Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 26

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 26
Kúrdistan ... Framhald af bls. 19. þótt svarin væru við Kóraninn, höfðu aldrei reynzt Kúrdum annað en svik og tálvonir, sem betra var að vera án. Þeir höfðu því ákveðið að taka hér eftir sjálfir ákvarðanir um framtíð sína. Send var ýtarleg samningstillaga til Bagdad dag- inn eftir að þingið var sett, þar sem skýrt var frá kröfum Kúrda um heimastjórn í ein- stöku atriðum, en jafnframt hafið á þinginu að gera tillög- ur þessar að veruleika, sett lög og reglugerðir um stjórn skiptin, fjármál og skattheimtu, dómsmál, hermál og bæjar- og sveitastjórnarmál hins kúrd- íska landsvæðis innan íraks Stofnað var ríki í ríkinu. Að áliti Kúrda skyldi staða þessa ríkis þeirra vera hin sama og staða hinna ýmsu ríkja Bandaríkjanna til stjórn- arinnar í Washington eða hinna ýmsu fylkja Sviss til miðstjórn- ar sinnar, eða þannig skyldi það að minnsta kosti verða, er aftur kæmist á eðlilegt ástand og friður í írak. í reynd er þó staða Kúrdist- an í írak önnur. Miðstjórnin í Bagdad hefur nú un þriggja ára skeið, frá því að uppreisn- in hófst, engu ráðið i meiri- hluta Kúrdistan, og Kúrdar krefjast þess í hinum nýju samningstillögum sínum, að menn þeirra gegni herskyldu sinni í Kúrdistan og í kúrdísk- um herdeildum hins írakska hers og hinar arabísku her- deildir hans fái ekki að koma inn í Kúrdistan nema með leyfi stjórnar þeirra eða þings. Með þessu er úrslitavaldið kom- ið í hendur hins kúrdíska þings og því hæpið að tala um írakska Kúrdistan sem einungis heimastjórnarsvæði. Það hef- ur gert sig sjálfstætt í öllum málum sínum, en heldur þó opinni leið til allnáinna tengsla við hinn arabíska hluta íraks. Orsök þess að Kúrdar lýstu ekki yfir stoípun lýðveldis er vafalítið sú, að þeir vildu ekki með því erta viðkvæmt og ört lundarfar ráðamanna íraks og annarra Arabalanda, sem neita að viðurkenna Kúrdistan sem annað en arabískt land og er gjarnt að líta á sjálfstjórnar- hreyfingu Kúrda, sem annað ísrael, sem fyllilega réttlæti nýtt ,,jíhad“, heilagt stríð allra sanntrúaðra Araba. Viðbrögð nágranna Kúrda, Tyrkja og Persa, hefðu einnig getað orð- ið KúrHnm varasöm, ef til opin- 26 FÁLK.ÍNN skáar lýðveldisstofnunar hefði komið. ,,En,“ sagði Barzani í viðtali við mig kvöldið áður en þingið var sett, „þvi skal ekki gleymt, að við erum orðn- ir hinir raunverulegu húsbænd- ur lands okkar. Og ljóst er okkur, að næsta framtíð þess verður aðeins tryggð með vopn- um okkar og baráttuvilja.“ Þennan fagra haustdag, 9. október 1964, var því í reynd verið að stofna nýtt kúrdískt ríki í Ranyadalnum, þaðan sem fjallahringurinn er áberandi líkur þeim, sem við sjáum af Þingvöllum, og þar má meira að segja sjá stórt stöðuvatn, sem gerði staðinn að enn meiri þingstað í augum íslendings. Margir skuggar hvíla yfir ríki því, sem þarna var stofn- að. Mörgum hefur vafalaust orðið hugsað til hliðstæðra stjórna, sem stofnaðar voru í tyrkneska Kúrdistan við fjallið Ararat árið 1927 og í Mahabad í íran árið 1946. Flestir þeir menn, sem þátt tóku í þeim stjórnum héngu dinglandi í gálga Tyrkja og Persa 1—2 árum síðar. Þarna voru þó við- staddir a. m. k. tveir, sem áttu hlut í stofnun hins kúrdíska lýðveldis í Mahabad, kappinn Barzani, sem þegar er orðinn að lifandi þjóðsögn meðal kúrd- ísks almennings og slapp í það skipti með 11 ára útlegð, og Ismaíl Aref, sem sitja varð 8 ár í daunillum og dimmum dýflissum íraks, en er nú orð- inn einn af áhrifamestu leið- togxim Kúrda þót* sé hann vart fertugur að aldri. Ég var einn útlendinga við- staddur þessa þingstofnun, því að enn er hið írakska Kúrdistan lokað land, sem hvorki verð- ur sótt heim á frjálsan né lög- legan hátt. Nú sem fyrir tveim árum, er ég heimsótti Kúrda í fyrsta sinn, voru það vinir mínir í kúrdíska lýðræðis- flokknum, sem skipulögðu för mína frá Bagdað um eyðilegar sléttur, grösuga dali og hrika- lega fjallaklasa, unz ég komst á 6. degi til aðalstöðva Barzanis í nágrenni Ranya og var heils- að þar með þéttu handtaki og einu stuttu ,,welcome“, sem auðfinnanlega var meira en orðið tómt. Þessa sex daga, sem ferðin hafði staðið, er var um tíma jafn ævintýraleg og bezt ger- ist í spennandi reyfurum, höfðum við notað flest þau farartæki, sem brúkleg þykja á landi, leigubíla, bifhjól, Landroverjeppa, múldýr, hesta og fornlegar flotferjur að ó- gleymdum eigin fótum, sem Kúrdum þykir ekki umtalsvert, þótt notaðir séu rösklega 10— 12 stundir í senn á erfiðum fjallvegum. En hversu strang- ur og langur sem gangurinn var og hversu harðir sem hnakkarnir voru holdgrönnum manni, var þó ætíð tvennt sem mildaði þessi óþægindi, annars vegar geðprýði og gestrisni Kúrda, hárra sem lágra, hvort sem gist var eða snætt í hús- um voldugra stórbænda og ættarhöfðingja eða í sumar- tjöldum eða laufskálum hirð- ingjanna, og hins vegar stór- JÚLAGJAFIR fyrir frímerkjasafnara • Höfum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af al- búmum, innstungubókum, frímerkjapökkum og innlendum og erlendum frímerkjum. Frímerkjamiðstöðin sf. Týsgötu 1 — Reykjavík — Sími 21170. brotin og hrein fegurð lands- ins, sem minnir svo oft á ís- lenzkt landslag. Og eftir þriggja ára baráttu má með sanni segja, að þar ríða hetjur um héruð. Barbara ... Framhald af bls. 23. stöðugt ásæknari, áður hafði hún aldrei kennt neins þesshátt- ar. Lúinn líkamann þraut mátt allt í einu. „Ég þyrfti að getji hvílt mig í nokkra daga,“ hugs- aði hún, og kepptist við sip tína steinana. Barbara hélt sig hjá asnanum allt kvöldið; að móður henna,V undanskilinni, var það hann einn, sem skildi hana. Hann gat hlustað á hana. Hann gat hlustað á hana stundunum sam- an án þess að grípa fram í fyr- ir henni, eða gerast óþolinmóð- ur. Barbara sat á hælum sér, svo að hún gæti horfzt í augu við hann. Þegar asninn laut höfði eða lagði við kollhúfurn- ar, var hann rð samsinna telp- unni. . „Guð er í kirkjunni og hon- um verður ekki kalt. Það er hlýtt í kirkjunni. Hann gæti leikið sér að knetti eða £tein- um, ef hann vildi. Guð er góð- ur. Guði þykir vænt um mömmu mína, því að hann er góður. Hann horfir á krakkana, þegar þau eru að hoppa yfir sveiflubandið sitt. Krakkarnir eru slæmir, því að þeir hlæja. Mamma hlær aldrei. Mamma er góð.“ Asninn þandi nasirnar hægt og kipraði þær svo saman aft- ur. Snoppuhárin bifuðust örlít- ið, þegar hann brá flipunum í leik að kolli telpunnar. „Þú ert góður,“ sagði hún og brosti til hans. Asninn laut höfði og leit undan, eins og hann færi hjá sér við lofið og tók að narta í sig þurr strá, annars hugar. Barbara stóð á fætur og strauk honum vand- ræðalega um augun svo að hann deplaði þeim; lét hallast að breiðum makka hans, og þuklaði um eyrun á honum á meðan hún talaði. „Guð er uppi í fjöllunum. Honum er illa við knöttinn. Knötturinn verður stærri og stærri, og svo skellur hann við vegginn. En hann hrekkur allt- af til baka.“ Svo yfirgaf hún asnann, stakk höndunum í vasana á bættri úlpunni sinni, gekk löng- um skrefum út á akurinn, glennti sig yfir plógrastirnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.