Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 42
GAME EFTIR PASS. Það er mjög óvenjulegt, svo ekki sé meira sagt, að verða sagnhafi í game sögn eftir að hafa sagt pass við fyrstu sögn félaga. En þetta kom einmitt fyrir í leik Englands og íslands á Evrópumeistaramótinu í Baden-Baden í Þýzka- landi 1962. Enska sveitin sigraði með miklum yfirburðum á mótinu — þeim mestu, sem um getur á Evrópumeistara- móti, hlaut 100 stig af 102 mögulegum, og vann íslenzku sveitina með 44 EBL-stigum. En lítum á spilið. A 10-8-2 ¥ Á-G-9-7-3 ♦ Á-7-6 * K-G A G-9-6-4-3 ¥ D-8-6 ♦ 9-3 * D-10-8 A 7 ¥ 5 ♦ K-D-G-8-5-4 * 7-6-4-3-2 Þar sem Englendingarnir sátu Norður-Suður gengu sagn- ir þannig: Norður Austur Suður Vestur 1 ¥ pass pass dobl pass 1 A 2 ♦ 2 A 3 ♦ 3 A 5 ♦ pass pass pass Norður-Suður voru á hættu, og Flint í Norður opnaði á einu hjarta, sem Austur Stefán Guðjohnsen og Suður — hinn heimsfrægi spilari Harrison Gray — sögðu pass við. Vestur Lárus Karlsson, var með góða opnun og dobl- aði, en það aftraði Harrison-Gray ekki í að segja fimm tígla — og vinna þá. Vestur spilaði út ás og kóng í spaða, sem sagnhafi tromp- aði og spilaði laufi. Lárus gerði sitt bezta og lét lítið, en Harrison-Gray stakk upp kóngnum. sem átti slaginn og spilaði síðan laufagosa blinds. Hann trompaði síðan eitt lauf í blindum og vann því spilið auðveldlega. Djarfar sagnir og vel spilað. Á hinu borðinu sátu Ásmundur Pálsson og Hjalti Elías- son í Norður-Suður og komust ekki — sem vel er skiljan- legt — í fimm tígla þannig, að enska sveitin vann vel á spilinu. Þess má geta, að aðrir i íslenzku sveitinni á þessu móti, voru Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson. Guð- laueur Guðmundsson var fyrirliði án spilamennsku. 42 FÁLKINN FÁLK9IMIM IVfiissið ekki af næsta blaði Við gefum áramótablað FÁLKAIMS út í stærra upplagi en venjulega. * Astæðan er sú, að þetta blað er óvenju hugmyndaríkt og skemmtilegt og við vitum að það verður rifið út. Það borgar sig að kaupa blaðið tímanlega, strax næsta mánudag. Við óskum öllum lesendum blaðsins gleðilegra jóla. FÁLKINIM Tom Jones . . ina. Sýndi herra Allworthy veiðiverðinum réttilega framá hvílíkur reginmunur væri á að skrökva til að hlífa öðrum við sök og hinu, að skrökva til þess að hlífa sjálfum sér eingöngu og neyða aðra til þess. Hann færði það og fram sem rök fyr- ir því hve alvarlega hann tók á máli veiðivarðarins, að sá aumi skálkur hefði átt alla sök á því er pilturinn Thomas varð að þola hina hörðustu refsingu. Þegar saga þessi barst út, vakti hún að sjálfsögðu mikið Framhald á næstu síðu. A Á-K-D-5 ¥ K-10-4-2 ♦ 10-2 * Á-9-5 Auglýsingín á næstu síðu er frá SNYRTIVÖRUM H.F. ----------------^

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.