Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 23

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 23
I „Já, þar sem sólin gengur undir þegar heiðskírt er og gott veður.“ Það stóðu nokkrir korn- stönglar meðfram veginum, og það brakaði hljóðlega í þeim, þeir höfðu gleymzt þarna, þegar skorið var upp. Blöðin, sem einu sinni spegl- uðu sólskinið í dimmgræn- um, daufum gljáa, voru und- ursamleg, einnig í dauðan- Æim. Þær þurftu ekki langt að fara. Litla akurskákin lá að skógarjaðrinum sem reis eins og myrkur veggur fyrir enda vegarins. Mæðgurnar stigu af baki asnanum og gengu út í skákina. „Þú getur hjálpað mér að tína steina, Barbara," sagði móðirin við telpuna og tók að kasta stærstu hnullungunum út fyrir ak- urskákina. „Steinarnir, mamma, eru steinarnir slæmir? Hvers vegna rekurðu þá út fyrir?“ „Þeir eru ekki slæmir; en við getum ekki haft þá hérna.“ Telpan kinkaði kolli, stundi, og reyndi að hjálpa móður sinni. En hvernig sem hún reyndi, hafði hún ekki krafta til að kasta steinunum út fyrir skákina. „Sjáðu hvað asnanum leiðist! Viltu ekki skreppa til hans?“ Móðirin þóttist sjá, að þetta væri of erfitt fyrir veikbyggt barnið. „Má ég leika mér að stein- unum eins og krakkarnir í þorpinu?“ spurði telpan. „Nei, það voru knettir, sem þau voru að leika sér að. Vertu ekki að hugsa neitt um það.“ Konan hélt áfram vinnu sinni með erfiðismunum, Þessi annarlega þreyta varð Framhald á bls. 26. Hún lá þarna á götunni um hríð, þangað til hún hafði kastað mœðinni. Snjóhulið á grasinu varpaði daufu skini út í myrkrið kring um hana. Telpan var líkust snjó, ljós blettur á miðri götunni. Hún varð gripin ákafri einstœð- ingskennd, vitandi það, að hún œtti sér ekki móður lengur — að móðir hennar vœri dáin. FALKI.slN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.