Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 40

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 40
KRISTJAIMA STEINGRÍMSDÓTTIR ÆTISRÉT Ábætisréttir um jólin mega ekki vera allt of matarmiklir, þar eð alls kyns krásir eru þá bornar á borð daglega. Jafn- framt þurfa þeir helzt að vera auðtilbúnir og geta geymzt, svo að húsmóðirin þurfi ekki að vera á kafi í eldhúsinu öll- um stundum. Það er mjög auðvelt að út- búa ís sé ísskápur til á heim- ilinu og engin frágangssök, þótt hann sé ekki fyrir hendi. Þá er hægt að láta ísinn í svokall- aða kuldablöndu: 4 hlutar mul- inn ís, 1 hluti gróft salt og ögn af saltpétri. í þessari blöndu er mótið með isnum hulið á öllum hliðum. Gott er að leggja dagblöð ofan á ílátið til að ein- angra. Sé ílátið ekki lekt, verður að hella bræðsluvatn- inu af við og við, annars frýs ekki. Það tekur um 3—4 klst. að frysta meðalstórt mót. Sé vetrarveður úti, frost og snjór, er hægt að frysta úti. Hvað ís er lengi að frjósa fer eftir stærð mótsins, sykurinnihald- inu (meiri sykur, lengri tími), auk þess hefur áfengi og egg sömu áhrif. Sé fryst í ísskáp, þarf hann helzt að vera ný- hreinsaður og búið að stilla hann á mesta frost um V2 klst., áður en látið er inn í íshólfið. ísinn losnar auðveldlega úr mótinu, sé mótið skolað úr köldu vatni og dálitlum sykri stráð innan í það, áður en í það er fyllt. Bregðið mótinu augnablik í vatn, áður en hvolft er úr því eða leggið við það klút, undinn úr heitu vatni. Að losa um brúnirnar með hníf, eyðileggur útlit ísins. Einnig er oft skemmtilegt að skófla upp ísnum með skeið, sem er þá dyfið í heitt vatn. Oft er gott að blanda saman ístegundum og það er skemmti- legt að bera ísinn þannig fram, hafi hann verið frystur í lög- tim, dökkar og ljósar rendur til skiptis. Einfaidast er þá að hafa 2 tegundir, sem eru bún- ar til úr sömu grunnuppskrift en bragðefnin eru mismunandi. Gott er t d. að hafa sam- an: súkkulaði-kaffi; súkkulaði- hnetu, súkkulaði-banana, jarð- arberja-sítrónu, hnetu-banana, sítrónu-banana. 40 Gott er að bera með ís alls kyns ávexti, ávaxtamót, súkku- laði, ískökur, marengs, súkku- laði- og ávaxtasósur. 3 msk. flórsykur V2 vanillustöng 4 dl. rjómi. Eggjarauðurnar hrærðar vel með sykri og innan úr vanillu- stönginni. Rjómanum stífþeytt- um blandað varlega saman við. Einnig má þeyta eggjahvíturn- ar og blanda saman við. Þá verður meira úr ísnum og jafn- framt verður hann ekki eins feitur og mettandi. Hins vegar er ekki eins auðvelt að losa ísinn úr mótinu, séu eggjahvít- urnar í honum. Þessi ís er ágæt undirstaða í ýmsa rétti. Vanilluís 2. V2 1 rjómi, rjómabland eða mjólk 2 eggjarauður 2 egg 3 msk. sykur 1 vanillustöng. Rjóminn hitaður, egg, eggja- rauður og sykur þeytt vel, sjóð- andi rjómanum hellt varlega samon við. Hellt í pottinn aftur, látið sjóða þar til þykkn- ar, hrært stöðugt í á meðan með sleif. Þeytt þar til kremið er kalt, kryddað. Hellt í mót, fryst. Þessi ís er sérstaklega góður með heitri súkkulaði- sósu. Rjómaís. V2 1 rjómi 2—3 msk. flórsykur 1 msk. vanillusykur Rjóminn stífþeyttur með sykrinum, krvddað areð van- illu, hellt strax í mótin, fryst. Gott er að krydda ísinn með duftkaffi eða sterku kaffi, bræddu súkkulaði eða áfengi, t. d. sherry eða líkjör. Þessar þrjár uppskriftir er svo hægt að nota sem undir- stöðu í: 1. Súkkulaðiís: Setjið 1—2 fullar tsk. af kakó eða 2 msk. rifið súkkulaði í upp- skrift. 2. Kaffiís: Setjið 1—2 full- ar tsk. af duftkaffi í upp- skrift. 3. Ávaxta- eða berjaís: Merj- ið 4—6 msk af berjum eða ávöxtum, blandið þessu í uppskrift. Skreytt með sömu ávöxtum eða berjum. 4. Sítrónu- eða appelsínuís: Setjið 1—2 tsk. af rifnum sítrónu- eða appelsínu- berki og 2 msk. af safa í uppskrift. 5. Bananaís: Setjið 2 marða banana og 1 msk. af rommi í uppskrift. 6. Nougatís: Setjið 4 msk. af muldu nougat í uppskrift. Nougat. 50 g möndlur 1 dl sykur. Saxið möndlurnar frekar gróft, ef vill má flysja þær áður. Sykurinn látinn á heita pönnu, hrært stöðugt í þar til froða fer að myndast. Möndl- unum hrært saman við. Hellt á smurða plötu. Kælt, síðan mulið. Súkkulaðisósa. 2 dl vatn 30 g kakó eða 65 g súkkulaði 1 msk. sykur ögn af smjöri 2 msk. þeyttur rjómi Öllu nema rjómanum bland- að saman í pott, suðan látin koma upp. Þeytta rjómanum blandað saman við, þegar orð- ið kalt. Rjómanum má sleppa. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.