Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Qupperneq 15

Fálkinn - 11.10.1965, Qupperneq 15
Hjónin Kristjana Kristjánsdóttir og Jens Hjörleifsson segja frá ferð til Spánar, en þau hrepptu 1. vinning í verðlaunagetraun Fálkans. Verðlaunin voru ferð til Spánar fyrir tvo; flugferð til Kaupmannahafnar og heim aftur með Flugfélagi íslands og 15 daga: ferð til Costa Brava á Spáni á vegum Ferðaskrifstofunnar SÖGU: Jens faðmar dóttur sína við heimkom- una, en hún var í fóstri hjá bróður hans, Steindóri Hjörleifssyni, leikara og konu hans Margréti Ólafsdóttur. Útsýni yfir ströndina á Calella. Á bar í Calella, talið frá vinstri: Jens, Kristjana og sænsk hjón. Sænski mað- urinn er járnbrautarstarfsmaður á leið- inni Uppsalir—Stokkhólmur. Þarna rík- ir mikil glaðværð öll kvöld og m. a. kom amnian í fjölskyldunni, sem átti barinn, fram og dansaði og söng fyrir gestina. Ok'kur fannst mjög fallegt á Spáni og hitinn var mjög mátulegur. Við kvið- um matnum, en sá kvíði reyndist ástæðulaus — okkur líkaði maturinn ágætlega og hann var ríkulega fram borinn. Fyrsti réttur var álegg, síðan fengum við kartöflusalat. og þar á eftir kjötrétt. Avexti fengum við alltaf eftir mat. Vín gátum við keypt en okkur var bannað að drekka vatn og var það eitt af því sem við vorum vöruð við í upphafi dvalarinnar. Morgunmatur var borinn fram á milli kl. 8 og 10. hádegismatur kl. 1.30 og kvöldmatur kl 8,30. Á kvöldin voru krárnar opnar fram eftir öllu, eða eins lengi og fólk gat setið. Við vorum svo heppin að vera það út úr að við heyrð- um engan hávaða á nóttunni. Okkur líkaði vel við Spánverjana; þeir eru myndarlegir, léttir og elsku- legir. f Calella, sem hefur milli 20—30 þúsund íbúa, eru yfir 300 vínkrár og virtust okkur Spánverjarnir lifa fyrir músík og söng. Þeir komu oft á kvöldin á hótelið og skemmtu þar. Þarna var dýrt að verzla og á boð- stólum var yfirleitt skran, nema leður- vörur. Líklega hefur verðlag verið spennt upp úr öllu valdi, það sáum við bezt þegar við fórum að verzla. Þegar við t. d. fórum fyrsta daginn niður á ströndina, kom kona til okkar með margs konar teppi og tók að bjóða okkur varninginn. Teppið átti að kosta 800 peseta (550—600 kr. ísl.), en þegar við neituðum, lækkaði hún sig smám saman niður í 200 peseta, en við keypt- um ekkert þar sem við vorum ekki með peninga á okkur. Spánverjarnir virtust ekki vera þjóf- hræddir, því að þeir sátu hinir róleg- ustu inni í verzlununum á meðan við- skiptavinirnir grömsuðu í varningnum, sem var stillt út á gangstéttinni fyrir utan. Frá hótelinu okkar var örstutt niður á ströndina. Það mátti heita sólskin upp á hvern einasta dag. Okkur fannst það merkilegt þegar við lágum niður á ströndinni, að sjá allt í einu hrann- ast upp svört ský og síðan kom úr- hellisrigning með þrumum og elding- um og við gátum ekki að því gert, að við urðum hálf smeyk, og við héldum að nú væri að gera vonzku veður. Eftir stutta stund var aftur kominn bjartur himinn. Á ströndinni lá maður við mann og við vorum í fyrstunni hálf feimin, en brátt fannst okkur, að við værum tvö ein í heiminum! Fólkið fór í sjóinn og í sólbað sitt á hvað, sumir voru í bolta- leik, aðrir leigðu báta eðá lágu á dýn- um úti í sjónum, og sumir lágu í keleríi og virtust sannarlega gleyma því að þarna væri fleira fólk! Þá fannst okk- ur broslegt að sjá menn með veiði- stengur kasta út í sjóinn inn á milli fólksins. Við gátum ekki ín■ ^dað okk- ur að nokkur fiskur hafi verið þarna nærri, enda sáum við veiðimennina aldrei fá neitt. ► FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.