Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 36

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 36
REYKJALUNDAR LEIKFÖNG ERI) LÖNGI) LANDSÞEKKT Ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af plast- og tréleikföngum. GleðjiS börnin meS góðum leikföngum. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskritstota Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa f Reykjavík, Bræðraborgarstig 9. sími 22150. Dagurinn hennar . . Framh. af bls. 32. að halla og öllum er reynt að gera einhverja úrlausn. Til dæmis safnar Herinn fataplögg- um hjá fólki um allan bæ og dreifir þeim síðan meðal þeirra sem þurfandi eru. Og þeir eru fleiri en nokkurn getur grun- að sem þurfa á slíkri aðstoð að halda. Nokkrar konur, sumar í Hjálpræðishernum, sumar ekki, koma svo saman reglulega, taka fötin til athugunar, sauma, pressa og breyta því, sem þarf. Nú erum við komin í Her- kastalann og þar er samankom- inn hópur ungra hermanna, það er kjarninn í æskulýðsstarf- inu sem Auður stjórnar. Þetta eru prúð og stillt börn á aldr- inum 7—14 ára. Þarna er í heimsókn norskur ^rigader Rudolf Romören að nafni, og hann talar nokkur orð við börnin en kapteinn Ást- rós Jónsdóttir túlkar jafnóðum. Síðan hefst glaður og þrótt- mikill söngur við gítarundir- leik og drengur sem varla stendur út úr hnefa slær feikn- ar stóra trumbu. Auður Eir seeir börnunum dæmisögu um lítinn dreng sem var fjarska óþægur við mömmu sína. Hon- um var gert að skyldu að reka einn nagla í vegginn yfir rúmi sínu fyrir hvért strákapar eða hrekkjabragð sem hann framdi. Það þótti honum afar gaman, því hann hafði ekkert á móti því að handfjatla hamar og nagla. En þá leið að því að afi hans kæmi í heimsókn og nú vandaðist málið: hvaða skýr- ingu gat hann gefið á því að veggurinn yfir rúminu var al- þakinn nöglum? Móðir hans bauðst þá til að gefa honum stóra mynd af Jesú og með henni tókst honum að hylja alla naglana, svo afi varð eins- kis vísari. „Og þannig hylur Jesús misgjörðir okkar,“ sagði Auður að lokum. Þannig er börnunum kennd undirstöðu- atriði kristinsdómsins í einföld- um dæmisögum. Og áhuginn sem skein út úr hverju andliti leyndi sér ekki. Þau virtust skemmta sér vel engu síður en á bíó því hláturinn gaus upp öðru hverju þegar foringjarnir sögðu frá skammarstrikum sín- um í bernsku. En þau gátu einnig orðið alvörugefin og full lotningar þegar sameinazt var í bæn. Þegar samkomunni var lok- ið kvöddum við en Auður Eir hélt heimleiðis. Enn voru eftir fáeinar klukkustundir af deg- inum og okkur datt svona í hug að Auður ætlaði sér nú kannski að sinna eiginmanninum ofur- lítið. Og því drógum við okkur nú loks í hlé og Auður fékk að fara frjáls sinna ferða fyrir okkur. FÁLKINN I l V<. I Ht ÚT Undarleg Ijós . . . Framhald af bls. 7. væri á sumrum í kaupavinnu í austursveitum. Hann stundaði þá haustróðra eða aðra vinnu, er hann fékk. Hann fór ávallt einfari í ver og úr, og eins á öðrum tímum milli byggða og um sveitir. Hann var mjög gef- inn fyrir að koma á ríkisbæi og jafnvel að reyna að fá þar vinnu um tíma, til þess að kynn ast háttalagi þess fólks, er al- þýða manna leit upp til. Hon- um var mjög að skapi að dvelj- ast á prestssetrum. Hann var kirkjukær og stundaði mjög að heyra í sem allra flestum prest- um. Hann lærði oft heila kafla úr ræðum þeirra og fór með þá utanbókar og hermdi þá eftir prestum. En slíkt gerði Jón ekki nema á góðri stund, því yfir- leitt var hann fámáll og fáskipt- inn, og jafnvel úr hófi fram. Haust eitt var Jón við haust- róðra suður með sjó, ekki er mér kunnugt um hvar það var, enda skiptir það ekki máli i þessari sögu. Hann stundaði sjóinn meðan róið var, en að róðrum afstöðnum fékk hann viðvik, er honum geðjaðist að. Dvaldi hann því þetta haust lengur syðra en vani hans yar. En fyrir jól ætlaði Jón berhenti ákveðið að halda austur í Flóa til æskuheimilis síns. Rétt fyrir jól, kvaddi hann kotung og klerk syðra og hélt til leiðar austur í sveitir. Honum sóttist ferðin greiðlega, því hann var vanur ferðamaður, og hafði ekki meðferðis nema nokkur plögg, er hann batt í byrðar og bar þau í bak og fyrir. Þessa jólaföstu var veður stillt og kæla. Lítilsháttar hafði snjóað á láglendi en meira i fjöll. Göngufæri var því hið ákjósan- Framhald á næstu síðu. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.