Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 10
Eftir hádegi rækir Auður Eir starf sitt sem kvenlög- regla. Hér ræðir hún við stúlku, sem þarf á aðstoð og skilningi að halda. BAC88INN HENNAR viðbótardúr og lét ekki á sér kræla enda ekki nema 10 mánaða gömul. Heimasætan í miðið gerði allt sem hún gat til að bæta upp fjarveru systra sinna og skemmti gestunum allt hvað af tók. Hún er aðeins tveggja ára gömul og heitir Yrsa. Hinar systurnar heita fallegum nöfnum líka en sjaldgæfum. sú elzta heitir Dalla en sú yngsta Elín Þöll. Auður Eir hafði nóg að snúast þá morgunstund sem við stöldr- uðum við hjá henni, þó Elín Þöll svæfi vært. Hún var að þvo bleyjur uppi á lofti og þurfti öðru hverju að skjótast upp brattan stigann, síminn glumdi við hvað eftir annað og húsverkunum varð að sinna jafnframt. Þau Auður og Þórður Örn búa í gömlu timbur- húsi sem klætt er bárujárni, það marrar þægilega í gólfinu þegar gengið er um og út um litla gluggana sést þröngur húsagarður, afmarkaður af tréverki. Það er alltaf hlýtt í svona húsum, segir húsfreyjan okkur og við kunnum vel við okkur hér og það er ekki sízt vegna þess hvað náungarnir eru alúðlegir. Þeir eru ófáir kunningjar okkar sem hafa spurt hvort ekki sé hægt að fá þetta leigt. Því við erum á förum. Þau hjónin eru semsé að byggja sér einbýlishús suðui» í Kópa- vogi. — Byggingarmálin hvíla nú aðallega á húsbóndanum, segir Auður af mestu hógværð. Ég reyni að hugsa um heimilið á morgn- ana eða fram að þeim tíma að starfsdagur minn hjá kvenlögregl- unni hefst. Það er klukkan hálftvö. Morguninn hjá mér fer í húsverk, bleyjuþvott, vélritun og símtöl. Þetta fléttast allt hvað inn í annað svo ég þarf ekki að kvarta undan til- breytingarleysi. En mér væri enginn kostur að stunda starf mitt hjá kven- lögreglunni og Hjálpræðishernum ef ég nyti ekki hjálpar Yrsu systur minnar. Hún er okkur mikil hjálpar- hella og stelpurnar sjá ekki sólina fyrir henni. Og dætrunum kem ég í vist seinni hluta dagsins, þær eru hjá ágætri konu uppi á Vitastíg, all- ar á sama stað. Þar veit ég þeim líð- ur vel, að öðrum kosti væri mér ómögulegt að einbeita mér að starf- inu. Ég er með þeim hverja stund sem aflögu er og meðan þeim er vel borgið í vistinni, þá er ég öldungis óhrædd. Sjálfar eru þær ánægðar og það er fyrir öHu. Þegar lokið er hádegisverði, Dalla komin heim úr skólanum og Þórður Örn hefur svalað latínuþorsta mennt- skælinga í bili, þá er enn framundan sjálfur starfsdagurinn. Dæturnar eru klæddar í hlífðarföt því ekki hefur Eftir kvöldmat hefst starfið hjá Hjálpræðis- hernum, en Auður Eir hefur með höndum stjórn á æskulýðsstarfi Hjálpræðishersins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.