Fálkinn - 16.08.1965, Qupperneq 21
Gústi hefur fellt kassann,
og klifrar nú upp á hann
og hoppar síðan ofan á
kassanum og bróðurnum.
ég gæzlukonuna hvort
hann Gústi væri ekki
staddur þarna.
— Hann Gústi? spurði
kona forviða yfir fávizku
minni. — Heldurðu að
það sé hægt að hafa hann
hér. Hann stingur okkur
nú alltaf af!
Síðan hélt ég áfram að
leita Gústa, en með litlum
árangri. Átta ára kunn-
ingi hans í götunni sagð-
ist oft vera með Gústa og
oft slást við Gústa, og
sagðist nærri alltaf berja
hann. Hann sagði Gústa
vera kaldasta strákinn í
hverfinu, hann stælist
nefnilega oft inn í ölbíla.
Svo loksins hitti ég
Gústa, nokkrum dögum
síðar, þar sem hann var
að berja fimm ára bróður
sinn úti á götu, og að því
loknu stakk hann honum
niður í pappaskassa og
lokaði svo fyrir og hopp-
aði ofan á öllu saman.
Nú lét ég spurningun-
um rigna yfir Gústa, en
hann svaraði öllu með ró.
Gústi kvað það jú rétt,
að hann væri geysisterk-
ur en kvað hömlur á því
að hann gæti misnotað
það. Ekki kvaðst hann
vera kvensamur fram úr
hófi, og gaf eiginlega lítið
út á kvenfólk.
— Þær verða alltaf svo
hræddar, sagði hann og
meinti greinilega hvert
orð.
Gústa fannst ógurlega
gaman að vera kaldur
karl, en upp á slagsmálin
að gera fannst honum
helvíti hart að vera ekki
nema þriggja ára. Að-
spurður kvað hann það
hárrétt, að hann stælist
stundum inn í ölbíla,
hann sagðist vera að leita
að flöskum til þess að
selja. Gústi sagði, að
nærri allir í hverfinu
væru hræddir við sig, en
þó virtist það helzt að
skilja á honum, að ein-
hverjir væru ennþá með
►
En bróðirinn slapp út, og
þá var ekki að sökum að
hortugheit. En Gústi lækkar áreiðanlega rost-
ann í þeim áður en langt um líður.
Það virtist koma svolítið á Gústa, er hann var
spurður, hvað hann ætlaðist fyrir í náinni fram-
tíð. Hann var ekki ákveðinn og vildi helzt ekkert
um það segja. En líklega er skýringin sú, að lífs-
reyndur maður eins og Gústi passar sig á blaða-
snápum, og segir ekki mikið. En hins vegar
fór ég að efast um sannleiksgildi orða Gústa,
þegar hann stakk báðum höndum í vasana, og
benti á nærliggjandi bíl og sagðist skyldi bjóða
mér í bíltúr, ef hann hefði lykla. Kannski var
Gústa ekki trúandi eftir allt saman? En því
trúi ég varla. Líklega er Gústi þaulvr.nur bíl-
stjóri.
Menn eins og Gústi eiga alltaf í sífelldum erj-
um, og þurfa að vera varir um sig. Þó að Gústi
standi í sakleysi sínu á miðri götu um hábjartan
dag getur birzt náungi sem Gústi þurfti að berja
í gær. Kannski vill náunginn hefna sín. En
Gústi gætir sín og sinna.
En einmitt vegna þessa lauk samtali okkar
Gústa og síðan hef ég ekki séð hann. Gústi sá
á að gizka sex ára gamlan strák inni í nálæg-
um garði, og rauk af stað með orðunum: —
Þennan verð ég að berja, maður. Og svo hljóp
Gústi og síðan ekkert meir.