Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 38
ALLIR VITI Hinn heimsfrægi fegurðarsérfræðingur Helena Rubinstein selur hér á landi hinar dásamlegu snyrtivörur sinar. Helena Rubinstein lætur sér svo annt um fegurðina að hún hefir helgað líf sitt rannsóknum á húðinni og notkun fegurðarlyfja. Gjörið svo vel að kynna yður snyrtivörur Helena Rubinstein. Heaven Sent ilmkrem, baðpúður og sápa. > A Apple Blossom bað- púður og baðsalt. Apple Blossom ilmúðun — Handtösku ilmúðari — Handáburður & — Baðvökvi — Baðpúður með Velour-svampi — Bað- og andlits- sápa — Hreinsikrem — Næringarvökvi — Silki-andlitspúður — Silki- krempúður og varalitur. A Apple Blossom hand- áburður — sápa og baðsalt. fjarska um það bil að hann hélt, að svaraði til vegalengdar tií strandar virtust honum mörg ljós vera, svo sem væru í byggð- arhverfi eða þorpi. Þegar hann leit í vestur birtist honum einn- ig lík sýn. Sama varð og er hann leit upp til Grímsnessins. En allt. í einu dró frá tungl- inu og birti, f sama bili hurfu Jóni ljósin og sá hann þau ekki meira né aldrei framar, þó hann athugaði vel að skyggnast eftir þeim á leið sinni, er eftir var. Hann var vel vitandi þess, að hér var um yfirnáttúrlega hluti að ræða. Hann hugði, að sýn þessi boðaði mikii tíðindi, svo sem manndauða eða önnur vandræði í héraði. Hann ákvað því að segja engum frá sýn sinni. Og svo gerði hann lengi vel. Hann náði heim að Langs- stöðum farsællega á miðri jóla- vöku og gerðist ekkert í ferð hans eftir að hann* sá Ijósin skæru. Um kvöldið tók Jón litinn þátt í jólafögnuði heimilisfólks- ins og var fámáll og hlédræg- ari en nokkru sinni fyrr. For- eldrum hans og systkinum þótti þetta háttalag hans undarlegt og hélt að eitthvað hefði komið fyrir hann á leiðinni af Suður- nesjum. Þau fóru því að ganga á hann. En Jón varðist allra frétta. Og kvað ferð sína hafa gengið að óskum. Liðu svo fram tímar og bjóst Jón við váleg- um tíðindum, en engin urðu. Hugsaði hann oft um sýn sína og var um langt skeið fámálli og sérvizkulegri en nokkurn tíma fyrr. En þegar frá leið fékk hann fyrra viðmót sitt, en oft hugleiddi hann, hvað ljósin boðuðu eða hvers eðlis þau væru, eða hefðu verið. En hann komst ekki að neinni niður- stöðu. Svo liðu mörg ár. Jón hélt uppi uppteknum hætti um vist sína og atvinnu. Eitt sinn var hann við starf á bæ í nokkra daga með öðrum manni, en það var faðir sögumanns míns. Þeir ræddu um margs konar efni, því þeir voru góðir vinir og Jón treysti honum öðrum mönn- um fremúr. Jón hóf að segja manninum ýmsar sögur dul- rænar, úr ferðum sínum. Með- al annars sagði hann honum af sýn sinni aðfangadagskvöld jóla, er hann var á leið heim til sín úr haustróðrum á Suður- nesjum. Sögumaður minn sagði, að faðir sinn hefði sagt sér, að honum hefði þótt mikið til sög- unnar koma og látið það óspart í ljós við Jón. Þeir ræddu um það lengi, hvað ljósin hefðu verið og hvað þau hefðu boðað. Komust þeir ekki að neinni nið- urstöðu, sem vonlegt var. En helzt voru þeir þeirrar skoðun- ar, að Jón berhenti hefði hér séð inn í framtíðina, til ókom- inna daga, er enginn skildi eða gæti ráðið í, hvað þá yrði. Heim.: Frásögn Hannesar Jónssonar föðurbróður míns, en ég hef stílfært söguna, án þess þó að meining hennar eða efni raskaðist. Toiiti Jones Framhald af bls. 13. auga á hann, þó að hann hefði grun um, að ekki hefði dreng- urinn verið þar einn að verki. Þegar heim á óðalssetrið kom, játaði Thomas Jones að vísu á sig sökina, en bar það blákalt fram, að akurhænurnar hefðu flogið upp úr runna á óð- alseigninni. Herra Allworthy krafði hann þá sagna um hver með honum hefði verið og kvað honum skylt að segja sér það, en Thomas þrjózkaðist við og lét það ekki uppskátt. Herra Allworthy kallaði veiðivörðinn þá fyrir sig, en. þar sem veiðivörðurinn þóttist geta reitt sig á þagmælsku drengsins, neitaði hann því harðlega að hafa verið í fylgd með honum og kvaðst ekki hafa séð hann þann dag allan. Framhald á næstu síðu. 15 J ////'/', ///{/ s tTure 0 U ' 0 n □ n u 01 i T Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrg'ð. , Pantið tímanlega. KORKIÐJAIM H.F. Slailagötu 57. — Sím: 23200. >

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.