Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 28
APPELSÍNU SULTA SULTUÐ ’ H1ND8ERJA SULTA ^IpS^ APRfKÓSU SULTA IARÐARBER1A SULTA M SULTUÐ SÓLBER SULTUÐ TÍTUBER SULTUÐ KIRSUBER SULTA STENDUR ALGERLEGA JAFNF/ÍTIS BEZTU HEIMALAGAÐRI SULTU — HIÐ HREINA BRAGÐ ÁVAXTANNA HELZT ÓSKERT — ÞVÍ HÚN ER SULTUÐ MEÐ NÝRRI AÐFERÐ-ÁN SUÐU BETRI SULTA ER ÓFÁANLEG I DRONNINGHOLM ER LÚKSUSVARA! f SKEMMTILEGUM UMBÚÐUM DRONNINGHOLM ER MEÐ HREINU BRAGÐI ÚTVALDRA BERJA! HVAD GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. apríl: Farðu gætilega í umferðinni, og láttu ekki slys eða önnur óhöpp skyggja á jóla- gleði þína. Því ef þú gætir þin vel, munu jólin verða þér og þínum hátíð, gleði og hamingja. Nautiö, 21. apríl—21. maí: Þú ert mjög rausnarlegur í gjöfum þín- um, og peningaveskið heldur x þynnra lagi eftir það, en hvaða máli skiptir það, fyrst allir eru ánægðir. Vertu því sjálfur ánægð- ur, því þú færð kannski alveg óvænta og frumlega gjöf. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní: Þú getur sannarlega verið þakklát fyrir, að það er ekki margt sem komið getur þér úr jafnvægi. Frídagarnir ættu að geta orðið þér sérlega ánægjulegir. Vertu ekki fyrir vonbrigðum með gjafirnar, því þær eru gefnar af góðum hug. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Þú hefur nú yfirstigið flest vandamál og erfiðleika í sambandi við jólaundirbúning- inn og getur því leyft þér að gera áætlan- ir um heimboð og heimsóknir til vina og kunningja. Skemmtilega tilfundnar gjafir auka ánægjuna. Ljóniö, 2í. júlí—23. ágúst: Þú hlakkar mest til að sjá viðbrögð fjöl- skyldu þinnar, þegar hún tekur utan af jólagjöfunum frá þér, því þú hefur lagt bæði mikla vinnu og peninga í að gleðja sem flesta. Þú munt njóta jólanna, hvort sem þú ert. barn eða fullorðinn. Meyjan, 21t. ác/úst—23. sept.: Þú ættir að sýna meiri hlýju og vingjarn- leik. Þú ættir að leggja leið þína i kirkju um hátíðina, en það ættu nú líka sem flest- ir að gera. Þú hefur lag á að koma ást- vinum þínum á óvart. Vopin, 2k. sept.—23. olct.: jafnvel þótt áhyggjur og erfiði sæki að þér, máttu ekki látá það koma í veg fyrir, að þú getir notið helgi og gleði jólanna. Vinir þínir og ættingjar munu heimsækja þig og veita þér ánægju. Drekinn, 2i. okt.—22. nóv.: Þótt þú kunnir að vera í seinna lagi með að gera jólainnkaupin, þá skaltu samt gefa þér tíma til að líta í kringum þig. Þú munt að líkindum hitta manneskju, sem þú hefur ekki séð árum saman. Bogamaöurinn, 23. nðv.—21. des.: Jólahátiðin á eftir að verða þér miklu meiri ánægja en þú hefur búizt við. Það er meiri gleði i því að gefa en Þiggja, þú munt verða var við það nú. Bjóddu heim vinum þínum og ættingjum. Steingeitin, 22. des.—20. janúar: Því fleiri sem vinir þínir eru, þeim mun betra fyrir framtið þína. Jafnvel þótt mál- in snúist ekki öll þér I vil, skaltu ekki láta það fá of mikið á þig, það rætist úr því. Vatnsberinn, 20. janúar—19. febrúar: Þetta er upphaf nýs og ánægjulegra tímabils. Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægður og munt nú ræða nýjar leiðir við þá vini þína, sem gera þér þá ánægju að heimsækja þig um jóiin. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Þótt nokkrir minni háttar erfiðleikar kunni að vera framundan, er engin ástæða til að láta það hafa of mikil áhrif á jóla- haldið. Það kemur þér einhver skemmtilega á óvart. Það gæti verið fiarlægur vinur binn 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.