Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Page 18

Fálkinn - 11.10.1965, Page 18
NEGRI - HVERT LIGGUR LEIÐIN HEÐAN? EG hef verið beðinn að lýsa fyrir lesendum Fáikans, og öllum íslendingum hvernig komið er fyrir negrum nú, einkum þar eð um- heimurinn tekur æ meira eftir þeim og stöðu þeirra í veröldinni. Ég er sjálfur negri, og ég ætla eftir megni að reyna að skýra frá hugsun- um og tilfinningum negrans, ekki hvað sízt eftir allt það, sem ritað hefur verið um hina hræðilegu atburði í Watts gettóinu i Los Angeles. Auðvitað vita flestir lesendur Fálkans, hvers vegna þeir atburðir urðu. Ég ætla því að gefa hugmynd um. hvað negrinn hugsar nú eftir að þessi skyndistyrjöld hefur verið í höfuðfyrir- sögnum blaða um heim allan nú um hrið. Auð- NEGRINN BRUCE CARRING- TDN, 24 ÁRA TÓNLISTAR- NEMANDI, SEM DVALDI HÉR Á ÍSLANDI í TVD MÁNUÐI, SKRIFAR ATHYGLISVERÐA GREIN FYRIR FÁLKANN. vitað voru negrarnir í Los Angeles mjög óánægð- ir með þá meðferð, sem þeir urðu fyrir af hendi yfirvaldanna þar. Allir vita það. En hverj- ar eru tilfinningar negrans nú, þegar erfiðasta vandamál hans hefur verið gert ölfum kunn- ugt? Viðurkenna stjórnmálamennirnir kröfu hans, fá negrarnir meira að segja um það, hvaða aðferð iögreglan notar? Verða gerðar umbætur á svæðum eins og Watts-borgarhlutanum? Hvaða dilk dregur milljónatjónið á verzlunum á eftir sér? Hvað verður um þau hundruð manna, sem voru fangelsaðir vegna óeirðanna? Bandaríkjamenn og allur heimurinn veltir nú fyrir sér þessum spurningum. En áður en ég svara þeim vil ég taka fram af hverju þær eru svo mikilvægar. Höfuðástæðan er: negrarn- ir eru ákveðnir í því, að ná sama stjórnmálalega rétti og hvítir menn í Bandaríkjunum. .Þeir vita, að það er eina leiðin. Negrinn getur ekki farið aðra leið. Hann og forfeður hans hafa kynnzt hinni verstu refsingu, sem maður getur beitt annan mann. Negrar hafa séð betur og betur, að án menntunar hlýtur óánægjan að halda áfram og fjárhagsleg stöðnun að eiga sér stað. En framar öllu hefur negrum skilizt, að án menntunar og þeirra fjárhagslegu og þjóðfélags- legu gæða, sem hún hefur í för með sér, er ekki um hægt að njóta virðingar þjóðfélagsins. Negrinn veit, að hann hefur hlotið rangláta með- ferð, að menntunarskorturinn hefur veikt hann í að verjast árásum. Hann grípur þar af leiðandi til ein- földustu aðferðarinnar við að berja frá sér. Hann berst harkalega til þess að láta finna fyrir sér. Hann lætur aflið ráða. Hann vill, að heimurinn, og þó sérstaklega Bandaríkin taki eftir, hvers hann þai'fn- ast, til þess að líf hans verði bærilegt. Höfundur þess- arar greinar er þeirrar skoðunar, að Bandaríkjamenn muni nú endanlega taka til sinna ráða, að leiðrétta þau mistök sem gerð voru snemma í sögu Bandaríkjanna. Ég held, að menn í háum embættum muni óttast endur- tekningu þeirra atburða, sem urðu í Los Angeles, og viðurkenna, að hér eftir verði Þeir að taka meira tillit til negranna sem hluta þjóðfélagsþegnanna, því negrarnir eru hluti þjóðfélagsins og hluti af banda- rísku þjóðlífi. Það eru 18 miiljónir negra í Banda- ríkjunum, og margir munu sjá, að þeim fjölgar örast af hinum mörgu minnihlutahópum í Bandaríkj- unum. En óeirðirnar í Los Angeles, í Chieago, í negra- hverfunum í New York, eru ekki fallegur vitnis- burður. Fjöldi negra hefur ekki enn próf úr æðri skólum. Það skortir enn tækifæri til menntunar fyr- ir þúsundir negra í Watts-hverfinu í Los Angeles, í Bandaríkjunum öllum og fyrir þau hundruð negra, sem eru nú í fangelsum þar. Þetta dregur ekki úr óánægju og hjálpar ekki til að minnka hatur negrans. Þetta hefur gefið honum ástæðu til að hata enn meira. Hann verður nú að berjast við hinn stranga arm laganna. Umhverfi fangelsisins gerir ekki margt til þess að upphefja hatrið. Og margir verða að bíða mánuðum saman eftir að réttarhöld hefjist í máli þeirra. Kannski halda sumir, að þau vandræði, sem hafa hlotizt af þessu svari ekki kostnaði. Sumir munu hata alla hvita menn, æm þeir hafa samskipti við. Og hatrinu fylgir vantraust og efi. En hvaða tilfinning- ar vakna, þegar losnað er úr prísundinni? Afstaða sumra breytist aðeins lítillega. Flestir koma heim til ... Þegar ég kom til Reykjavíkur, íann ég að fólk starði á mig, að því að mér fannst að ástœðulausu. Þess er ekki að dyljast að mér féll þetta mjög illa, einkum þó, er mœður bentu börnum sínum á mig og muldruðu eitthvað. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.