Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 34

Fálkinn - 21.12.1964, Blaðsíða 34
Aoem Kromadur Guð vildi vist gefa mér lengra líf, því að vélin fór þegar í gang og gekk eins og klukka. Ég ók henni einn hring umhverfis skýlið og stöðvaði hana að því loknu á sama blett- inum og hún hafði staðið á áður. Ég þerraði síðan svitann af enninu með tvisti, stökk niður úr ekilssætinu og stað- næmdist andspænis byssu- mönnunum með hendur yfir höfði. Þeir fóru að skellihlæja. — Ég læt þér hann eftir, félagi, sagði liðsforinginn við sveitar- stjórann. En þú berð ábyrgð á honum. Ef hann strýkur, kem- ur það niður á þér. Ég tók undir hlátur þeirra og kvaðst varla hlaupa langar leiðir, enda væri ég ástfanginn af stúlku hér í þorpinu, og hún af mér, þó að hún hefði ijóstr- að upp um mig. Liðsforinginn horfði fast á mig. — Þú ert ágætur, ítalskur verkamaður. Hvers vegna fórstu í stríð gegn verkamönnum Sovétríkjanna? Eg sagði honum, að ég hefði verið sendur nauðugur í stríð- ið. Ég hefði heldur ekki staðið í öðrum bardögum en viðgerð- um véla, og einu Rússarnir, sem ég he^ði drepið, væru tveir hænuungar, sem ég hefði ekið yfir af slysni. Stormurinn hafði færzt í aukana. Bordonny reis á fæt- ur og talaði litla stund í forn- legan hermannasíma í horni stofunnar. Þegar hann kom til okkar aftur, sagði hann. — Þeir segja, að ykkur sé hollast að bíða hér um stund. Meginhópurinn er nú í þriðja skála héðan í þessari sömu skálaröð. Hann settist að svo mæltu. — Jæja, hvað gerðist næst? spurði Don Camillo. — Ég stritaði eins og þræll við vélar þeirra og kom á fót sæmilegu viðgerðaverkstæði. Ég vissi varla, hvenær stríðinu lauk. Faðir pólsku stúlkunnar lézt, og við giftumst. Að nokkr- um árum liðnum fengum við bæði sovézkan borgararétt. — En langaði þig aldrei til þess að hverfa heim aftur? spurði Don Camillo. — Til hvers hefði ég átt að fara heim? Til þess að sjá rúst- irnar af verkstæðinu, þar sem faðir minn og bróðir fórust? Hér var breytt við mig eins og ég væri þjóðbróðir, jafnvel heldur betur en menn áttu al- mennt að venjast, vegna þess að ég var vel verki farinn. Heima átti ég engan að, og enginn mundi muna eftir mér. Ég var aðeins einn stríðsfang- anna, sem horfið höfðu í Rúss- landi. Áður en hann kæmist lengra í sögu sinni, heyrðist hark nokkurt fyrir dyrum, og hurð- in flaug upp á gátt. Regn- strokan stóð inn á mitt gólf, og húsmóðirin kom á harðahlaup- um til þess að loka dyrunum, en áður en það tækist, sveifl- aðist einhver þyrill inn á gólf- ið. Þarna birtust ein sex börn, hvert öðru fallegra, á aldrinum milli sex og tólf ára. — Ég sé ekki betur, en hann hafi notað tímann hér í Rúss- landi allvel, sagði Don Cam- illo. Bordonny horfði á hann. — Mér finnst endilega, að ég hafi séð þig áður, endur- tók hann. — Það er mjög ólíklegt, sagði Don Camillo. — En þó að svo hafi ef til vill verið, skulum við gleyma því. Þetta voru vel siðuð börn, þó að þau hefðu komið inn með nokkrum bægslagangi. Nokkur orð móðurinnar reynd- ust nóg til þess að stilla þau. Þau settust á bekkinn við eld- stæðið og ræddust við í lágum hljóðum. — Þau eru ekki há í loftinu enn, sagði konan á kynlega góðri ítölsku. — Þau gleymdu því sem snöggvast, að amma þeirra liggur sjúk hérna uppi á loftinu. — Mættum við ef til vill fá að líta inn til hennar? spurði Don Camillo. — Ég held að henni þætti mjög vænt um það. Hún fær sjaldan heimsóknir. Þau gengu upp hringstigann og komu í lágreist herbergi undir súðinni. Þar lá öldruð kona, mögur og smávaxin í rúmi með hvítum lökum. Koná Bordonny sagði eitthvað við hana á pólsku, og hún hvíslaði einhverju að svari. — Hún biður guð að blessá þá, sem heimsækja hina sjúku, sagði konan. — Hún er nú orðin gömul og getur ekki van- ið sig af að hugsa á sama hátt og áður var gert. Yfir höfðalagi konunnar hékk helgimynd, og Don Cam- illo hallaði sér fram til þess að sjá hana betur. — Þessi mynd er af Svörtu madonnu, sagði hann. — Já, sagði konan lágri röddu eins og hún væri hálf- hrædd. — Hún er verndardýrl- ingur Pólverja. Gamlir Pólverj- ar eru allir kaþólskir. Þið verð- ið að fyrirgefa gömlu konunni það, sakir aldurs hennar. Konan talaði lágt og hægt, og óttinn í augnaráðinu leyndi sér ekki. Peppone vildi létta af fólk- inu öllum ótta og sagði: — Það er ekkert að fyrir- gefa. Á Ítalíu er meira að segja margt ungt fólk kaþólskt enn þann dag í dag. Við því er heldur ekkert að segja, meðan menn kunna sér rétt takmörk í trúarefnum. En prestarnir eru samt verstu óvinir okkar, því að þeir blanda saman trú og stjórnmálum. Gamla konan hvíslaði ein- hverju að dóttur sinni, og hús- móðirin leit spyrjandi á eigin- mann sinn. — Þeir koma ekki hingað til þess að gera okkur neitt illt fullvissaði hann. — Mömmu langar til þess að frétta, hvernig — hvernig páfanum líður, stamaði konan. — Hann er stálhraustur, sagði Peppone hressilega. Don Camillo var að leita að einhverju í innri vösum sín- Framhald á næstu síðu. 34 falkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.