Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Qupperneq 11

Fálkinn - 11.10.1965, Qupperneq 11
★ ÍSLENZKT BORÐSILFUR: Ekki er um sérlega auSugan garð að gresja með framleiðsluna hér nú, og skapast því engin heilbrigð samkeppni. Hnífur, skeið, og gaffall, — hvort um sig kostar mörg hundruð krónur, — en margir kvarta undan því, að hnífarnir detti af sköftunum. Við urðum líka fyrir þessari reynslu. Fórum með hnífinn eftir hálfsmánaðar notk- un og bárum fram kvörtun. Það var gert við hnífinn, — en kvörtunin ekki tekin til greina. ★ LAUKSKERI er mikið þarfaþing. Þetta undratæki fæst nú m. a. í verzluninni Hamborg í Reykjavík og kostaði í fyrri sendingu 98,00 kr. — en nú er komin ný sending, sem kostar 110,00 kr. Það er þó alls ekki of hátt verð fyrir að sleppa við að gráta yfir lauknum og sleppa við laukangandi hnífa og borð. ★ ÞJÓÐRÁÐ fyrir þær, sem ekki hafa möguleika á að eignast sérstakan laukskera: Þegar þið brytjið lauk, — skuluð þið stinga upp í ykkur tveim eldspýtum og láta brennistein- ana vísa fram. Þá fcr Iaukurinn ekki í augun, þótt undarlegt sé. — Ef þess fer að gæta eftir nokkra stund, er enginn vand- inn annarr en skipta um eldspýtur. ★ HVÍTIR SOKKAR bæði úr nælon og ull voru mikið í tizku erlendis sl. vetur. Að sjálfsögðu er smekkurinn misjafn, en flestum fannst samt þeir naumast klæða nema unga, fagra fætur. ★ HEKLAÐAR HJÁLMHÚFUR vo^d líka mjög í tízku er- lendis í fyrravetur. Það er heppileg tízka fyrir íslenzka veðráttu. ★ KJÓLFALDURINN langt upp fyrir hné segir í fréttum frá París og Hótel Sögu. Sagt er að María Guðmundsdóttir, fyrrveiandi fegurðardrottning fslands, — núverandi ljós- myndafyrirsæta í París, hafi komið á dansleik á Hótel Sögu fyrir skömmu, í kjól, sem var langt fyrir ofan hné og í stíg- vélum með gati á tánni. Þetta þótti nýstárlegur klæðnaður, en nokkrum kvöldum seinna voru nokkrar fleiri komnar í svona stutta kjóla. Það er auðvelt að stytta kjólana sína, — erfiðara að fá stígvél með gati á tánni á íslandi, og erfiðast að sætta sig við þá staðreynd, að það hafi ekki allir jafn fagra fótleggi og María Guðmundsdóttir. 0 ★ SOKKAR í STÍL VIÐ KJÓLINN eru sagðir nýjasta nýtt frá París. Tízkudrósirnar í höfuðstaðnum eru sagðar farnar að fitja upp á því við saumakonurnar, hvort þær vilji ekki gjóra svo vel og sauma sokka við nýja kjólinn, sem má alls ekki vera síðari en kjóllinn hennar Maríu. ★ HLUTVERK KYNJANNA heitir bók, sem kom út í Svíþjóð í vor. Þar skrifaði ungt menntafólk um viðhorf sitt til þessara mála og koma þar fram ýmiss sjónarmið, sem hér myndu þykja nýstárleg og byltingasinnuð. M. a. segir Björn nokkur Beckman svo frá, að hann leggi til, að karlmenn jafnt sem konur vinni hálfsdagsvinnu, ef smábörn séu á heimilinu. Þá geti hjónin skipzt á að vinna úti og sinna börnunum. — en það sé að öllu leyti jafnt hlutverk karlmannsins eins og konunnar að annast þeirra sameiginlega heimili og börn. ★ VIGDÍS JÓNSDÓTTIR, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla íslands flutti nýlega erindi um þetta mál, sem síðar birtist í heild í dagblaðinu Tíminn. Þetta erindi var I alla staði mjög athyglisvert og ættu karlmenn jafnt sem konur að kynna sér það. ☆ Pils, sem eru eins og buxur, — buxur, sem eru eins og pils. — „Nýtt tízkufyrirbrigði, — sem sem var í tízku fyrir uin það bil þrjátíu árum! Þessi mynd er úr nýlegu hefti franska kvennablaðsins ELLE. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.