Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Page 17

Fálkinn - 11.10.1965, Page 17
seinasta túrinn, sem ég var á Munin, veturinn 1919 þá vor- um við sex daga frá Bilbao til Vestmannaeyja. Það var mik- il sigling og oft skemmtileg. Við Eyjar var vitlaust veður og við urðum að leggja til drifs. Við létum drífa þarna í marga sólarhringa, og að síðustu lent- um við úti á Eldeyjarskerjum í útsynningi. Þarna brotnuðu gafflarnir á stórmasturssegli og skonnortusegli. Það tók okkur sólarhring að setja þá saman með spýtum og köðlurn. Skerin voru eitt brot svo langt sem sást og ekki um annað að gera en að setja í gegnum þau norð- ur úr. Við höfðum liðugan vind, og svo var lagt í ’ann. Það braut á bæði borð en þetta heppnaðist. Við vorum átta sólarhringa írá Vestmannaeyj- um til Rvíkur. í þetta sinn í annað skipti man ég eftir að við vorum að fara til Genoa, og vorum átta daga frá Reykja- vík suður í Gíbraltar sund. Það þótti líka góð sigling og gufu- skipin, sem sigldu í þá daga voru ekki svo fljót þessa leið. í þetta skipti fórum við frá Reykjavík og settum vestur í haf, vestur fyrir öll sker, 60 til 70 mílur út, því það var suð- austan rok þegar við fórum. Nokkru sunnar komumst við í vestan vind og héldum honum alla leið til Portugal. Við sigld- um sama bóg og þurftum aldrei að leggja yfir og komum líka eitthvað 250 mílum vestar en við áttum að gera, því hún rann alltaf upp 1 vindinn, enda þótt við værum oft á tíðum tveir við stýrið til þess að ráða við hana og vorum oftast bundnir Framh. í næsta blaði. FALKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.