Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Side 17

Fálkinn - 16.08.1965, Side 17
þurfum til dæmis að finna heppilegasta tímann til að koma hr. Shafer fyrir kattarnef. Hér er stöðugur umgangur meiri- hluta dagsins, en við verðum að vera örugg um, að enginn sjái til okkar.“ NÆSTA vika fór í að rannsaka hátterni hinna leigjend- anna og skrifa hjá sér hvenær þeir voru líklegastir til að ganga inn og út úr húsinu. „Það er nú hálfsorglegt í aðra röndina að hugsa til þess að engin lifandi manneskja muni sakna hr. Shafers,“ sagði frú Harrison. „Nei, enginn syrgir brottför hans,“ samsinnti frú Frank- lin. „Heldurðu að við ættum að senda blóm fyrir útförina?" „Drottinn minn dýri, Matilda, það hef ég ekkert hugsað út í. Ég veit satt að segja ekki hverju svara skal.“ „Ætli það væri ekki bezt að senda lítinn liljuvönd?“ „Jú, það getum við gert. Við verðum auðvitað að fara í jarðarförina." „Vitaskuld. Annars gæti hina leigjendurna farið að gruna eitthvað. En finnst þér ekki, að við ættum að sitja aftar- lega í kirkjunni — ekki á fremsta bekk eins og venjulega?“ „Hvað segirðu um að sitja í miðri kirkjunni? Væri það ekki viðkunnanlegast?“ ÆR borðuðu heimabakaða tertu þegjandi. En allt í einu lagði frú Franklin gaffalinn frá sér og hrópaði upp: „Nú veit ég, Matilda! Það er svo einfalt, að ég skil bara ekki, að okkur skyldi ekki detta það í hug fyrr. Viltu geta hvað það er?“ ► GAMANSÖM GLÆPASAGA EFTIR ISIEDRA TYRE MeSan ekkjuírúrn- ar Harrison og Franklin voru að gœða sér ó morgun- kaffinu þrautrœddu beztu aðferðina til að myrða húsráð- anda sinn, hr. Shafer. Daginn áður höfðu þœr komizt að þeirri nið- urstöðu, að það vœri eina skynsam- lega lausnin. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.