Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 18

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 18
NYJAR BÆKUR Au&nustundir Birgir Kjaran fyrrverandi al- þingismaður er kunnur ferða- maður og náttúruskoðari, enda Birgir Kjaran. hefur hann víða ritað greinar og flutt. útvarpserindi um ferð- ir sínar. Auk þess gaf hann fyr- ir fáum árum út bókina Fagra land, sem naut mikilla vin- sælda. Nú hefur Birgir sent frá sér aðra bók sína í sama dúr, og ber hún nafnið Auðnustund- ir, er í sama broti og áþekk hinni fyrri að allri gerð. Birgir fylgir bók sinni úr hlaði með nokkrum orðum, og segir hann þar m. a. „Bókin er fyrst og fremst ávöxtur af óbrotinni upplifan innisetumanns, útilífi hans og löngun til þess að miðla öðrum af lífsnautn sinni. — Stundum finnst mér við lifa svo hratt, að við fótum okkur varla á mal- biki framfaranna, — megum varla vera að því að vera mann- eskjur — einstaklingar. Þá sækir á mig þörfin fyrir að ctaldra við, — staldra við í stormi stórborgarlífsins, og leita athvarfs í náttúrunni, land- lnu sjálfu, í snertingu við líf harðstritandi fólks í fjarlægum sjávarplássum og á afskekktum aveitabýlum ... Undiralda þess- ara pistla er ekid flótti frá lífi atórborgarbúans, heldur eiga þeir að lýsa þeim auðnustund- um, sem ég hef átt við skoðun smárounanna í höfuðborgarlíf- iiiu engu sfður en á ferðum mín- 18 um um öræfi og byggðir lands- ins.“ Auðnustundir skiptast í 11 meginkafla, og eru nokkrir pistlar í hverjum þeirra. Bókin er prýdd fjölda mynda, þar af allmargra litmynda, og er það sjaldgæft 1 íslenzkum bókum. Auðnugestir er 351 bls. að stærð, gefin út af Bókfellsút- gáfunni og kostar kr. 395.50. John F. Kennedy kynsins á næsta leiti, ef stór- styrjöld dyndi yfir.“ í bókinni rekur höfundur æviferil Kennedys, fer hratt yfir sögu framan af, en bókin breiðir úr sér, er Kennedy sezt í forsetastól, og hinn skammi valdatími forsetans er rakinn allýtarlega. Bókin um John F. Kennedy er 319 blaðsíður að stærð, gef- in út af Setberg og kostar kr. 395.00. Thorolf Smith fréttamaður er kunnur af þekkingu sinni á sögu Bandaríkjanna, einkum sögu Bandaríkjaforseta, enda hefur hann ritað bók um Abra- ham Lincoln, er út kom 1959. Nú hefur Thorolf enn sent frá sér bók um Bandaríkjaforseta, að þessu sinni um mann, sem er okkur miklu nákomnari í tíma og rúmi en Abraham Lincoln, og svipar þeim þó saman um margt. Hin nýja bók Thorolfs er um hinn ástsæla forseta John F. Kennedy, sem myrtur var í Dallas í Texas 22. nóvember í fyrra. Thorolf Smith. Um hina nýju bók sína seg- ir höfundur í formála: „Bók þessi er samtímasaga, tilraun til að segja söguna um John Fitzgerald Kennedy, 35. forseta Bandaríkjanna, mann- inn, sem á stuttum valdaferli sínum markaði svo djúp spor í ævi vor allra, og svo miklar vonir voru bundnar við, á þeirri atómöld, sem vér lifufn, — þegar fjöregg mannkynsins er í höndum eins eða tveggja manna og gjöreyðing mann- Púnktur á skökkum stað Út er komið á vegum Heimskringlu smásögusafn eft- ir Jakobínu Sigurðardóttur er nefnist Púnktur á skökkum stað. í bókinni, sem er 137 bls., eru átta sögur: Þessi blessaða þjóð — Stella — Ekki frá neinu að segja — „Fagurt haust“ — Halldóra Þorsteinsdóttir: „Móð- ir, kona, meyja“ — Dómsorði hlýtt — Púnktur á skökkum stað — Maður uppi í staur. Þessar smásögur hafa ekki áður birzt á prenti. Jakobína Sigurðardóttir hefur áður gefið út ljóðabók á vegum Heims- kringlu, en þetta er fyrsta bók hennar í óbundnu máli. Þetta er lítil, en snyrtileg bók, — prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Káputeikn- ingu gerði Gísli B. Björnsson. Verðið er kr. 274.00. Dr. Valtýr segir frá Um síðustu aldamót var nafn Valtýs Guðmundssonar ef til vill kunnara hér á landi en nokkurs annars íslendings, sem þá vafc uppi. Stjórnmálastefna hans var nefnd Valtýska og fylgismenn hans Valtýingar. Tímarit hans, Eimreiðin, var þekktasta tímarit landsins og átti sinn þátt í að kynna nafn hans. Nú muna aðeins aldraðir menn þann styr, sem stóð um þennan nafntogaða mann. En saga hans er forvitnileg á marga lund. Umkomulítill smali úr Húnavatnssýslu ryður sér braut af eigin rammleik, verður háskólakennari í Kaup- mannahöfn, stofnar og gefur út fjöllesnasta tímarit landsins, gerist foringi stjórnmálaflokks, Dr. Valtýr Guðmundsson. og munar litlu, að hann verði fyrstur íslenzkra manna skip- aður ráðherra. Nú hefur Bókfellsútgáfan sent frá sér bréfasafn dr. Val- týs, en útgáfuna annaðist Finn- ur Sigmundsson fyrrverandi landsbókavörður. Ekki var þess kostur að birta öll bréf dr. Val- týs, enda var hann ólatur bréf- ritari og létt um að skrifa. Valdi Finnur þá leið að birta einkum þá kafla, sem helzt þóttu lýsa bréfritara sjálfum og viðhorfi hans til samtíðarmanna og sam- tíðarmálefna hverju sinni. Dr. Valtýr segir frá er 283 blaðsíður að stærð, prýdd nokkrum myndum, og aftast í bókinni er nafnaskrá. Verð bók- arinnar er kr. 295.50. Dáleiðsla - Huglæknin* ar - segullækningar Sigurður Herlufsen frá Hafn- arfirði hefur gefið út bók um dáleiðslu, huglækningar og segullækningar. Þetta er allstór bók og vitnar Sigurður víða í heimildarrit og ummæli þekktra manna til stuðnings máli sínu. í eftirmála segir höfundur m. a.: „Ég leyfi mér að vekja sérstaka athygli á því, að bók þessi er síður en svo nokkuð ádeilurit á hendur okkar ágætu læknastétt, og mér er alls ekki í mun að rýra hlutverk þeirra, enda eru þeir alls góðs mak- legir...“ í formála segir höf- undur m. a.: „Bókin mun fjallá um dáleiðslu og sefjan til lækn- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.