Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 37

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 37
legasta. Jón hélt inn með sjó og tók sér stuttar dagleiðir, því hann kom víða við, sérstaklega á betri bæjum, þáði þar beina og sums staðar gistingu. Alls staðar var honum vel tekið, því hann var alþekktur að góðu einu. Bar svo ekki til tíðinda fyrstu áfangana. Á Þorláksmessukvöld komst Jón austur í Ölfus, og var orðið ] ijög kvöldsett, þegar hann J:om niður úr Kömbum. Hann : neri því heim til bæjar, er ' lann kaus að gista á um nótt- : na og baðst þar gistingar. Hon- im var þar vel tekið og fékk ] íann góðan beina og hæga hvílu im nóttina, því húsbændur íönnuðust við Jón berhenta og ússu að hann var góður gestur, þg vildu því greiða götu hans í rvívetna. Að morgni hélt Jón svo af Etað, eftir að hafa þegið morg- unhressingu og kvatt heima- fólk og þakkað húsbændum fyrir góðar viðtökur og beina. Um daginn hélt Jón svo aust- tir Ölfus og kom víða við á bæj- Um og drollaði þar og saddi forvitni sína með ýmsum hætti, því hann var sólginn í að kynn- ast ýmsu um hátterni fólks og búskap, og aðra heimilishætti og hagi. Leið svo dagur, að- fangadagur jóla, að Jón fór með bæjum austur Ölfus. Seinni hluta dags kom hann austur að Laugardælaferju og hugðist fá sig ferjaðan yfir Ölfusá, því þetta var löngu áður, en brú var byggð á ána hjá Selfossi. Þrátt fyrir það að mannaferðir voru heldur strjálar á aðfanga- dag, voru ferjumenn við ána, og ferjuðu Jón yfir. Hann galt þeim ferjutoll eins og löglegt var og hélt svo heim að Laugar- dælum, sem eru skammt frá ánni. Húsbændur og heimafólk í Laugardælum tók Jóni vel, enda var hann kominn heim í fæðingarsveit sína. Hann þáði þar góðgerðir og ræddi við hús- bónda góða stund, en liann var hreppstjóri Hraungerðishrepps. Vildi Jón gjarnan koma sér vel við hann, því hann var ekki alls óhræddur um, að hann yrði kærður fyrir lausamennsku eða jafnvel flakk. Hreppstjóri var hinn bezti maður, góðgjarn og góður heim að sækja. Spurði hann Jón margs og leysti Jón vel úr spurningum hans og tjáði honum ýmiss konar tíð- indi af Suðurnesjum, sérstak- lega um aflabrögð og sjó- mennsku. Þegar Jón fór frá Laugardæl- um var mjög orðið kvölýlsett. Hann hélt þaðan austur Laug- ardælavöll og ætlaði stytztu leið að Langsstöðum. Göngufæri var hið bezta og jörð frosin, svo að Jón þurfti ekki að fara al- faraveg, heldur kaus sér leið sem beinasta og heppilegasta miðað við aðstæður allar. Þetta er mikill kostur í ferð og göngu- manni einum auðveldastur. — Austur af Laugardælavelli taka við mýrar, allblautlendar í vætutíð um haust og vor og illfærar. En nú var þar hið bezta göngufæri, því hjarn var á dælunum. Jón fór hratt yfir, enda var hvorttveggja, að þetta var síðasti áfangi hans í þessari ferð og hitt, að hann var vel hvíldur og endurnærður eftir áninguna í Laugardælum. Eins og áður var tekið fram var veður kyrrt og kalt. En seinni hluta aðfangadags þykknaði upp og þegar kvölda tók óð tungl í skýjum, er nær var fullt og lýsti vel, þegar birtu þess lagði yfir nær fann- hvítt láglendið. Þegar Jón var kominn austur úr Laugadælum, dró skyndilega fyrir tunglið, svo að alldimmt varð. Þetta hafði engin áhrif á Jón né ferð hans, ef ekki hefði meira orðið. Skömmu eftir að dró fyrir tunglið, sá hann fram- undan sér í allmikium fjarska ljós skært. Bar af þvi meiri birtu en hann hafði áður aug- um litið. Ljósið var hvort- tveggja í senn miklu skærara og hvítleitara, en þau ljós, er Jón hafði hingað til séð. Það tindraði nokkuð og tifaði eins og venjuleg ljós gera í miklu frosti í fjarska. Við þessa sýn stöðvaðist Jón, en kenndi ekki hins minnsta ótta, enda hafði hann lent í mörgu og séð margt á ferðum sínum úr og í ver, en aldrei misst móðinn, hið minnsta. Horfði Jón á ljósið um stund og undraðist það miklu meira en hann kenndi nokkurs ótta, þó hann væri þess í upp- hafi vitandi, að hér væri yfir- náttúrulegt ljós í sýn. En harla undarlegt þótti honum þetta og fór honum eins og vant var, er slíkt bar fyrir hann, að athuga kringumstæður nokkuð. Hann leit því í fleiri áttir fyrst niður- eftir Flóanum. Sá hann þá mörg ljós, öll jafnskær, hvít- leit og tindrandi eins og fyrsta ljósið. Fannst honum að mörg ljósin vísuðu á þá staði þar sem bæir væru í fjarska, en Jón var hér þaulkunnugur og þekkti hvert kennileiti. En lengst í Framhald á næstu siðu. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.