Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 5
Gamalt vín. Háttvirta Pósthólf! Sennilega munu þeir, sem lesa þetta bréf mitt, halda að ég sé mikill brennivínsberserk- ur, en svo er nú ekki. Ekki ber samt að skilja þessi orð mín svo, að mér þyki ekki sopinn góður, fjarri fer því, en ég kann mitt hóf í þessu sem öðru. Það má heita venja, að einu sinni í mánuði fái ég mér neðan ( í glasi, eftir því sem ástæður ' leyfa og löngunin er sterk. Ekki mundi mörgum þykja það * mikið að eyða einni kvöld- ' stund yfir glasi af góðu víni. Það held ég tæplega. Konunni minni finnst það ekki einu , sinni og þó finnst henni margt ' ábótavant hjá mér, og aldrei smakkar hún það. Annars var það ekki vínneyzla mín né vín- löngun, sem ég ætlaði að gera ; að umtalsefni, heldur markað- ur á góðum vínum. Eitt það bezta sem ég fæ er gamalt og vel lagerað brennivín og áka- víti. Og það munu margir vera sama sinnis og ég. En því mið- ur er það eins með þetta vín, eins og marga aðra ágæta hluti, að það er oft ekki auð- hlaupið að ná í það. Maður getur fengið dýrar og góðar tegundir, en ekki gamalt og vel lagerað íslenzkt brennivín. Þetta er mikill galli á þjónustu. Ég veit að margir mundu vilja greiða örlítið meira fé fyrir þannig vín, ef það bara fengist. Svo sé ég ekki ástæðu til að hafa þetta bréf lengra, en kveð með beztu árnaðaróskum. Bakki. Svar: 2 Þaö luxfa fleiri en þú kvartaö j yfir þessu Bakki nMnn en þetta $virÖist allt vera sama vandamál- iö engu aö síöur. Aö visu er stöku sinnum liægt aö veröa sér út um gamalt brennivín en framboöiö og ,eftirspurn haldast hvergi nærri l fliendur í þeim efnum. Þú ættir •tað lagera þitt vín sjálfur. Jólagæsin. Kæri Fálki! t Getur þú upplýst okkur tvo 'félaga um það hvort sá siður Imargra, að borða gæs á jólun- ‘um sé íslenzkur eða ekki? Okkur leikur töluverð for- vitni á að vita þetta. Kær kveðja. Tveir. Svar: Þessi siöur meö jólagæsina er ekki íslenzkur heldur mun hann danslcur. En þaö er íslenzkur sið- ur aö boröa liangikjpt á jólunum. Auglýsingaflóð. Kæri Fálki! Nú stendur hin svokallaða jólakauptíð sem hæzt með öllu sínu auglýsingaflóði. Allt þarf að selja, alla mögulega hluti, og allt er auglýst. Blöðin eru full af auglýsingum, auglýs- ipgatímar útvarpsins virðast vera nær endalausir og farið er að gefa út sérstök auglýs- ingablöð. Svo líður þessi jólakauptíð hjá, og þá er eins og þurfi ekki að selja neitt. Auglýsingar hverfa úr blöðunum og þulirn- ir hætta að verða hásir af miklum auglýsingalestri. Þetta er eitt það einkennileg- asta í íslenzku viðskiptalífi. Þessi óhemju kauptíð rétt fyrir jólin og þetta óhemju auglýs- ingaflóð. Á þessum tíma hljóta fyrirtæki að fara með tugþús- undir í auglýsingar og þau aug- lýsa nær öll á sama tímanum. Þetta hlýtur að hafa það í för með sér, að eitthvað af þess- um auglýsingum ná ekki til viðskiptavinanna. Nú er það vitað hversu máttur auglýsing- arinnar er mikill og þá vakn- ar sú spurning, hvort fyrirtæki auglýsi ekki með vitlausum hætti, auglýsi hreinlega út í loftið. Þá má einnig minna á, að megnið af þeim auglýsing- um, sem birtast í blöðum á þessum tíma, eru subbulegar og leiðinlegar í frágangi. Ef aug- lýsing á að ná tilgangi sínum, þarf hún að vera snyrtilega úr garði gerð. Ef við lítum í er- lend blöð og tímarit, sjáum við fljótlega þann reginmun sem þarna er á. Og þá er eftir að minnast á einn þáttinn í þessu máli og hann ekki minnstan. Allt þetta auglýsingaflóð á þessum stutta tíma þreytir við- skiptavinina svo, að þeir forð- ast að líta yfir auglýsingasíð- urnar. Auglýsingar mættu að skað- lausu vera jafnari allan ársins hring og koma að betri notum. Það er sjálfsagt hjá fyrirtækj- um að auglýsa, ekki aðeins vegna eigin hagsmuna, heldur er það sjálfsögð þjónusta við viðskiptavinina. Reklamus, Svar: Bréfritari hefur mikiö til síns máls. AuglýsingaflóÖiÖ er alltof mikiö á þessum tíma og margar auglýsingar missa því marks. Þess vegna er ncer aö auglýsa jafnara allt áriö. WJrvai nýtízhu húsgagna MMagstaítt verð — góð greiðsiukjör IINOTAN HtSGAGNAVERZLUN Þórsgötu 1 — sími 20820 FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.