Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 41

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 41
SúkkulaSikaramellusósa. 2 msk. síróp 2 msk. kakó 1 msk. sterkt kaffi. Soðið saman. Sósunni hellt volgri yfir ís. ís með marengsloki. Vanilluís úr aflöngu ;kringlóttu móti. eða 2 eggjahvítur 100 g sykur 1 tsk. edik. Eggjahvíturnar stífþeyttar, edik og helmingnum af sykrin- um blandað saman við þeytt vel. Afgangnum af sykrinum "blandað saman við, þeytt á ný, þar til það er seigt og stíft. fsnum hvolft á fat, sem þol- ir hita, þakinn allur vel með marengs. Sett inn í 220° heitan ofn í 3—5 mínútur. Borið fram strax, skreytt með rauðum berjum. Ath. að ísinn verður að vera vel frosinn. Blúndutcrta með ís. Dýrari: 100 g möndlur 100 g sykur 100 g smjör 1 msk. hveiti 2 msk. mjólk. Ódýrari: 100 g sykur 100 g smjör 1% msk. hveiti 50 g haframjöl 2 rifnar, bitrar möndlur 1 msk. mjólk. Innan í: % 1 vanilluís Ofan á: Vínber. í dýrari botnana eru möndl- urnar flysjaðar og saxaðar smátt. Bökunarplötur smurðar vel og stráð á þær hveiti. Allt sett í þykkbotnaðan pott, soðið í nokkrar mínútur, þar til smjörið er bráðnað. Deiginu skipt í 3—4 hluta, sett á plötur dreift úr því, svo hver botn sé um 12 cm. Athugið að þeir renna út við baksturinn. Bakaðir Ijósbrúnir við meðal- hita. ísinn settur milli botnanna, rétt áður en kakan er borin fram, skreytt með vínberjum. FJELAGSPRENTSWOJUNNAR SPÍTALASTH; 1(1 - (Vlt» ÓtHNSTOKO' EBL) AFGKEIDDIK IVIEÐ DAGSFYRIRV ARA VAIXJD/IÐ f FMI Tom Jones . . . Framhald af bls 39. skyldi hann hafa látið hýða af sér allt skinn, en að hann segði ykkur sannleikann!“ Það var sem eldur brynni úr augum meistara Twackum, þegar hann hvessti þau á Tho- mas Jones. ,,Já, svo að þetta er þá sá misskildi drengskapur, sem þér gekk til ...“ hvæsti hann. En herra Allworthy, sem allt- af vildi hafa það, sem sannara reyndist, vék sér með hægð að drengnum og spurði hann hvernig á því stæði, að hann hefði leynt sannleikanum af slíkri þrjózku. Thomas Jones svaraði því til, að sízt af öllu vildi hann segja ósatt, „en ég hét veiðiverðinum því, að þegja yfir sök hans, þar eð hann óttaðist reiði yðar, herra. Og auk þess var sökin fyrst og fremst mín, þar sem það var ég, sem fór yfir landa- merkin og taldi hann á að koma á eftir mér. Þetta er dag- satt, og gæti ég svarið þess eið við allt, sem mér er heilagt.“ Að svo mæltu bað hann herra Allworthy eins innilega og hon- um var unnt, að hlífa veiði- verðinum, enda væri hann í rauninni saklaus. „Ég hefði hvort eð var elt skógarhænuna yfir landamerkin. Hlífið honum vegna fjölskyldu hans, herra ... takið aftur folann, sem þér gáfuð mér, en miskunnið veiði- verðinum ...“ Herra Allworthy hikaði and- artak við, en bað síðan dreng- ina að fara aftur, halda áfram leik sínum og reyna að láta sér koma betur saman. SJÖUNDI KAFLI. Meistarinn, spekingurinn og ekkjufrú Bridget. Ekki er það neinum vafa bundið, að meistara Twackum klæaði í lófana, þegar hann heyrði játningu Thomasar litla; hann hlakkaði áreiðanlega til þess að fá að láta hrísvöndinn blóðmarka hrygglengju drengs- ins, sem ekki hafði einungis orðið uppvís að skammarlegri lygi og argvítugri þrjózku, held- ur og leikið Blifil unga svo hart, sem sjón bar vitni. Því að auðvitað fór ekki hjá því, að meistarinn hefði mun meira dá- læti á þeim nemandanum, sem bar af að ástundun, námsgáf- um og allri hæversku en hin- um, sem ekkert var nema þrjózkan og strákskapurinn. Það olli meistaranum því sár- um vonbrigðum og gremju, þeg- ar herra Allworthy lýsti yfir því, eftir að drengirnir voru farnir út, að hann teldi Thomas Jones fremur verðskulda laun en refsingu fyrir breytni sína. Nú verður ekki hjá því kom- izt að geta herramanns nokk- urs, sem löngum dvaldist á óð- alssetrinu um þessar mundir. Sá hét Square, spekingur fyrir lestur og -lærdóm fremur en að viti; nauðþekkti verk Platós og Aristoteles og tók öll sjón- armið af þeim, sitt á hvað. Ekki verður sagt að þeir væru yfirleitt sammála um hlutina. meistarinn og sye-iungiuirjn, þar eð meistarinn taldi allt eðli manna gerspillt eftir syndafall- ið, og ekkert meðal tii hjálp- ræðis nema hrísvöndurinn, en spekingurinn áleit alla menn góða að upplagi, enda væri hið illa ekki annað en vanskapnað- ur þess góða, sem eitt væri fag- urt. Um þetta gátu þeir deilt án afláts og þóttist hvor um sig jafnan hafa betur. Annar hamr- aði á trú, refsingu og iðrun, hinn á dyggð og fegurð og sýnd- ist sitt hvorum. Báðir reyndu þeir að hafa áhrif á herra All- worthy, sem hlýddi af athygli á rökræður þeirra, en fór þó yf- irleitt sínu fram; eins í þetta skiptið, þegar meistarinn átaldi linku hans, sem hann taldi næstum glæpsamlega, þaT eð hún hlyti að espa glæpsamlegar hneigðir Thomasar Jones. Herra Allworthy reyndist með öllu ófáanlegur til að dæma dreng- inn til refsingar. Hins vegar sýndi hann veiði- verðinum enga vægð. Hann kallaði þann auma skálk tafar- laust á sinn fund, veitti honum þungar átölur og rak hann úr stöðu sinni eftir að hafa greitt honum smáfjárupphæð, svo að hann og fjölskylda hans gætu dregið fram lífið næstu mánuð- Framhald á næstu síðu. IONKI I MMSTB\\ bílalpiga ina$>niiKar «kipli»ldi 21 «ímar 211910.211«5 Uaukur (juðynundAAcn HEIMASIMl 21037 FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.