Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 15
arhæft af þeim sökum. Með Kúrdum þykir það hins vegar mesta smán að missa stjórn á skapi sínu og tungu og á engan hátt hæfa þeim, sem fara vilja með mannaforráð. „Þúsund loforð og annað ekki.“ Síðastliðna átta mánuði hefur verið vopna- hlé í Kúrdistan. Er því var komið á, var um það samið og það gert að skilyrði af hálfu Kúrda, að fljótt yrðu hafnir samningar um sjálfstjórn þeirra og framtíðarstöðu innan íraks, en ósk þeirra hefur lengi verið sú að fá ríflega heimastjórn í innanlandsmálum. Ríkisstjórn íraks, sem er nú sem fyrr mynd* uð af herforingjaklíku, hefur hins vegar stöðugt dregið á langinn að hefja raunhæfa samninga, en snúið sér þess fastar að vinin- um í vestri, hinum nýja hálfguði Arabanna, Nasser. Hefur nýlega reyndar í annað sinn, verið komið á einingu Egyptalands og fraks, þótt enn sé á huldu, hversu náin sú eining sé og verði í framkvæmd, en tíðast er tölu- verður munur á samningum, yfirlýsingum og stjórnarskrám annars vegar og fram- kvæmd og veruleika hins vegar í hinum ara- bísku löndum. Framhald á bls. 19. um 40. (Ekki er betur vitað en ríkis- stjórnin í Bagdad haldi enn í fullu gildi heiti sínu um 12 milljónir króna til hvers þess, sem banað geti eða handsamað Barzani). Þá voru menn beðnir um að viðhafa ekki klapp að loknum ræðum og var orðið við þeim tilmælum. Mikill munur er á fundum Araba og Kúrda, svo að ég get ekki á mér setið að skjóta því hér inn. Á fundum hinna fyrrnefndu, sem hafa reyndar orðið því færri sem lengra hefur liðið frá brottför Breta frá frak er tíðast hávaði, æsingar og skipulagsleysi þannig, að vart er fund- Framan við hertekið írakst virki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.