Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 11
Auður Eir segir börnunum dæmisögu. stytt upp frá því í morg- un. Síðan er þeim stafl- að inn í Chevrolettinn hans pabba síns, módel ’54, þetta er sýnilega vel hirtur bíll og stendur fyrir sínu. En stundum hittist svo að Þórð- ur Örn er ekki viðlátinn þegar þarf að koma telpun- um í vistina, tepptur við kennslu eða húsbyggingar- mál. — Þá er nú sjón að sjá mig arka með stelpurnar upp á Vitastíg, segir Auður Eir, kannski í hávaðaroki eða slagveðursrigningu. Ég held á þeirri yngstu í fang- inu, Yrsa hangir í kápufald- inum og sú elzta skokkar lausbeisluð ýmist á undan eða eftir. Þórður Örn hefur náð tangarhaldi á síðustu dótturinni og lcomið henni inn í bílinn þar sem hinar tvær eru fyrir. — Það er víst ekki hægt að láta þær ganga sjálfala, segir hann og brosir við. Síðan er ekið af stað og við fylgdumst með upp á Vitastíg, þar stíga hnáturnar út úr bílnum og kveðja mömmu og pabba með miklum virktum, sýnilega hafa þær ekkert á móti því að vera hér eftir og eru strax farnar að leika sér. Nú skiljast Ieiðir þeirra hjóna, eiginmaðurinn hverfur suður í Kópavog þar sem einbýlishúsið er í smíðum en eiginkonan fer til starfa sinna á Klapparstíg en þar er kvenlögreglan til húsa í tveimur litlum herbergjum. í Reykjavík starfa aðeins tveir kvenlögregluþjónar. Auður kynnir okkur fyrir samstarfskonu sinni, Guðlaugu Sveinsdótt- ur, hún hefur starfað lengi að þessum málum og er orðin öllum hnútum vel kunn. Þær stöllur hafa yfrið starf að vinna og Auður Eir dregur enga dul á það að raunverulega þyrfti fleiri til starfsins ef vel ætti að vera. Og annað háir þeim sem ekki verður gert að í fljótu bragði: hér á íslandi vantar tilfinnanlega heimili og hæli fyrir kvenfólk, unglingsstúlkur jafnt og fulltíða konur, sem lent hafa á refilsstigu, komizt í kast við lögin ellegar er ekki lengur sjálfrátt vegna drykkju- sýki og slíkra sjúkdóma. Okkur var mjög umhugað að skyggnast bak við tjöldin hjá þeim Auði Eir og Guðlaugu og fá vitneskju um í hverju starfið væri fólgið. Ýmsir virðast hafa þá hugmynd að kven- lögreglan þurfi að vera miklir beljakar, hörkutól sem er í lófa lagið að leggja hvern meðalkarl á japönsku glímubragði ef eitthvað ber út af. Ekkert er fjær sanni. Þær þurfa öllu Framh. á bls. 32. í lok samkomunnar samcinast börnin í bæn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.