Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 21
hinn lifandi áhuga þinn á hinu tæknilega og skipulagslega starfi, sem hér er unnið. En ef ég ætti að fylgjast með þér allan þann tíma til þess að verða tengiliður milli þín og fólksins í þeirri skoðunarferð, er ég hrædd um, að félagar þín- ir mundu verða út undan. Svo vel vill hins vegar til, að meðal tæknifræðinga okkar er maður, sem getur veitt þér alla vitn- eskju, sem þú kannt að óska þér, á þínu eigin móðurmáli. Hún þagnaði og vék til hlið- ar manni úr hinni rússnesku fylkingu. Sá var hálffertugur að sjá, klæddur vélamannsföt- um. Hann gekk nær, og félagi Nadía kynnti hann. — Þetta er Stephen Bor- donny, borgari Sovétríkjanna. Hann kann góð skil á land- búnaðarvélum. Maðurinn rétti Peppone höndina, en horfði þó enn á félaga Petrovnu. — Já, ég er af ítölsku bergi brotinn, en ég er samt sovétborgari, og það eru börnin mín einnig. Félagi Petrovna brosti. — Ég vona, að þú takir að þér leiðsögn þessa ágæta félaga um völundarhús vélfræðinnar, meðan við hin skoðum ýmsa einfaldari hluti. Þú verður þá einkaleiðsögumaður félaga Bottazzi, þingmanns. Hún sneri sér frá þeim og gekk til aðalhópsins, og Don Camillo ætlaði að færa sig þangað á eftir henni. En Pepp- one hefti för hans og sagði fastmæltur, nærri því byrstur: — Þú kemur með okkur, félagi Tarocci. — Og gefur góðan gaum að því, sem við sjáum. Don Camillo leit á hann og vottaði fyrir reiðisvip á and- liti hans, og hann svaraði þurr- lega. — Ég geri það að skipun þinni. — Ert þú í Flokknum, fé- lagi? spurði Peppone hinn nýja leiðsögumann. — Nei, mér hefur ekki enn hlotnazt sá heiður, svaraði mað- urinn. Borgari Bordonny gaf hrein svör við flestum spurningum, og Don Camillo skrifaði þau samvizkusamlega í minnisbók sína. En það duldist ekki, að hann notaði ekki fleiri orð en nauðsynlegt var. Hann þekkti smátt sem stórt í rekstri þessa kalkhos. Hann neitaði hæversk- lega, þegar Peppone bauð hon- um sígarettu. Þegar hann sá, að þeir reyktu báðir, Peppone og Don Camillo, tók hann snepil af dagblaði upp úr vasa sínum, og einnig dós með nakorta og vafði sér fimlega sígarettu. Þeir skoðuðu fyrst hveititurnana og síðan geymslu- húsin. Allir hlutir voru skráð- ir nákvæmlega og mikil regla á öllu. í horni einu í stórri geymslu- skemmu kom Peppone auga á nýja vél og spurði, til hvers hún væri notuð. — Hún kembir baðmull, svaraði Bordonny. — Baðmull? endurtók Don Camillo spyrjandi. — Ætlarðu að fá mig til þess að trúa því, að þið getið ræktað baðmull í þessu loftslagi? — Nei, svaraði Bordonny ró- lega. ar svaraði leiðsögumaðurinn. — Mig langar til þess að sjá einhverjar hinna stærstu véla búsins, sagði Peppone til þess að leiða talið á nýjar brautir. Geymsluhús hinna stærstu véla var Þó heldur óhrjálegt. Það var klunnaleg timbur- skemma með ryðguðu járnþaki. Vélarnar, sem þar voru geymd- ar, voru þó vel hirtar og gljá- andi af olíu, og þeim var snyrti- lega raðað eins og á sýningu. Borgari Bordonny kunni öli skil á þessum vélum. Við annan enda hinnar löngu skemmu var viðgerðarskáli með steinveggjum. Hann var heldur fátæklega búinn að verkfærum, en þar var allt svo vel um gengið, að Peppone var cella, sagði Peppone. — Hann .var sannkallaður galdramaður og gerði einkum við kappakst- ursbíla. Hann virtist ekki mik- ill fyrir mann að sjá, en samt sendu kappakstursmenn bíla sína til hans hvaðanæva úr Evrópu. En i seinna stríðinu féll sprengja á verkstæðið hans. Þeirri sprengju hafði að vísu verið beint að brúnni yfir Stiv- one, en hún geigaði. Hann fórst ásamt konu sinni og tveimur sonum. — Aðeins annai sonurinn fórst, sagði Bordonny. — Hinn var svo heppinn að vera í hernum. Nýr hljómur var allt í einu kominn í rödd hans, er hann bætti við: — Mér. þykir vænt um að hitta mann, sem þekkt hefur föður minn. Þeir gengu þögulir út úr skemmunni. Himinninn var orðinn dimmur og hrannaður þungum óveðursskýjum, — Ég á heima í húsinu hérna gegnt skemmunni, sagði Bor- donny. — Við ættum líklega að leita þar hælis, áður en ó- veðrið skellur á. Meðan við bíðum þar eftir því að upp stytti, get ég svarað ýmsum spurningum ykkar um búskap- inn hér. — En hvaða not hafið þið þá af þessari vél hér? — Hún var send hingað í misgripum. Við höfðum beðið um þreskivél til þess að þreskja hveiti. Peppone leit hvasst á Don Camillo, en hann vildi ekki láta sér ganga þetta úr greip- um og sagði: — Og þið skiptið svo auð- vitað á henni og þreskivél? — Nei, sagði leiðsögumaður- inn. — Við höfum smíðað okk- ur þreskivél sjálfir. — En hvernig heldurðu að mönnunum, sem áttu að fá kembivélina, gangi að kemba baðmullina sína? — Það kemur okkur ekki við. — Slík mistök ættu ekki að geta átt sér stað, sagði Don Camillo. — Land ykkar er hundrað og fimmtíu þúsund fermílur að stærð, en okkar land er ellefu milljónir fermílna, sagði leið- sögumaðurinn. Er hér var komið sá Pepp- one sér færi á að stíga ofan á tær Don Camillos. — Ert þú einn af stjórnend- um þessa bús, borgari Bor- donny? spurði Don Camillo. — Nei, á mínum herðum hvílir lítill þungi ábyrgðarinn- orðlaus af undrun. Þar var dráttarvél í viðgerð, og vélar- hlutir hennar dreifðir um borð og bekki en þó raðað í rétta röð. Peppone tók smáhlut af borði og athugaði hann gaum- gæfilega. — Hver er hér að starfi? spurði hann. — Ég, svaraði leiðsögumað- urinn. — Notarðu þennan renni bekk? spurði Peppone og benti á eitthvert tæki, sem líktist svolítið rennibekk. — Nei, þjöl, svaraði Bor- donny. Á stórum krókum á veggn- um hékk drifskaft. Bordonny tók skrúfjárn og sló í skaftið, svo að bjölluhljómur kvað við. — Það er kast á því, sagði hann. — Ég heyri það á hljómn- um. Eyrað venst þessu. Peppone tók ofan hatt sinn og þerraði svitann af enninu. — Hvernig stendur á því, að þú veizt þetta? spurði hann ákafur. — Ég hélt, að einn ein- asti maður í heiminum kynni skil á þessari prófunaraðferð. Og svo rekst ég á annan hér inni í miðju Rússlandi. — Hver er þessi eini mað- ur, sem þú þekkir? spurði Don Camillo. — Vélsmiður einn í Torri- Þeir gengu inn í húsið, í þann mund, sem fyrsta hryðj- an , skall yfir. Þetta var litið og fábrotið íbúðarhús, en þar var þrifalegt og hlýtt. Peppone var ekki búinn að átta sig til fulls á þeim fréttum, sém hann hafði fengið, er hann settist við langt borð í eldhúsinu. — Ég kom síðast í viðgerða- verkstæði föður þíns árið 1939, sagði hann annars hugar eins og hann væri að tala við sjálfan sig. — Það var eitthvað að litla bílnum mínum, og ég gat ekki lagfært það sjálfur. — Það var einmitt kast á drifskaftinu, svaraði Bordonny, — og ég lagfærði það. Ég var lengi hjálparmaður föður míns. Segðu mér annars, hvernig bíllinn reyndist eftir þetta? — Afbragðsvel. Hann geng- ur enn. Granni pilturinn með svarta hárlokkinn hefur þá — Já, ég var nítján ára þá, sagði Bordonny. — Þú hafðir víst ekki efrivararskegg þá, eí ég man rétt — Nei, það er rétt, sagði Don Camillo. — Hann lét það vaxa þegar hann var settur í fangelsið fyrir drykkjulæti og óspektir um árið. Auðvitað var hin rétta ástæða andróður gegn fasistum, og verið getur, að hann hafi aðeins haft gott af Framhald á bls. 31 FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.