Fálkinn


Fálkinn - 11.10.1965, Side 28

Fálkinn - 11.10.1965, Side 28
r*mmm Chiang vissi að þetta var at- vinnulygi, en hann fýsti aS vita, hv'e margar slikar iygar hún hefði á takteinum. „Hvers vegna aðeins mig?“ spurði hann. „Vegna þess þú ert kvæntur," sagði Aika. „Vegna þess þú ekki fallegur. Svo ég verð ekki ást- fangin þér. Ég vil ekki ástfang- in vera neinum. Of mikil vand- ræði. Þess vegna.“ Andartak hélt Chiang að hún væri að gera að gamni sínu en rödd hennar var svo alvörugefin að hann féll strax frá þeirri skoðun. „Þú ert afar opinská,“ sagði hann og fann til nokkurs sársauka. „Hvers vegna viltu ekki verða ástfangin af nein- um?“ „Of mikil sorg. Of mikil vand- ræði.“ Chiang langaði til að segja að hún væri aðeins söluvarningur, en tók sig á og þagði. Það var til einskis að stofna til rifrildis og fyrst þetta voru viðskipti gat hann eins reynt að fá fuilt verð fyrir peningana. Hann fór fram úr rúminu og kveikti ijósið. „Hvað ertu að gera?“ spurði Aika, undrandi á svip. „Þú hefur fagran líkama," sagði Chiang og dró af henni ábreiðuna. „Ég vil fá að horfa á hann.“ Aika lagði handleggina yfir brjóstin og brosti. Chiang virti hana fyrir sér og fannst hann aldrei hafa séð fegurri vöxt á ævi sinni. Allt var fullkomið, nema hrukkótt húðin á kviðn- um. „Hvað áttu mörg börn?“ spurði hann. „Þrjú.“ „Þrjú? Á þínum aldri?“ Aika kinkaði kolli. „Ég gift þegar ég var nitján. Nú er ég tuttugu og þrjú.“ „Hvar hefurðu börnin?" >Hjá amerískri frú. Hún passa þau.“ „Hvar er maðurinn þinn?“ „Skilinn," sagði Aika. Skyndi- lega hnyklaði hún brýrnar, starði upp i loftið og þagði. Chiang horfði á hana forviða. „Hvenær skilduð þið? Nýlega?“ En Aika virtist ekki heyra til hans. Hún starði upp í loftið og sagði, allt að þvi reiðilega: „Ég vil aldrei verða ástfangin aftur. Aldrei! Aldrei!" Síminn í dagstofunni hringdi. Aika kipptist til, eins og hún vaknaði af draumi. Hún flýtti sér út úr rúminu, slökkti Ijósið, fór aftur upp í og breiddi yfir sig. „Ætlarðu ekki að svara í sím- ann?“ spurði Chiang. „Nei,“ sagði hún og sneri sér til veggjar. „Farðu nú að sofa.“ Chiang renndi sér undir ábreið- una og lá við hlið hennar. Hann hlustaði á þráláta símahringing- una í næsta herbergi og honum leið illa. Þegar síminn loksins hætti að hringja reyndi hann að sofna. Hann reyndi í hálfa klukkustund en árangurslaust. Hann horfði á Aiku. Hún virtist SÖGUÞR/ÍÐURIIV!I\I t Á veitingahúsinu „Tókíó-garðurinn“ starfar japanska þjón- ustustúlkan Aika. Karlmennirnir seni sækja þann stað veita lienni óspart athygli og einn í þeirra hópi er Kínverj- inn Chiang. Eitt kvöldið verða þau saniferða úr veitinga- húsinu Chiang fylgir henni heim og sefur lijá henni um nóttina, en verður fyrir sárum vonbrigðum, þegar hún lýsir því yfir, að hún sé vændiskona og hafi sofið hjá honum vegna þess að hún teldi sig ekki mundu verða ástfangna af honum . . . sofa; eða þóttist sofa. f daufri Ijósglætunni, sem lagði inn um eldhúsdyrnar sýndist hún nærri yfirnáttúrlega fögur, þrátt fyrir hnyklaðar brýrnar. Hann vissi ekki hvers vegna það var en nú vakti fegurð hennar aðeins með- aumkun hjá honum. Hann reis hljóðlega á fætur, klæddi sig, lagði tíudala seðil á snyrtiborð- ið og fór. II. Stormurinn var sá versti, sem komið hafði um fimmtán ára bil. Vatnið fossaði um götur Mont- ereyborgar eins og fljót. Þakið 2. HLUTI á bílskúrnum, sem Chiang Fu bjó í, lak á fjórum stöðum. Af vatninu, sem lak niður í skálar, varð þægilegur kliður, sem minnti Chiang einna helzt á Hindúahljómlist, sem hann hafði heyrt í Bombay fyrir sjö árum síðan. Það kom honum hins veg- ar til að hugsa um flughraða tímans og hann fékk sting í brjóstið. Hann lokaði í skyndi huga sínum fyrir fortíðinni og einbeitti sér að vinnu sinni. Notaði rafmagnsofninn reynd- ist prýðilega og það var heitt i bílskúrnum; hlífarlaus ljósaper- an lýsti skært og hreyfðist hægt til og frá yfir skrifborðinu, sem búið var til úr átta sápuköss- um og tveim fjölum. Sterkur vindsveipur hristi bílskúrinn af og til og þar sem hann sat við skrifborðið og vann að nýrri fjár- hagsáætlun, bjóst hann við að húsgrindin myndi þá og þegar rifna upp. Blöðin höfðu fullyrt að storm- inn myndi lægja eftir jól. Nú voru liðnir þrír dagar frá jólum og stormurinn sýndi engin þreytumerki. Hann hafði greitt Aiku tíu dali til viðbótar fyrir þrem dög- um og það hafði algjörlega koll- varpað fjárhagsáætlun hans. Nú varð hann að semja nýja, sem gerði ráð fyrir a. m. k. tíu auka dölum á mánuði án þess að svipta hann öðrum unaðssemdum. Hann hlustaði á regndropa-hljómsveit- ina og gnauð vindsins og virti fyrir sér það, sem hann hafði nýlokið við að skrifa: 1. Fæði ................ 40.00 2. Húsaleiga ............ 7.00 3. Japanskir kvöldverðir 4 sinnum á mánuði 250 ................. 10.00 4. Verðlaunakvöldverður . á einmanalegum kvöldum hámark tvisvar í mánuði .... 5.00 5. Þóknun Aiku ....... 10.00 6. Benzín og bílakostn. 20.00 7. Föt og vasapeningar 20.00 Samtals 112.00 Þetta virtist ekki ósanngjörn áætlun, fannst honum. En brátt var hugur hans farinn að reika og fyrr en varði snerist hanp allur um Aiku. Fyrir þrem dög- um hafði hann boðið Aiku heim x bílskúrinn sinn og þau höfðu átt þar rólegt jólakvöld saman. Þau höfðu drukkið dálítið port- vin og rabbað. Þó Aika væri uppgefin eftir vinnu um daginn hafði hún tekið til í híbýlum hans og saumað alla lausa hnappa í fötin hans. Hún var glaðleg og lék húsmóður- og geishuhlutverkið jöfnum hönd- um, bar honum te og söng fyrir hann japanska söngva. Þetta var „Er hún kannski ekki vœndiskona? Hún fer bara í manngreinarálit, það er það eina. Hce, Aika, eru mínir peningar nokkuð verri en aðrir . . . ?" Áður en hann gat lokið setn- ingunni, þreif ljóshœrði maðurinn í kragann á jakkanum hans og.........

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.