Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 35
um og tók brátt upp mynd. Gamla konan horfði á hana stórum undrunaraugum. Svo rétti hún fram titrandi og æða- bera hönd og hvíslaði einhverju áköf að dóttur sinni. — Hana langar til þess að vita, hver þetta er. — Það er hann sjálfur og enginn annar. Hans heilagleiki, Jóhannes páfi þrettándi. Peppone varð fölur sem nár qg leit skelfdur umhverfis sig. 5 — Félagi, sagði Don Cam- illo um leið og hann tók um kandlegg þingmannsins og teiddi hann til dyra. — Gerðu rpér þann greiða að ganga niður af loftinu ásamt Bor- donny og gá að því, hvort regn- ið er ekki að stytta upp. ■ Peppone bjóst til þess að hreyfa andmælum, en Don Camillo gaf honum engin grið. — Gerðu sem ég bið, félagi, éða verra mun af hljótast. Að andartaki liðnu var hann éinn á loftinu ásamt konunum tveim. — Segðu móður þinni, að henni sé óhætt að tala hrein- ÍSkilnislega við mig, því að ég er engu verr kaþólskur en hún. Konurnar töluðu nú alllengi saman á sínu máli, en loks sagði húsmóðirin. Hana langar aðeins til þess að þakka þér og veita þér blessun sína. Hún segist nú geta dáið í friði, þar sem hún hafi mynd páfans í hendi. Henni var það þung raun að sjá mann sinn og föður deyja án þess að hljóta síðustu bless- un kirkjunnar. — En eru ekki prestar hér, og þið frjáls að njóta þjónustu þeirra? spurði Don Camillo. Konan hristi höfuðið. — Þeir líta út eins og prest- ar, en þeir eru samt aðeins erindrekar Flokksins en ekki guðs. Hvaða blessun geta þeir veitt Pólverjum? Regnið steyptist enn yfir í hryðjum. Don Camillo smeygði sér úr jakkanum, rétti arma krossins út úr belg lindar- penna síns og stakk krossinum í stút flösku, sem hann lét á borðið við rúmið. Svo tók hann lítinn pjáturbikar upp úr vasa sínum og notaði í stað kaleiks. Stundarfjórðungi síðar birt- ust þeir Bordonny og Peppone á loftskörinni og var farin að þykja biðin löng. Þeim brá í brún, er þeir sáu Don Camillo syngja messu við rúm gömlu konunnar, sem spennti greipar og horfði tárvotum augum á prestinn. Þegar hún hafði þegið sakramentið, var sem hún gæddist nýjum þrótti. „Ite, miss est. . Gamla konan hvíslaði þessi orð sem í hrifningarvímu > eyru dóttur sinnar, sem gekk hægt til húsbóndans frammi á loftskörinni. — Faðir, ságði hún skjálf- rödduð. — Viltu vígja okkur með guðsorði og fyrir augliti drottins. Við höfum aðeins ver- ið gift fyrir manna augum. Regnið streymdi enn án af- láts úr hinum rússnesku skýj- um, rétt eins og þau hrönnuð- ust öll yfir Grevence á þessari stundu. Hér voru engir gift- ingarhringir, en gamla konan dró þó fornt gullband af baug- fingri sínum. — Guð faðir, sagði Don Camillo. — Virtu mér það til betri vegar, að ég mæli hér nokkur orð í nafni þínu. Peppone stóð eins og stein- gervingur að baki húsráðenda á skörinni, en Don Camillo ýtti honum ákveðinn niður stigann aftur. SKARTGRIPIR trúlofunarhringar HVERFISGÖTU 16 SÍMI 2-1355 — Láttu börnin koma hing- að upp — öll, skipaði hann. Regnið var að réna, en Don Camillo var nú um annað að hugsa. Augu hans ljómuðu af fögnuði, og hann skírði öll börnin í nafni guðs föður al- máttugs. Framh. í næsta blaði. Jálkihn flýyur út Tvistið er "úti",stappaðar kartöflur "inni"-—Hin3ranaí)jálfun er "úti",vall- aftur 'inni"--eldflaugar eru ijauxuii ijmi-------eiu jauðageislar "inni" — ínir svo langt"inn"að ■þöáðsöngvar ti" eru FALK.INN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.