Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 30
Barbara ... Framhald af bls. 27. SUPA-MATIC áfram í náttmyrkrinu eins og efnisvana vera — þokuslæða. Það vakti ekki nein viðbrögð hjá hevini, þegar asninn fetaði út á akurskákina og staðnæmd- ist hjá líki móður hennar. Hún horfði enn niður fyrir sig hálf- luktum augum og allt í einu var sem hún sæi akurinn vaxinn dimmrauðum rósum sem fylltu loftið sterkri angan. Sterkir limsprotar rósarunnans huldu dökk klæði móður hennar og teygðu sig um akurskákina, og það sá einungis í fölt andlit henni í blómskrúðinu. Þvínæst hneig telpan í djúp svefnsins og grannur líkami hennar hvíldi á herðakambi og makka asnans. Það hætti að snjóa. Hægt og seinlega viku skýjaflókarnir frá þúsund eygðri stjarnmergð- inni, sem stráði glóandi sindri um sléttuna, og máninn óf engjarnar mjúku silfurskini. Barbara vaknaði í dögun og opin augu hennar biðu fyrstu sólargeislanna. Hægt og hljóð- lega færðist birtan yfir akrana. Telpan knúði asnann á leið heim í þorpið. Steinarnir með- fram götuslóðanum störðu á hana daggaraugum. Snjórinn hafði horfið um nóttina, vatns- droparnir og pollarnir spegluðu morgunskinið. Það var eins og trén hefðu fellt silfurtár vegna telpunnar, sem ekki gæti grát- ið framar. Hún reið heim á leið í þungum draumi, starði stór- um augum út í bláinn; fögnuð- ur morgunsins hafði skírt tillit þeirra. Fjarveru hennar hafði verið veitt athygli í þorpinu; allt í einu var Barbara umkringd spyrjandi grannkonum. „Hvar hefurðu verið?“ „Hvar er móðir þín?“ Ótal spurningar og upphrópanir. handklæðaskáparnir leysa vandann HVER HREINT HANDKLÆÐI I HVERT SINN supaLmatic J i I I á hvert snyrtiherbergi í skólana, samkomuhúsin, skrifstofurnar, verk- smiðjurnar, verzlanir,, verkstœðin. — FULLKOMIÐ — HREINLÆTI HEILBRIGÐI i 2 stærðir fyrirliggjandi. Borgarþvottahúsið „Mamma mín er dáin," svar- aði telpan einungis, og augu hennar störðu út í tómið. Það var eins og þung hönd kæfði háreystina og spurningarnar; konurnar setti hljóðar, en þó ekki nema andartak. „Barn, hvað ertu að segja, dáin?“ „Ég var búin að vara hana við, konuna, en hún lét sem hún heyrði það ekki.“ „Og telpan, hvað um telpuna? Það verður einhver að taka hana að sér.“ „Það stendur þér næst, þú ert föðursystir hennar; hverjum bæri fremur að taka hana að sér?“ Konan, sem orðunum var að beint, yppti öxlum og tautaði, að hún ætti fullt í fangi við að sjá fyrir sínum eigin börnum. Fréttin um andlát konunnar barst um þorpið og innan stund- ar var lagt af stað með kerru út á akrana til að sækja líkið. Telpan slóst þögul í förina. Þegar þangað vár komiið, var móðir hennar lögð á líkbörur og vafin hvítu líni. Hendur hennar voru mjúkar og hvítar eins og þær hefðu aldrei tekið upp grjóthnullunga. Telpan sagði fátt við morg- artún 3 — Sími 17260. unverðinn í ókunna húsinu, þar sem henni hafði verið feng- inn dvalarstaður. Hún svaraði út í hött öllum þeim spurning- um, sem fyrir hana voru lagð- ar og borðaði sama sem ekkert. Aðeins einu sinni var sem hún hyrfi til baka úr öðrum og fjar- lægum heimi og hún spurði skelfdri röddu; „Hyar er mairnna?" Henni var sagt að móðir hennar væri hjá guði, og að henni liði þar mun betur en á meðan hún dvaldist hér á jörðu. 30 FÁLKINN Augnatillit hinna barnanna var þrungið óvild, jafnvel hatri. Telpan var þeim harla óvel- kominn gestur og hún fann, að þau mundu aldrei opna hjarta sitt fyrir henni. Nú var það asninn einn, sem Barbara gat flúið til. Hún fór út í gripakofann að hitta asnann sinn. Honum hafði líka verið fenginn þarna dval- arstaður, og hann virtist ekki heldur kunna við sig. Telpan settist fyrir framan hann, eihs og alltaf, þegar hún þurfti að ræða eitthvað við hann. Hún strauk honum ástúðlega um augun og tók til máls: „Mamma er hjá guði. Við skulum líka fara til guðs. Guð er góður. Hann og mamma eru saman. Mamma er í kirkjunni og uppi í fjöllunum og úti á sjónum. Krakkarnir eru slæm- ir. Þú ert góður. Komdu, við skulum finna guð.“ Hún reis á fætur, leysti asn- ann og teymdi hann út á götu una. Föðursystir hennar stóð út við opinn gluggann og spurði hvert hún væri að fara. „Við ætlum að finna guð,“ svaraði Barbara; föðursystir hennar lokaði glugganum og hristi höfuðið. Stúlkan teymdi asnann við hlið sér unz þau komu að kirkj- unni, þá opnaði hún þungar dyrnar og teymdi ásnann inn á eftir sér. Asninn fór hjá sér á gljáfáguðu steingólfinu, dirfð- ist vart að lyfta hófunum. Og það var með mótþróta að hann fylgdi telpunni eftir, sem tog- aði óþolinmóð í tauminn og svipaðist um eftir guði sínum örvæntingaraugum. Skeifurnar glumdu við gólfið svo undir tók í auðri kirkjunni; asninn frís- aði, þegar hann andaði að sér þungu loftinu innan rakra veggjanna. Þau stóðu bæði í ráðaleysi frammi fyrir altarinu, þegar presturinn, sem heyrt hafði skeifnaglamrið, kom hlaupandi út úr skrúðhúsinu. Hann krafð- ist svars við því hvað hún væri að vilja með asnann inn í kirkj- una. „Hvar er guð?“ spurði telpan. „Sælir eru einfaldir,“ taut- aði presturinn og leit upp að altarinu með þakkarsvip. „Þú finnur guð ekki með þessu móti,“ sagði hann við telpuna mildum rómi. „Hans verður þú að leita í þínu eigin hjarta.“ Að svo mæltu leiddi hann þau út úr kirkjunni og lokaði dyrun- um. „í hjarta mínu?“ brosti telp- an og skildi ekki neitt. „Fyrst guð er ekki í kirkjunni, þá

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.