Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 39

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 39
Nú kyRtuim við AGFA-RAPID Mynflavelarnar sem eru ÚDÝRAR HENTUGAR ^ FALLEGAR Tomma litla Jones varð nótt- in löng og leið, ekki hvað sízt fyrir það að félagi hans og fóst- bróðir hafði skroppið í orlofs- ferð með móður sinni. Ekki ótt- aðist hann þó svo mjög refsing- una, sem hann vissi sér vísa, heldur kveið hann því mest að sig mundi skorta þrek og stað- festu til að koma ekki upp um veiðivörðinn, sem hann vissi að yrði þá sviptur stöðu sinni. Ekki leið veiðiverðinum bet- u|. Hann hafði svipaðar á- ^yggjur við að stríða og dreng- urinn; vissi hvað var í húfi ef ta?kist að þvinga hann til sagna. Morguninn eftir, þegar Thomas Jones mætti í kennslu- stund hjá meistara Thwackum, heimiliskennaranum, lagði mþistarinn þegar fyrir hann þá sömu spurningu og herra All- wörthy hafði lagt fyrir hann kýöldið áður. Og þegar Thom- as svaraði henni eins og þá, veitti meistarinn honum svo vel úti látna ráðningu, að ekki mundi öllu vægari en þær pyndingar, sem beitt er í sum- um löndum í því skyni að krefja rnenn til sagna. Thomas þoldi refsinguna af fúrðulegri hörku, ekki eldri en hann var. Og þegar meistarinn endurtók spurninguna á milli þess sem hann beitti vendinum án nokkurrar miskunnar, efld- ist drengurinn við það svo í sinni þvermóðsku, að hann sór þess dýran eið að fyrr skyldi hann láta alla húð af sínum lík- ama en að hann kæmi upp um félaga sinn. Veiðivörðurinn þóttist nú viss Um að hann hefði engu að kýíða. Og herra Allworthy tók uji að hafa alvarlegar áhyggjur af því hve hörð refsing hefði ■vferið lögð á drenginn, þar sem meistari Thwackum hafði gerzt svo reiður er hann komst að raun um að hann gat ekki húð- strýkt drenginn til sagna, að hann missti alla stjórn á sér og lék hann mun harðara en herra Allworthy hafði ætlazt til. Og þar sem herra Allworthy hataði ekkert meir en grimmd og rang- Iseti, kallaði hann Thomas litla á sinn fund, bað hann afsökun- ar fögrum orðum og kvaðst þess fullviss að hann hefði ver- ið hafður fyrir rangri sök. Að svo mæltu gaf hann piltinum Ungan fola í því skyni að bæta honum nokkuð þá hörðu refs- ingu, sem hann áleit að á hann hefði verið lögð að ósekju. En nú mátti engu muna, að samvizkubitið yrði piltinum ekki ofraun. Það var leikur einn að bera húðstrýkingu meistarans samanborið við göf- ugmennsku herra Allworthy. Tárin streymdu af augum hans, þegar hann féll á kné fyrir óð- alsherranum og mælti kjökr- andi: „Ó, náðugi herra, þér aúð- sýnið mér meiri góðvild en ég á skilið ...“ Hann var að því kominn að láta sínar betri til- finningar ráða og segja herra Allworthy allan sannleikann, en þá var eins og verndarandi veiðivarðarins minnti hann á afleiðingarnar, sem það hlyti að hafa og læsti þar með vör- um piltsins. Meistari Twackum var því í fyllzta máta andvígur, að herra Allworthy skyldi auðsýna drengnum slíka ástúð; kvað það vísustu leiðina til að auka á þvermóðsku hans og ósannsögli, en herra Allworthy svaraði því til, að drengurinn hefði þegar þolað nógu harða refsingu fyrir ósannsögli sína, ef hann þá hefði sagt ósatt, þar eð honum mundi, ef svo væri, ganga mis- skilinn drengskapur til að leyna sannleikanum. Eigi að síður hefði þetta ver- ið útrætt mál, ef ekki hefði ó- vænt atvik komið fyrir rétt í þessu. Þó að Blifil ungi bæri af fóst- bróður sínum að gáfum og dyggðum, var Thomas Jones of- jarl hans að líkamlegu atgjörvi, en forðaðist þó eftir megni að neyta aflsmunar við hann. Þrátt fyrir bresti sína var Thomas óáleitinn og þar að auki þótti honum vænt um Blifil, þó að vitanlega gæti kastast í kekki með þeim eins og títt er um drengi á þessum aldri. Og nú vildi svo til að þeir höfðu orðið ósáttir í leik; Blifil ungi hafði orðið að láta í minni pokann, sem hann þoldi illa, og kallaði hann Thomas þá lausaleiksgemling og niðursetn- ing í hefndarskyni. Þetta særði Thomas, eins og við mátti bú- ast, hann missti snöggvast stjórn á sér og barði fóstbróður sinn, svo að blóð hraut úr nös- um hans. Tók Blifil ungi þegar til fótanna og nam ekki staðar fyrr en hann kom í borðsalinn, þar sem þeir sátu að kvöldverði meistari Twackum og herra Allworthy, en Thomas fylgdi honum fast eftir og var þegar runnin reiðin. En Blifil ungi var hinn reið- asti; kærði hann fóstbróður sinn fyrir meistara Twackum fyrir árás, barsmíðar og meiðsl, en Thomas kvað sér hafa runn- ið í skap vegna móðgandi um- mæla hans, sem hann hafði eft- ir, en þeirra hafði Blifil að sjálfsögðu gleymt að geta. Er það ekki rétt að þú ert bindindismaður? ' Jú, algjör. Og þú tryggir ekki bílinn ,þinn hjá Abyrgð? Nei. Veiztu ekki að það er ódýrara að tryggja þar, því að ábyrgð tryggir eingöngu bind- indismenn? Nei, það vissi ég ekki, Þá ráðlegg ég þlr að .tala við þá sem fyrst, því' ef' þú, ætlar að flytja trygginguna, :. þarft þú að gera það fyrir 1. febrúar. Og ábyrgð býður ekki' aðeins lægri iðgjöld, heldur kappkosta þéir að veita sem allra beztu þjonustu. • Simarnir eru: 1 74 55 og 1 79 47. Abyroðp TRYGGINGAFÉLAG BINDINDISMANNA; Þegar meistari Twackum spurði Blifil unga hvort hann hefði viðhaft þessi ummæli, svaraði hann því ekki beinum orðurn; kvað þann, sem einu sinni hefði skrökvað, geta brugðið því fyrir sig oftar. „Hverju hefur hann skrökv- að?“ spurði meistari Twackum ákafur. „Hann sagði ykkur, að hann hefði verið einn, þegar hann skaut skógarhænuna, en það er ekki satt, því að hann trúði mér fyrir því, þegar ég kom heim í gær, að Svarti-Georg, veiði- vörðurinn, hefði verið með sér í veiðiferðinni. Og hann sagði líka ... hann getur þrætt fyr- ir það, ef hann þorir ... að fyrr Framhald á bls. 41. FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.