leikar þeirra verða gleggstir, fái þeir að njóta sín í friði ósnortnir frá öllu er glepur og er af skinhelgi eða sýndar- mennsku. Snemma færðu trúarbrögðin sér í nyt hina dul- rænu vitund, er tengd var jafndægrum, jafnt á vetri og sumri. Út af því var lagt á ýmsa vegu, og er oflangt mál og mikið að greina frá því. í heiðni voru jól haldin að afstöðnu jafndægri á vetri. Þau voru haldin um miðjan vetur eða í byrjun þorra, en þá var dagur farinn að lengjast og greiðara um ferðir milli bæja og byggða. Jól heiðinna manna norrænna voru aðallega fólg* in í blótveizlum, og oft ríkulegum. Skemmtanir voru iðkað- ar í blótveizlum, svo sem kvæðaflutningur og sagna- skemmtun. Að öllu þessu var mikill menningarauki og um leið lagður grunnur að varðveizlu kvæða og arfsagna. Þann- ig urðu jól í heiðni þýðingarmikil til uppbyggingar eins sterkasta þáttarins í menningararfleifð norrænna manna. En jafnframt urðu til sagnir um dulmætti jafndægranna, vætta og hulinna íbúa jarðar, er aðeins birtust sýnum í sambandi við lengingu dagsins eða hins gagnstæða. Eftir að kristin trú varð ráðandi í norrænum löndum, breyttust brátt jólasiðir, því hin nýja trú byggði á öðrum jóla- siðum, er tengdir voru fjarrænum menningarerfðum. í öllum norrænum löndum, nema á íslandi, komst kristin trú á með valdbeitingu. En hér á íslandi var hún lögtekin á alþingi árið 1000. Virðist svo, að alþýða hafi yfirleitt heldur verið hlynnt trúskiptunum, en í raun fáskipt um framkvæmd sið- breytingarinnar. Þetta olli því, að kristin trú varð í raun á yfirborðinu, en hinir heiðnu siðir og trúarvenjur urðu ráð- andi og blönduðust smátt og smátt hinum nýju. Jafnframt skorti leiðtoga nýja siðarins bolmagn og framkvæmdarvald til þess fyrstu áfangana að samræma siðavenjur þjóðarinnar. Fólk varð því sjálfrátt í þessum efnum og notaði þá siði og trúði því, sem því líkaði bezt. Þetta er ein undirstaðan að því, hve þjóðtrú varð algeng hér á landi, og fornar hug- myndir héldust lengi fram eftir öldum. Jafnvel enn þann dag í dag, eru leifar af fornum hugmyndum hjá ósnortnum al- þýðumanni. Dulræn öfl og siðir voru mjög bundin trú og venjum hinna fornu manna. Goðin voru af ætt og eðli mennskir menn, er höfðu á ævi sinni verið öðrum fremri, jafnt að viti, hreysti og atgervi öllu, en þó sérstaklega af spádómslegum og dul- rænum mætti. En í ríki sínu handan þess mannlega, höfðu þau aukið mátt sinn til stjórnar og hjálpar við vini sína á jörðinni. Sérstaklega höfðu þau öðlazt velþóknun á þeim, er reyndust hæfir til forustu, jafnt í hernaði og samfélagsstjórn- En eftir fornri trú höfðu slíkir menn oft næma tilfinningu fyrir yfirnáttúrlegu. Spádómsmáttur var líka í fari goðbor- inna manna, og reyndust þeir oft haldgóðir til úrlausnar margvíslegum verkefnum. í heiðni voru líka til ýmsir vætt- ir í mannheimi, er höfðu mikla þýðingu fyrir það fólk, er þeir höfðu velþóknun á. Kunnir eru íslenzku landvættirnir og var trú á þeim fyrr á öldum. Sama máli gegndi um álfa, huldufólk og fleiri dulda íbúa í landinu. Það var gott og hollt að hafa þá sér vinveitta og eiga von á fulltingi þeirra, er í nauðir rak. Að afliðnum jafndægrum, voru vættir þessir gjarnan á ferð. Álfar og huldufólk höfðu þá bústaðaskipti, um áramótin. Þá urðu mennskir menn oft varir við þá á ferð um mannheima. Það sem sérstaklega aðgreindi siði kristinna og heiðinna manna við trúarathafnir, voru ýmiss konar tákn, er hinir fyrrnefndu notuðu. Á altari kristinnar kirkju logaði ljós á veiku skari og var tákn hins mikla máttar guðdómsins. Á jól- um, sérstaklega jólakvöldi, fóru allir heimamenn af flestum bæjum til tíða, og skildu bæina eftir mannlausa eða í lítilli gæzlu. Þá var þess auðvitað vandlega gætt, að hvergi væri skilið eftir ljós né óbirgður eldur. Var því svo á jólakvöldum, að óvíða sást ljós á bæjum í heilum sveitum. En dauf ljós hinna lágreistu kirkna sáust og vísuðu á hina miklu helgi, er tengd var jólum og kristinni trú. Þetta tákn var því í vit- und alþýðunnar, er lítt þekkti trúna, tákn dulrænnar mýkt- ar í myrkri vetrarins og gaf sýn til hins ókunna og háa. Ljósið varð þannig tákn hins dulda í hugsun og hugarheimi þjóðarinnar. Það benti ákveðið til leyndardóma, er enginn skyldi. Á stundum sáu menn ljós, ljós, sem voru af annarri tilkomu en dauðlegur maður hafði kveikt. Þessi ljós voru rík til spádóma og fyrirboða. Menn drógu af þeim lærdóma, bæði á líðandi stund og komandi tímum. Leyndardómar ljóssýna eru margvíslegir eftir alþýðu- og þjóðtrúnni. Allt fram á líðandi öld — og jafnvel enn — er þessi trú við líði. Hér verður sögð saga af slíkri sýn. 2 Saga þessi gerðist á síðustu öld, meðan þjóðin lifði enn við hugsunarhátt miðalda, og atvinnuvegi frumstæða og sára fátækt. Maður er nefndur Jón og var Sigurðsson. Hann var barn- fæddur á Langsstöðum í Hraungerðishreppi í Flóa. Hann þótti þegar í æsku öðrum mönnum sérkennilegri í háttum og fram úr hófi sérvitur. Hann hafði þann vana að nota vettlinga úr hófi fram og fékk af þeirri brúkun viðurnefnið berhenti. Fram eftir aldri átti hann lengst heima á Langsstöðum, var þar að minnsta kosti viðloðandi, en stundaði róðra á vertíð- um suður með sjó og ýmiss konar vinnu á sumrum og haust- um. Oft fór hann aftur suður með sjó á haustin, þó hann Framhald á bls, 36. FALKINN 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.