Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 14
Greinarhöfundur með ( Mustafa Barzani þar i sem hann hefur nú 'í aðalstöðvar sínar í fjalllendi Kúrdistan. KLRDIST NÝTT RÍKI Í AUSTUR- LÖNDUM NÆR? í fögru veðri í fyrri hluta síðastliðins mánaðar settu Kúrdar í írak undir berum himni fyrsta þjóðþing sitt nálægt smábænum Ranya í miðhluta hins írakska Kúrdistan. Til þings voru komnir 43 fulltrúar frá hinum þrem leiðandi öflum landsins, almenn- um íbúum (ættbálkunum, bæjum og þorpum) 18, kúrdíska lýðræðisflokknum 17 og 8 frá uppreisnarhernum. Nær allir höfðu fulltrúar þessir verið kosnir óbeinum, en lýðræðislegum kosningum, en 6 höfðu verið skipaðir til þing- setu af Barzani, þar á meðal tveir kristnir biskupar (frá kald- eisku og assýrísku kirkjunum, sem verið hafa all fjölmennar í Kúrdistan allt frá dögum kristninnar) og einn háttsettur leið- togi kúrdíska múhameðstrúarmanna. Nokkru áður höfðu verið haldin 3 undirbúningsþing, þar sem fulltrúar þessara þriggja ieiðandi afla höfðu kosið þing- menn sína, og var ég viðstaddur hið síðasta og fjölmennasta þessara undirbúningsþinga, fulltrúaþing íbúanna, sem haldið var í öðrum smábæ, Qala Diseh („Borg ræningjanna"), í lok sept- embermánaðar. Á fundinum í Qala Diseh voru saman komnir á fimmta hundrað fulltrúar frá íbúum sveita og bæja og var það litfögur sveit og gjörvileg að sjá, þar sem þeir sátu krosslögðum fótum á skrautofnum teppum í stórri vöruskemmu, sem rýmd hafði verið fyrir fundinn. Enn ganga Kúrdar í margvíslegum og lit- ríkum þjóðbúningum, eru smekkmenn í vali sínu og fjölbreyti- ieika og samkundur þeirra því litskrúðugar, er leiðtogar þeirra koma saman. Mulla Mustafa Barzani hinn sögufrægi leiðtogi Kúrda hafði kallað þing þetta saman og hélt setningarræðu, þar sem hann kvaddi landa sína til að láta ekki gamlan ættbálkaríg eða sér- hagsmuni ráða vali fulltrúa sinna, heldur velja þá menn, sem hæfastir væru til að leiða þjóð þeirra á komandi þingi, sem fara ætti með æðsta löggjafar og framkvæmdavald í hinu írakska Kúrdistan. Að loknum örfáum ræðum annarra fulltrúa hélt Barzani af fundi og var þá gengið til kosninga. Stungið var 14 upp á einum þrjátíu mönnum og voru 12 þeirra kosnir með leynilegum kosningum, en skrifarar, er fulltrúar gátu valið að vild, aðstoðuðu þá, sem hvorki voru læsir né skrifandi. Fundurinn fór prúðmannlega fram og skipu- lega, svo að vart hefði betur getað orðið í nokkru landi Evrópu. Enn tíðkast almennur vopnaburður í Kúrdistan, en áður en gengið var til fundarstaðar urðu allir fulltrúar að afhenda vopn sín lífvörðum Barzanis, sem voru þarna FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.