Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Page 12

Fálkinn - 11.10.1965, Page 12
Hún var 25 ára gömul, ógift og örvœntingarfull. Hann var talsvert eldri, ókvæntur en hafði furðulega atvinnu. Hún bjó til góðan mat og honum geðjaðist að góðum mat. Allt virtist vera á góðri Ieið... en það kom önnur kona í spilið. í raun og veru hefði ég átt að vera hamingjusöm á afmælisdaginn minn. f fyrsta lagi bar hann upp á laugar- dag, yndislegan laugardag og þá hafði ég frí. Og í öðru lagi hafði ég nýlega flutt inn í glæsilega íbúð, með út- sýni yfir hafið. Þar voru stórar rúmgóðar svalir, sem ég skreytti með blómum, og þar gat kötturinn minn, Mei-Mei, klifrað fram og til baka um handriðið. En þegar ég vaknaði rann það allt í einu upp fyrir mér, að eftir 75 ár yrði ég 100 ára, og það lá við að ég brysti í grát. Flestum stúlkum hefði látið sér standa á sama, en ég er ein af þessum furðulegu persónuleikum; að fyrst að karlmenn hafa ekki tekið eftir manni fyrir þennan dag, þá gera þeir það varla eftir hann. Ég fékk fjöld- ann allan af bréfum, en ekkert þeirra fjallaði um slika hluti. Allir voru að hugsa um uppskriftirnar mínar. Einu skiptin, sem ég er fyllilega með sjálfri mér er þegar ég bý til mat. Þá er ég rétt kona á réttum stað, og ef einhverjir skyldu hafa áhuga, þá geta þeir séð mig fimm daga í viku í sjónvarpinu: Matargerðar- námskeið með Kathy. Ég hef kastaníubrúnt hár og grá augu og er alla vega tágrönn. Og þótt ég gangi út og inn á fínustu stöðum eru mínir kvenlegu eigin- leikar vandlega í leynum vegna eldhúsfatnaðarins, sem ég klæðist venjulega við slík tækifæri. Ég er allt að því „fæddur kokkur“, og ég mundi gefa allt til þess að eiga stóra fjölskyldu, sem gæti notið þessara hæfileika minna. Og satt að segja líkar mér betur að búa til mat heldur en að borða hann. Og til þess að ná mér á strik fór ég að búa til mat eftir gamalli uppskrift, hænsnakjöt í karrý, sérstak- lega framreitt, með söxuðum möndlum, mismunandi kryddi og sultu. Rétt fyrir hádegið, þegar ég fór niður til þess að sækja dagblaðið, rakst ég hranalega á mann í stigan- um, Ijóshærðan mann, næpubleikan í andlitinu og með ferðatösku í hendinni. Hann baðst ekki afsök- unar, heldur strunzaði upp stigann og upp á þriðju hæð, í íbúðina fyrir ofan mig. Svo það var þess vegna, sem það hafði alltaf verið svona rólegt uppi. Ég hljóp niður, og leit á nafnskiltið hans: Halldór Storm Ég fór aftur upp í eldhúsið, og leit á matinn, sem lyktaði yndislega. Svo stráði ég möndlunum yfir og steikti síðan bacon. En ég hafði bara enga matarlyst. Ég sá stöðugt fyrir mér hið nábleika andlit nábúans, og hugsaði með mér, að hann hlyti að vera nýkominn heim frá sjúkrahúsi. Og áður en ég vissi af hafði ég útbúið matinn á bakka, fínasta postulínsborðbúnað og kaffi í silfur- könnunni hennar ömmu, hlaupið upp tröppurnar og bankað með olnboganum á dyrnar. Haldór Storm opnaði dyrnar og leit undrandi á mig. — Ég heiti Kathy Moore, sagði ég. — Ég er nýi nábúinn yðar, á hæðinni fyrir neðan. Þegar ég sá hversu fölur þér ^ruð, þá datt mér í hug að þér væruð kannski veikur, og hefðuð ekki löngun til þess að fara út að borða, og .. Bakkinn fór að verða þungur, svo ég gekk fram- hjá honum og setti hann á borðið. Þessi stóra stofa verkaði óþrifalega á mig, og ég hugsaði með sjálfri mér, að hér vantaði svo sannarlega kvenmann til þess að sjá um húsverkin. Storm var heldur sauðarlegur á að sjá. Hann hristi höfuðið. — Ég er ekki veikur, síður en svo, mér hefur sjaldan liðið betur. — En þér eruð svo fölur. , 12 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.